15.10.2008 | 23:02
Oft hafa Bretar farið í umdeildar herferðir
Öll mannkynssagan greinir frá umdeildum herferðum sem margar hverjar hafa endað með skelfingu. Bresk heimsvaldastefna er þar engin undantekning og er víða greint frá herferðum sem Bretar hafa tekið þá í og átt frumkvæði að sumum þeirra. Sumar þessara herferða hafa endað með hræðilegum afleiðingum. Þekkt er þegar þeir hugðust kúga gömlu nýlendurnar sínar 13 sem síðar varð stofninn að Bandaríkjum Norður Ameríku. Þá gripu Ameríkumenn til þess að lýsa yfir sjálfstæði sínu. Þjóðfáni þeirra um tíma var mynd af snák og á fánanum voru skýr skilaboð til Breta: Don´t tread on me!
Öll 19. öldin ber Bretum ekki sérstaklega vel söguna þó svo þeir hafi að jafnaði haft betur. Opíumstríðið svonefnda gegn Kínverjum 1840 var þeim t.d. ekki sérstaklega til framdráttar. Það var mikil hneysa að þjóð sem annars telur sig vera siðmenntaða hafi kappkostað að gera aðra þjóð háða eiturlyfjum. Rétt upp úr miðri öldinni fengu þeir Frakka til liðs við sig og hófu nú árásarstríð á hendur Rússum. Það stríð var kennt við Krím og átti að koma í veg fyrir að Rússar hefðu almennilegan aðgang að sjó! Ekki var aðeins barist á Svartahafi við Krím heldur var sameiginleg flotadeild einnig send suður fyrir Afríku og austur til Kamtsjatka. Þar hugðust Bretar og Frakkar ná Petropavlosk, höfuðstað Kamtsjatka með áhlaupi. Rússum vegnaði betur í þessu stríði og varð hlutur Breta í þessari grafalvarlegu deilu allt að því broslegur.
Kunnugt er hvernig Bretar komu fram við Indverja þegar þeir voru kúgaðir með harðri hendi. Uppreisnarmenn voru bundnir framan við fallstykkin og síðan var hleypt af! Sennilega einhverjar ógeðslegustu aftökur sem unnt er að láta sér detta í hug. Einnig brugðust þeir einkennilega við Búum í Suður Afríku, hollenskum innflytjendum undir lok 19. aldar. Stefán G. Stefánsson skagfirskt skáld orkti mikið og gott kvæði vestur í Klettafjöllum þar sem hann lýsti samúð með Búum. Það olli mikilli tortryggni gagnvart skáldinu sem var fyrst og fremst skáld sem þráði frið og vildi leggja öðrum liðsinni. Og það var frá dögum þessarar styrjaldar sem fallstykkin voru flutt til Íslands og komið fyrir á örsmáu varðskipunum okkar. Þessar fallbyssur dugðu þó okkur alveg prýðilega þangað til hvergi í veröldinni fékkst skotfæri í þessar fornu byssur. Vonandi þurfa Íslendingar aldrei að þurfa að beita nokkru vopni gegn annarri þjóð enda er betra að hafa slík varhugaverð tól og tæki ekki fyrir framan óvita.
Við Íslendingar höfum yfirleitt átt mjög góð samskipti við breska valdsmenn. Þeir börðu þó niður eina innlenda kónginn sem hafði gert friðsamlega byltingu gegn dönskum yfirráðum. Fyrir Bretum vakti, að verslunarhagsmunir á Eystrasalti voru þeim verðmætari en að halda Íslandi og því vildu þeir viðhalda dönsku valdi yfir Íslandi. Við nutum góðra verslunartenglsa við Breta eftir að verslun var gefin frjáls 1854. Þá voru tekin upp vöruskipti þar sem við fluttum út fisk og landbúnaðarvörur einkum lifandi hesta og sauðfé. Hestarnir voru látnir erfiða í breskum kolanámum eftir að þeir höfðu verið augnstungnir. Sjaldan áttu þeir von á að komast lifandi úr þessum skelfilegu dimmu og skítugu námum enda voru þeir útjaskaðir af erfiði uns þeir duttu dauðir niður. Við íslendingar fengum einkum ýmsar þungavörur frá Bretum, iðnaðarvörur einkum járnvörur, kol og salt. T.d. fengum við bárujárn til húsbygginga upp úr 1860. Það varð eitt mikilvægasta byggingarefnið ásamt timbri og síðar sementi.
Nú er sú staða að samband Breta við Ísland hefur kólnað allhrikalega vegna alltof harkalegra aðgerða breska forsætisráðherrans fyrir nokkru. Íslendingar eiga inni afsökunarbeiðni hjá honum og bætur fyrir allt það mikla tjón sem hann hefur valdið. Gordon Brown er sennilega einn sá fljótfærnasti forsætisráðherra sögunnar sem lýsir yfir gjaldþroti heillrar þjóðar án þess að hafa kynnt sér málin almennilega.
Hvers eiga þeir að gjalda sem ekkert eiga með bankana að gera? Af hverju þurfa íslenskir námsmenn erlendis að gjalda fyrir að vera Íslendingar? Eldri sonur minn sem hafði fengið herbergi skammt frá háskólanum í Karlsruhe í Suður Þýskalandi var allt í einu úthýst af því að einhver sem var aðalleigjandi íbúðarinnar hafði brugðið sér til Englands í vikunni þegar þessi óskögp gengu yfir. Sonur minn varð að gjalda fyrir þjóðerni sitt: við getum ekki leigt Íslending og Ísland er gjaldþrota! Miklar umræður urðu og þær harðar. Strákur varð að fara öðru sinni af stað og finna sér annað herbergi í stað þess sem hann missti vegna þessara atvika. Hann fékk loksins eitt laust herbergi eftir að hafa farið bónveg en það kostar nær 100 evrum á mánuði meira en það sem hann hafði áður fengið. Svona getur þessi herferð Mister Gordons Brown á hendur Íslendingum reynst okkur Íslendingum dýrkeypt víða um heim.
Þá er mjög einkennilegt að friðsamir fiskútflytjendur fái ekki greiðslur sínar til skila. Allt er þetta gert með tilvísun í einhver bresk hermdarverkalög eins og sjálfsagt sé að beita þeim hvursdags. Ef til vill þessi lög séu vel samin og því góðra gjalda verð. En góðir embættismenn eru betri en góð lög. Á Bretlandi eru margir góðir embættismenn en auðvitað verða limirnir að dansa eftir höfðinu. Óhætt má segja að verri forsætisráðherra en Gordon Brown er vart unnt að hugsa sér með hliðsjón af þessu alvarlega axarskafti. Sjálfsagt er að vorkenna Bretum fyrir að sitja uppi með annan eins skussa og hann reynist vera.
Herferð Gordons Brown gegn Íslendingum er eins og hver annar vanhugsaður hrekkur. Hefði hann beint reiði sinni fyrst og fremst gegn íslenskum fjárglæframönnum þá hefði hann verið fyllilega í fullum rétti. En að láta heila þjóð gjalda fyrir vanhugsaðar fjárfestingar nokkurra manna, það er ekki réttlætanlegt.
Vonandi verður Gordon Brown látinn gjalda rækilega fyrir alvarleg afglöp sín.
Mosi
Ummæli FT borin til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og einn maður sagði á blogginu um daginn, seljum Rússunum allar eigur og skuldaeignir í Bretlandi (fáum örugglega betra verð og einnig er þetta væg borgun til baka til hans Brown vinar okkar) 8)
Doddi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 09:19
það er mjög skiljanlegt að enginn skuli vilja eiga viðskipti við Ísland.
Stjórnvöld á Íslandi eru rúin öllu trausti umheimsins.
Seðlabanki Íslands er stærsti brandarinn í fjármálaheiminum núna.
Skuldin sem Ísland þarf að greiða er 17000 milljarðar ISK eða 12 föld þjóðarframleiðsla.
Íslensku bankarnir notuðu innistæður sparifjáreigenda m.a. í Finnlandi og Bretlandi til að fjármagna afborganir af lánum sínum.
Allar lánalínur bankanna voru fyrir löngu lokaðar og þeir féllu í þá freistni að nota sparifé almennings í þessum löndum til að borga spilaskuldirnar.
Til að stöðva þessa starfsemi frystu Finnar allar yfirfærslur Kaupþings til Íslands mánudaginn
6 okt. Þetta var gert í kyrrþey. Frétt um þetta birtist fyrst í Hufvudstadsbladet 9 okt.
Sjá:
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php
Fimmtudaginn 9 okt var finnski forsætisráðherrann Matti Vanhanení heimsókn hjá Gordon Brown til viðræðna um bankamál.
sjá:
http://www.zimbio.com/pictures/5r_RqGZhvZI/Gordon+Brown+Holds+Talks+Finnish+Prime+Minster/tOYAtpThaZA
Aðgerðir Breta og Finna virðast vera af sama tilefni.
Í báðum tilfellum var verið að stöðva glæpastarfsemi.
Bretarnir brutu hurðina að bankanum en Finnar hringdu dyrabjöllunni.
Harkaleg viðbrögð Breta eru skiljanleg vegna viðtals við yfirmann fjármála Íslands þar sem hann
með pókerfés á smettinu segir að þeir (ræningjarnir) ætli bara að skila 5 % af þýfinu.
Þessi ummæli birtust á fjarritum kauphalla um allan heim.
Ummæli Gordon Brown um aö leiðtogar Íslands hafi svikið þegna sína er rétt.
Líklega verða einhverjir íslenskir fjármálamenn og stjórnmálamenn eftirlýstir af Interpol þegar fram líða stundir.
NB!
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php
Sjá texta undir mynd:
Finansinspektionen uppger att man redan på måndagen satte stopp för försök att flytta depositioner i finska Kaupthing till utlandet. Kaupthing berörs av den isländska statens depositionsskydd.
RagnarA (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 19:17
Góð útekt Guðjón. Afstaða okkar til Breta hefur verið barnaleg. Við héldum að við værum sérstakir vinir þessara herskáu villimanna. Villimenn er auðvitað það eina sem hægt er að nefna þjóð sem hefur farið ránshendi um alla Jörðina.
Það sem þú segir um Íslendsku hestana, að þeir hafi verið blindaðir í Bretlandi, er hryllingur sem ég hef ekki heyrt áður. Ekkert siðað fólk fer svona með skepnur.
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.10.2008 kl. 20:31
Svona var nú farið með hestana okkar. Fyrir rúmlega áratug kom út merk ljósmyndabók en Frank Ponzi hafði grafið upp í Bretlandi gamlar ljósmyndaplötur. Þessi bók: Ísland fyrri tíma er hrein gersemi. Þar er m.a. mynd af íslenskum hesti í breskri kolanámu. Þessi mynd er einstök því þetta er eina myndin sem vitað er um að hafi verið tekin. Bannað var vegna sprengihættu að taka myndir í þessum gömlu kolanámum og er ekki vitað með vissu hvort slíkt hafi orðið þegar blossinn reið af og myndin var tekin. Allavega hefur platan varðveists.
Mæli eindregið með að þú skoðir þessa bók en þar er m.a. einu ljósmyndirnar sem til eru af Mosfellskirkju í Mosfellsdal þeirri kirkju sem Innansveitarkrónika Halldórs Laxness greinir frá.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 17.10.2008 kl. 12:22
Ég fann fróðlega ritgerð um námu-hesta (Pit ponies), þar sem þess er getið að þeir hafi oft blindast af hruni í göngunum. Ekki er talað um að hestarnir hafi verið blindaðir viljandi. Þarna er sagt:
Hér er greinin: http://www.mirror.co.uk/news/top-stories/2006/11/04/the-last-pit-pony-94762-18043512/
Loftur Altice Þorsteinsson, 17.10.2008 kl. 13:07
Ástæðan fyrir því að hestar voru blindaðir var að gera þá vanari og óháðari myrkrinu. Um þessi mál hygg eg að hafi verið ítarlega fjallað í tímaritinu Dýraverndarinn á sínum tíma og ýms blöð tóku upp.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 17.10.2008 kl. 13:40
Það sem Bretarnir tala um sem "1911 Act", eru dýraverndunarlög sem sett voru árið 1911 (Protection of Animals Act 1911). Ég sé ekki að þar hafi verið fjallað sérstaklega um blindun námu-hesta, en fróðlegt væri að vita.
Loftur Altice Þorsteinsson, 17.10.2008 kl. 14:21
Hið íslenska þjóðvinafélag gaf út á árunum 1885-1916 tímarit sem nefndist Dýravinurinn. Tryggvi Gunnarsson (1835-1917) bankastjóri og þingmaður var mikill dýraverndarmaður og var ritstjóri þessa tímarits. Hann átti sinn þátt í að nokkur skáld rituðu mjög merkar sögur sem tengdust dýravernd: Dýrasögur Þorgils gjallands, Þorsteins Erlingssonar og Guðmundar Friðjónssonar (ævisaga Tryggva Gunnarssonar IV. bindi bls.509).
Dýraverndunarfélag Íslands hóf síðan tímaritaútgáfu sína 1915 sem það nefndi Dýraverndarinn og kemur sennilega enn út og ætti því að vera með elstu fagtímaritum íslenskum.
Þessi rit verður innan tíðar unnt að lesa á http://www.timarit.is en Landsbókasafnið hefur á undanförnum árum verið að opna aðgang á tölvutæku formi gegnum internetið að þesum mikla fræðasjóði sem bundinn er í rituðu máli.
Kveðja
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 19.10.2008 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.