Baráttukveðjur!

Mig langar til að senda ljósmæðrum mínar bestu baráttukveðjur fyrir réttmætum og eðlilegum kröfum í kjarabaráttu þeirra.

Við skulum hafa hugfast að ríkisstjórnin sem málið varðar, ákvað að veita 1.500 milljónum til að mæta kostnaði við óskiljanlegt flug herflugvéla á vegum Nató um íslenska lofthelgi. Einnig var varið 200 milljónum til siðlausra hergagnaflutninga á vegum sömu aðila.

Á sama tíma þykir sjálfsagt af ríkisstjórninni að gefa þeim langt nef sem eiga enn sárt um að binda og voru beittir mjög alvarlegu misrétti. Er þar átt við þá sem tengdust Breiðuvík á sínum tíma.

Stjórnvöld VERÐA að breyta um stefnu ef þau ætla sér ekki að tapa gjörsamlega áttum í því nútímasamfélagi sem við þó lifum í.Samfélagsleg ábyrgð er eitt það mikilvægasta sem stjórnmálamenn ÆTTU að taka mark á!

Ljósmæður: Haldið áfram kjarabaráttu ykkar! Þið eigið allt gott skilið fyrir ykkar óeigingjarna starf í samfélaginu okkar! Við fylgjumst gjörla með á hliðarlínunni og viljum veita ykkur allan þann stuðning sem þið eigið inni hjá þjóðinni þó ráðamenn átti sig ekki á því!

Mosi


mbl.is Mikið álag á starfsfólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Heyr...Guðjón...heyr.

Rúna Guðfinnsdóttir, 5.9.2008 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband