Erfiðleikar og öryggisleysið

Í þann mund þegar fyrri borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins klúðraði REI málinu, var gengið á Atorku 11.4 og hafði hækkað nokkuð undanfarna mánuði. Eftir þetta kostulega klúður fyrir ári, hefur gengið í Atorku hrapað niður fyrir 5.

Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að réttlæta þessar geigvænlegu breytingar? Ljóst er, að efnahagsstjórnun landsins hefði mátt hafa verið mun betri og traustari á undanförnum árum. Tiltrú launamanna á Sjálfstæðisflokknum er lítil sem engin. Nú standa fjármagnseigendur frammi fyrir því hvort rétt sé að treysta þessum stjórnmálaflokki stundinni lengur og hvort ekki sé rétt að gefa gaum þeim íslensku stjórnmálamönnum sem sýnt hafa varkárni og viljað fara ekki jafn geyst í stóriðju og virkjanir.

Stígandi lukka er ætíð best. Núna horfum við upp á meiri sveiflur í efnahagsmálunum en verið hafa á undanförnum áratugum. Nú ríkir algjör stöðnum á flestum sviðum og ef varanlegt atvinnuleysi fer að stinga sér niður, þá er voðinn mikill.

Sjálfstæðisflokkurinn ber ásamt Framsóknarflokknum meginábyrgð á hvernig komið er. Kárahnjúkavirkjunin reyndist vera dýrasti kosningavíxill sem út hefur verið gefinn, ekki aðeins á Íslandi heldur einnig jafnvel norðan Alpafjalla. Eftir er að greiða lokareikninginn frá Impregíló og sennilega verður hann umtalsvert hærri en upphaflegt tilboð sem var grunsamlega lágt. Á þetta hefur margsinnis verið minnst en Framsóknarmenn og Sjálfstæðisflokkurinn gaf lítið fyrir nokkur varnaðarorð.

Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur brugðist gjörsamlega þeim væntingum sem hluthafar fyrirtækja eins og á borð við Atorku hafa haft á undanförnum misserum. Þeir hafa í góðri trú talið sig vera að ávaxta sparifé sitt á sem hagkvæmastan og öruggastan hátt. Efnahagssveiflur undanfarinna ára eru vegna ofvaxtar í hagkerfi heimsins, einkum Bandaríkjunum. Þar hefur verið allt of mikil þensla sem hér á landi eins og stendur. Nú er komið að skuldadögunum. Eftir allt góðæri undanfarinna ára standa kornhlöðurnar bókstaflega galtómar!

Nú virðist eins og lausafjárstaða Atorku sé ekki nógu góð um þessar mundir. Stjórnendur fyrirtækisins hafa tekið þá ákvörðun að hyggilegra væri að afhenda Glitni banka stóran hlut í fyrirtækinu fremur en að taka ný lán á allt of háum vöxtum. Þetta er skynsamleg ákvörðun og betra í stöðunni eftir því sem venjulegur smáhluthafi í fyrirtækinu hefur tök á að kynna sér.

Við litlu hluthafarnir erum uggandi um okkar hag enda er sparifé okkar í húfi. Hvort búast megi við viðsnúningi eftir erfitt ár, skal ósagt látið. En óskandi er að „Eyjólfur hressist“.

Mosi

 


mbl.is Glitnir eignast tæp 9% í Atorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Litlir hluthafar og sparifjáreigendur hafa verið rænt um stóran hlut þess sem var lagt til hliðar fyrir efri árin. Og svo má búast við að þetta rán heldur áfram þegar maður kemur á eftirlaun. Við sjáum hvernig er farið með gamla fólkið og þeirra ellilífeyrin. Við sjáum alla tvísköttun og skerðingar. Ekki hreyfir núverandi landsstjórn sig mikið til að breyta þetta ófremdarástand.

Úrsúla Jünemann, 9.9.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 243410

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband