Erfið ákvörðun

Sennilega er þessi ákvörðun sú eina rétta eins og staðan er í dag. Ýmsir hafa bent réttilega á, að þetta fum forseta Georgíu er feigðarflan og ekki er rétt af Natóríkjum að taka undir það. Suður-Ossetía er með Norður-Ossetíu nær tengdari Rússlandi en Georgíu.

Í Fréttablaðinu í síðustu viku birtust tvær góðar greinar um þessi málefni. Önnur var þýdd grein eftir mikilmennið Michael Gorbatsjov sem sennilega er einn reyndasti og virtasti núlifandi stjórnvitringur um málefni Austur Evrópu. Hins vegar grein eftir hagfræðinginn Björgvin Guðmundsson sem bendir réttilega á að hagfræðilegar forsendur Georgíu til að fara í stríðsátök eru mjög veikar.

Þá ritaði Árni Þór Sigurðsson þingmaður mjög góða grein um þessi mál í Morgunblaðinu fyrir nokkrum vikum þar sem hann dregur fram söguna sem er vægast sagt ansi blóðug og skrautleg á þessum slóðum og núverandi valdhöfum í Georgíu ekki til framdráttar.

Natóríkin eiga ekki að taka þátt í að kynda undir þessar deilur. Núverandi forseti Georgíu er æsingamaður og ætti að taka með mikilli varúð. Hann æsir upp lýðinn og tekur stórt upp í sig og líkir andstæðingum sínum við ein mestu úrhrök 20. aldar á pólitíska sviðinu.

Að Flugleiðir hafi tekið þátt í vopnaflutningum þangað austur á vegum bandarískra aðila er okkur ekki til framdráttar og síst af öllu traustvekjandi sem hlutlauss aðila sem óskar eftir setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Flugleiðir eru með þessu að taka óþarfa áhættu enda vitum við ekki hvar öfgahópar kunni að bera næst niður en víst er að hermdarverkamenn eru ekki hugdjarfari en að ráðast gjarnan á garðinn þar sem hann er lægstur.

Við eigum að stuðla að friðsamlegri sambúð þjóða en ekki hlaupa með þeim sem vilja meira blóð og hatur í veröldinni. Nóg er af því fyrir!

Mosi


mbl.is Rússar viðurkenna sjálfstæði Suður-Ossetíu og Abkhaziu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þessu alveg!!!!Við eigum ekki að hafa af þessu afskipti,en skoðanir höfum við öll/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.8.2008 kl. 14:37

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Ég held að þetta Ossetíumál geti verið býsna lærdómsríkt ef rýnt er í það. Málið snýst í grunninn um smáþjóðir sem vilja fá sjálfstæði frá stærri þjóð sem hefur komið illa fram við þær, þ.e.a.s. Georgíu, enda tengdari Rússum en Georgíumönnum eins og þú segir. Fljótt á litið sýnist mér einboðið að við styðjum þessar sjálfstæðiskröfur, rétt eins og kröfuna um sjálfstæði Kosovo, nú eða jafnvel Tíbets eða Færeyja. Það er eðlilegt að við séum í liði með þessum fámennu þjóðum. Hitt er svo annað, að Rússarnir virðast hafa rekið sig ansi harkalega - og ekki óvart - utan í Georgíumenn þegar þeir komu smáþjóðunum til hjálpar. Þetta er auðvitað ekkert einfalt dæmi!

Stefán Gíslason, 27.8.2008 kl. 11:26

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þó eg sé ekki alltaf sammála þeim Kremlverjum þá finnst mér þessi vandræði með Georgíu vera þess eðlis að betra væri fyrir Vesturlönd að halda sér frá þessari deilu og ekki styggja Rússa meir en nauðsyn ber. Núverandi forseti Georgíu er ekki allur þar sem hann er séður og hefur átt vægast sagt mjög skrautlegan feril að baki sem umdeildur múgæsingamaður. Ætla Vesturlönd virkilega að láta draga sig á asnaeyrunum í þessu máli án þess að yfirvega allar hugsanlegar afleiðingar geta orðið vegna óheppilegs stuðnings við stjórnmálamann sem er líklegur til að baka enn fleiri vandræði?

Þessar greinar sem eg vísaði á í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu ættu sem flestir að lesa og kynna sér. Greinahöfundar eru: Michael Gorbatsjov, Björgvin Guðmundsson og Árni Þór Sigurðsson. Greinar þessara manna eu ritaðar án nokkurs æsings en lýsa fremur því ástandi sem þarna ríkir og það á nærgætinn hátt.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.8.2008 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband