Heim frá miklu ferðalagi

Þá er Mosi loksins kominn heim til sín með milliendingu í Skorradal til að hvíla lúin bein. Þetta var virkilega krefjandi og erfitt ferðalag vegna tímamunarins mikla. Einn sólarhringurinn var í raun aðeins 15 tímar (24-9) og annar 33 (24+9). Þá voru ferðalögin á Kamtsjatka en ferðast var í gömlum rútubílum vel á annað þúsund kílómetra mest á mjög slæmum vegum, virkilega eitthvað sem minnti á Ísland, íslensku hálendisvegina yfir Kjöl, Sprengisand og Fjallabak.

Lengst var farið að fjallaþorpi í 530 km frá höfuðstaðnum Petrapovlosk. Þar búa hátt í 2.000 manns og margir afkomendur frumbyggja. Þar er safn þar sem sjá má daglegt líf frumbyggja í austur Síberíu. Á sumrin flakkaði fólkið með hjörðinni og dvaldi í tjöldum. En á veturna var föst búseta. Húsin minna nokkuð á igolo samanna á Grænlandi en allt byggt úr timbri sem nóg er af. Langur gangur þar sem fólk fór inn og út meðan snjólétt var og annar út um þakstrýtuna. Þangað er um 5-6 metra langur stigi sem er reyndar stór og mikill trjábolur sem rimar og þrep hafa verið höggvin í. Dyraumbúnaður er allur mjög hugvitsamlega gerður til að halda húsinu sem best þéttu.

Þetta þorp, Ecco, er nokkurn veginn í miðju eins af hinum miklu þjóðgörðum sem prýða Kamtsjatka. Þessi þjóðgarður er yfir eina milljón hektara og er n.k. á stærð við nýstofnaðan Vatnajökulsþjóðgarð. Í þjóðgarði þessum eru virk eldfjöll og gjósandi hverir. Þar verður aðeins farið um fótgangandi eða í þyrlum.

Þessi stutta lýsing verður að duga í bili. Nú bíður mín umtalsverð vinna að hlaða inn um þúsund myndum og myndskeiðum frá þessari ferð ásamt því að færa frásögn ferðarinnar í dagbókarformi á tölvutækt form.

Bestu kveðjur

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Velkominn heim ferðagarpur. Það verður sannarlega gaman að sjá myndir frá þessari ferð.  Gangi þér vel að vinna úr öllum ferðagögnunum.

Kveðjur og heilsanir.

Rúna Guðfinnsdóttir, 29.9.2008 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband