Alvarleg aðvörun - endurheimtum forna birkiskóga!

Fyllsta ástæða er til að vera á varðbergi gagnvart vaxandi mengun vegna brennisteinsvetnis. Eins og kemur augljóslega fram í viðtalinu við Sigurð H. Magnússon, gróðurvistfræðing hjá Náttúrufræðistofnun, þá þarf að huga betur að þessum málum.

Mosinn er lágplanta sem ekki hefur rætur. Hann verður hins vegar gamall, kannski nokkur hundruð ára gamall og tekur næringu til sín fyrst og fremst gegnum andrúmsloftið. Þegar hann deyr, þá lítur landið út sem sviðin jörð.

Sigurður hjá Náttúrufræðistofnun bendir réttilega á, að æðri plöntur, háplönturnar, eigi greiða leið að breiðast út. Mosinn gefur þeim næringu og safnar vatnsforða sem svampur. Undirritaður hefur bæði í ræðu og riti hvatt eindregið til að safna birkifræi og dreifa um Svínahraun og Hellisheiði. Með því væri verið að bæta úr því ástandi sem nú er. Við skulum minnast þess, að nú þekur birkiskógur einungis rúmlega 1%af yfirborði landsins. Þegar landið byggðist er talið að alla vega þriðjungur landsins hafi verið þakið birkiskógi og jafnvelhelmingur þess. Um þetta eru deildar meiningar en eitt er víst, að birkið á nýta sem mest til landbóta og gera gróðurinn sem fjölbreytilegastan, einnig á heiðum og fjallshlíðum þar sem það prýðir landið.

Endurheimtum sem mest fornu birkiskógana. Söfnum og dreifum birkifræi um Svínahraun og Hellisheiði.

Mosi

 

 


mbl.is Gróður drepst vegna mengunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landnámsmennirnir fóru greinilega ekki í nógu ítarlegt umhverfismat. Afleiðingin er gríðarleg eyðing birkiskóga.

Ragnar (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 243410

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband