Saga Íslands 2008 og 1808

Þó Gordon Brown sé með óvinsælli mönnum á Íslandi um þessar mundir þá eru viðbrögð hans að mörgu leyti skiljanleg. Okkar forystumenn í fjármálum geystust af stað án þess að hafa vaðið fyrir neðan sig. Varkárni er mikilvæg hvort sem er verið að aka bíl eða stjórna bankastarfsemi. Að reka banka erlendis kostar auk þess aukinnar aðgæslu og þar sem þess var ekki gætt þá fór sem fór.

Ólafur Ísleifsson hagfræðingur metur tjón hvers Íslendings á 10 milljónir. Fyrir vísitölufjölskylduna er um að ræða þokkalega íbúð. Þetta er gríðarlegt tjón.

Nú þarf að fá Breta til að létta á þessum hreðjatökum sem þeir hafa á fjármálum Íslendinga. Hvar eru allar þessar himinháu innistæður? Þær hljóta að liggja einhvers staðar.

Mikilsverðast er að fá greiðslur heim fyrir seldan fisk og aðrar vörur og þjónustu. Þessar greiðslur eru ekki í eigu hinna föllnu banka heldur einungis í vörslum þeirra. Við þurfum að hefja þegar eðlileg viðskipti við aðrar þjóðir og til þess þurfum við að endurheimta fjárforræði.

Þess má geta að 1808 var ríkiskassinn íslenski rændur af breskum víkingum. Átti sir Josep Banks meginþáttinn í að leysa þessi mál. Nú er spurningin hver skyldi eiga meiginþáttinn að þessu sinni meðal breskra ráðamanna að leysa þann hnút sem nú hefur verið bundinn?

Mosi


mbl.is Staða Brown styrkist mjög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband