14.10.2008 | 14:34
Eru þetta traustvekjandi vinnubrögð hr. Davíð Oddsson?
Því miður voru þeir sem stýrðu bankanum af þessari dæmalausu braskara kynslóð sem valdiðhafa gríðarlegu tjóni með ævintýramennsku. Aðferð þeirra var þessi: Fengið var lán í banka og keypt fyrir lánsféð hlutabréf sem aftur var veðsett fyrir öðru hærra láni. Þannig gekk þetta koll af kolli uns braskarinn hafði tugi, hundruði milljóna og jafnvel milljarða umleikis án þess að eiga nokkurn hlut sjálfur. Þessir menn smeygðu sér inn í stjórnir fjölmargra fyrirtækja með atkvæðamagni því sem gervihlutafé þeirra stóð að baki. Þessir karlar skrúfuðu upp bankakerfið þannig að tekin voru erlend skammtímalán á mjög lágum vöxtum t.d. frá Japan og endurlánuð á háum vöxtum til íbúða- og neyslulána á Íslandi, ekki aðeins til að kaupa stærri og betri íbúðir heldur einnig dýrindis jeppa og annan lúxusvarning. En á bak við öll þessi veð voru nær eingöngu hlutabréf í fyrirtækjum sem hríðfalla eins og snjóflóð niður bratta fjallshlíð. Engin verðmæti, haldbær veð né sjálfskuldaábyrgðir voru að baki þessum hrikalegu lánum. Ekkert, nákvæmlega ekkert kemur til baka. Bankakerfið hins vegar lagði okurvexti á þá sem voru að fá lán til kaupa á íðbúðahúsnæðis.
Til að bæta gráu ofan á svart var bindiskylda bankanna nánast strikuð út um það leyti sem Búnaðarbankinn og Landsbankinn voru einkavæddir. Það var eins og Sjálfstæðisflokkurinn teldi það vera þessum nýja braskarahóp til trafala að vera með svona hégóma. Eftirlit með bönkunum og fjármálum þeirra hefur einnig verið í skötulíki. Þess má geta, að Fjármálaeftirlitið birti 14.ágúst s.l. á heimasíðu sinni http://www.fme.is/ niðurstöðu um álagsprófun á þeim bönkum sem 6 vikum síðar eða um mánaðarmótin september-október eru komnir í þrot. Eru þetta traustvekjandi vinnubrögð hr. Davíð Oddsson?
Í rekstri fyrirtækis er ekki það mikilvægasta að sýna fram á skjótfenginn gróða sem er nokkrum mánuðum seinna gjörsamlega horfinn og margt meira umfram það. Fyrir eigendur fyrirtækja og þ. á m. íslensku bankanna er mikilvægt að vita nokkurn veginn hvernig fyrirtækið sé rekið næstu áratugina en ekki frá degi til dags.
Endurreisn Kaupþings er mikilvæg
Mjög æskilegt er að takist að finna hagkvæma leið að endurreisa Kaupþing banka. Hagsmunir okkar allra sem eru aðilar að þeim lífeyrissjóðum sem áttu umtalsverðan hlut í banka þessum eru umtalsverðir. Þeir fjármunir sem lagðir voru til kaupa á hlutabréfum eru beinharðir peningar rétt eins okkar sem vörðu sparifé okkar einnig að kaupa örfá hlutabréf og að eignast hlut í bankanum á undanförnum misserum og jafnvel áratugum.
Einnig er mikilvægt að þeir braskarar sem valdið hafa okkur svo miklum erfiðleikum, komi ekki að þessu endurreisnarstarfi. Rannsaka þarf þátt þeirra í hverju hugsanleg efnahagsbrot þeirra er fólgin m.a. hvernig þeir hafa komist upp með afla sér mjög mikils umtalsverðs fjár með vísvitandi blekkingum og hvernig þeir hafa arðrænt starfsemina sem þeim hefur verið treyst fyrir.
Mosi
Vill lífeyrissjóði í Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.