Niður með forsætisráðherra Breta!

Ætla bresk stjórnvöld að leysa flest sín vandamál alfarið á kostnað Íslendinga? 

Þessi óvenjuhraða atburðarás vekur upp fjölda spurninga. Hér er einungis örfáar:

Hafa bresk yfirvöld hvatt bresk félög, fyrirtæki og sveitarfélög að leggja inn á þessa umdeildu reikninga í útibúum Landsbankans í Bretlandi vitandi um það að Íslendingar væru svo grunnhyggnir að undanskilja eða takmarka ábyrgð á reikningum þessum? Ljóst er að einungis innlánsreikningar einstaklinga eru tryggðir að vissu marki í Bretlandi skv. reglum þaraðlútandi.

Þessar aðgerðir stjórnar Gordons Brown eru greinilega því marki brenndar að vera eins og hver önnur kosningabomba í tilefni aðdraganda næstu kosninga í Bretlandi. Ríkisstjórn Gordons Browns og Verkamannflokksins er talin vera mjög veik um þessar mundir.

Gordon Brown gróf skjótlega undan Kaupþing bankanum sem þó virtist hafa alla möguleika að standast þessa miklu áraun. Engin önnur atvik sérstaklega grófu undan bankanum og hann hafði fengið aukið björgunarfé með góðum baktryggingum. Að stærsti og að því virðist best rekni banki Íslendinga féll því einnig, verður að teljast hafa verið viljaverk þessa voðalega forsætisráðherra. Og þá hefur þessi sami forsætisráðherra fullyrt að Íslendingar sem þjóð sé gjaldþrota!

Þvílíkt og annað eins þvaður úr munni bresks forsætisráðherra.

Íslendingar eiga alls ekki að gefa spönn eftir en nauðsynlegt og sanngjarnt verður krafist af okkur sem smáþjóð. Af hverju eigum við að þurfa að gjalda Bretum af sparifé okkar og væntanlegum lífeyrissjóðsgreiðslum? Ljóst er að íslenskir lífeyrirssjóðir voru meðal stærstu hluthafa Kaupþings banka og tap okkar er mjög mikið.

Nú virðist sem allt þetta sé tapað: hlutafé, lífeyrirgreiðslur og jafnvel sparifé. Allt vegna upphlaups bresks forsætisráðherra sem hlaupið hefur með skap sitt í gönur.

Fyrir 2.350 árum var mikið heimsundur austur í Persaríki þar sem nú er í Tyrklands ekki langt frá Ankara. Það var gríðarmikill rembihnútur sem margir höfðu kappkostað að hnýta og aðrir að leysa. Sú sögn fylgdi að þeim sem tækist að leysa hnút þennan myndi öðlast vald á gjörvallri heimsbyggðinni.

Þegar Alexander konungssonur í Makedóíu átti leið þar um, hóf hann sverð sitt á loft og hjó hnútinn í sundur með einu höggi. Kvað hann einu gilda hvernig hnúturinn í Gordoníu yrði leystur. Gekk þetta eftir og varð Alexander sennilega sá fyrsti þjóhöfðingi sem hafði nánast alla heimsbyggðina undir stjórn sinni.

Gordonshnúturinn

Hvernig þessi nýi rembihnútur sem gjarnan má kenna við Gordon Brown verði leystur, skal ekki fullyrt á þessari stundu. Við Íslendingar eigum í öllu falli að mótmæla kröftuglega þeim lögleysum sem þessi maður hefur leyft sér að hafa í frammi gagnvart okkur sem þjóð að undanförnu. Hann hefur ranglega núið starfsemi Landsabankans og fleiri aðila íslenskra við hermdarverk þó engin tenging sé við slíka starfsemi né komið fram sem réttlætir svo virk lögregluúrræði. Breskir lögmenn hafa margir hverjir fullkomnar efasemdir um að yfirvöldum sé heimilt að tengja saman atvik sem þessi og beita lögum þar sem hætta á hermdarverkum kann að vera fyrir hendi. Alla vega telja þessir lögmenn ekki útilokað að þessum hermdarverkalögum verði jafnvel beitt oftar í Bretlandi af minna tilefni og þá kann að vera stutt í lögregluríkið og einræðið.

Kannski ætti að biðja fyrir þessum aumkunarverða manni sem svo augljóslega hefur valdið okkur Íslendingum meira tjóni á örskotsstundu en allur breski flotinn í öllum þorskastríðunum og jafnvel Heimsstyrjöldinni miklu - til samans.

Mosi


mbl.is Heitir sparifjáreigendum aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband