12.10.2008 | 00:33
Afglöp mr. Gordon Browns
Sem núverandi hluthafi í Glitni og Kaupþingi og fyrrum hluthafa í Landsbanka þá fagnar Mosi þessari yfirlýsingu Geirs Haarde. Hins vegar kemur hún eiginlega of seint. Gordon Brown hefur því miður áorkað að kjafta niður Kaupþing bankann niður í gjaldþrot sem þó var talinn vera líklegur til að standast þessa erfiðu raun. Fyrir Gordon Brown virtist allt vera jafnt: hagsmunir hans og væntanlegra kjósenda hans og gegn íslenskum hagsmunum.
Þegar menn bíta í súra eplið án þess að hika eins og mr. Gordon Brown nú á dögunum, þá ber þeim að gjalda allra þeirra afglapa sem því kann að fylgja. Hagsmunir Breta virðast hafa vera langtum meiri gagnvart íslensku bönkunum en breskir bankar geta tryggt sömu aðilum. Spurning er hvort bresk yfirvöld hafi ráðlagt aðilum sem ekki áttu rétt á tryggingu á innistæðum á borð við sveitarfélög, félagagasamtök og fyrirtækjum að beina viðskiptum sínum til íslensku bankanna af því að þeir höfðu ekki fyrirvara á takmörkun ábyrgð á innistæðum gangvart þessum sömu aðilum? Ljóst er að einungis innistæður einstaklinga að 21 þús. sterlingspundum eru tryggðar í breskum bönkum.
Hafi bresk stjórnvöld haft frumkvæði að því að beina ávöxtun þessara aðila að íslensku bönkunum í Bretlandi með þessum ásetningi og síðan knúið þessa sömu íslensku banka í þrot til þess að íslenskir skattgreiðendur þyrftu að bera ábyrgð á innistæðum sem breskir bankar eru undanþegnir, þá er um að ræða óbeina stríðsyfirlýsingu gagnvart okkur öllum sem búum á Íslandi og erum skattgreiðendur hér.
Hafi mr. Gordon Brown hlaupið á sig með óskiljanlegri og skammsýnni uppákomu að bendla starfsemi íslenskra banka við hryðjuverkastarfsemi, þá er óskandi að hann gjaldi fyrir slík afglöp og fái ærlega ráðningu í væntanlegum kosningum í Bretlandi, öðrum áþekkum skálkum til alvarlegrar áminningar!
Mér ofbýður þessar yfirlýsingar mr. Brown og áskil mér sem aðrir hluthafar ærlegs banka á Íslandi fyllsta réttar að beina kröfum gegn breskum yfirvöldum um hæðstu skaðabætur vegna þeirrar lögleysu sem hér hefur verið höfð í frammi!
Mosi
Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heidi Strand, 12.10.2008 kl. 01:19
Mikið er þetta satt og rétt. Hann fór hamförum karlrassgatið og á auðvitað að draga hann til ábyrgðar vegna orðum sínna og gjörða.
Kveðjur og heilsanir.
Rúna Guðfinnsdóttir, 12.10.2008 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.