Forgangsverkefni íhaldsins í Reykjavík

Eitt af fyrstu verkefnum hins nýja borgarstjóra í Reykjavík er að ákveða einkavæðingu á almenningssamgöngum. Í Morgunblaðinu s.l. sunnudag, 24.8.  birtst lítillátleg auglýsing aftast í auglýsingakálfi blaðsins um einkavæðingu þessa. Vísað er til nánari upplýsinga á heimasíðu Reykjavíkurborgar: http://www.reykjavik.is/utbod

Þegar flett er upp á þessari heimasíðu þá birtist eftirfarandi:

 

22.08.2008

Akstur fyrir Strætó bs. EES útboð

F.h. Strætó bs. er óskað tilboða í akstur byggðasamlagsins Strætó bs.

Óskað er eftir tilboðum í akstur strætisvagna á 19 leiðum byggðasamlagsins Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu og til Akraness á árunum 2010 – 2017. Akstur samkvæmt verkskilmálum hefst 1. janúar 2010.
Verkinu er skipt upp í 4 verkhluta og verður að hámarki samið um 3 verkhluta við einn og sama verktaka. Áætlað er að til alls verksins þurfi 46 strætisvagna af mismunandi stærðum, auk varavagna.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Útboðsgögn verða seld á geisladiski á kr. 15.000, frá og með mánudeginum 25. ágúst 2008 í síma- og upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík.

Kynningarfundur verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 11. september 2008 kl. 14:00.

Um er að ræða 2ja umslaga kerfi:
Móttaka tæknilegra upplýsinga og verðtilboða er: 14. nóvember 2008 kl. 10:00, í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Tilkynning um hæfi bjóðenda og opnun verðtilboða er: 1. desember 2008 kl. 10:00, í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Þetta verður að meta sem mjög kléna upplýsingamiðlun. Engar upplýsingar koma þarna fram sem beinlínis varðar notendur almenningsvagna, hverjar leiðir fyrirhugað sé að einkavæða og hverjar ekki. Okkur sem nýtum okkur almenningsvagna er sem sagt ekki ætlað að skipta okkur af þessum málum. Sá sem vill fá nánari upplýsingar verður að reiða fram 15.000 krónur sem sennilega eru ekki afturkræfar. Nú er þetta útboð á evrópska efnahagssvæðinu. Kannski að sá sem auglýsir fyrir Reykjavíkurborg verði að almennu athlægi í Evrópu, þetta hlýtur að vekja athygli og undur að ekkiverði meira sagt.

Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu er þjónusta í þágu allra sem komast þurfa á milli á sem hagkvæmastan og fyrirhafnarminnstan hátt. Þær eru ekki einkamál Sjálfstæðisflokksins þó svo að flokkur þessi telji Strætó vera flokknum svo mikilvægt að stjórn Strætó skipa 5 áhangendur Sjálfstæðisflokksins af 7. Telst þetta vera eðlilegt ástand? Skyldi nokkur þessara 5 fulltrúa Sjálfstæðisflokksins nokkru sinni hafa stigið upp í strætisvagn? Viðhorf Sjálfstæðisflokksins til Strætó hefur alemmntt verið bundin því að Strætó sé fyrir börn og gamalmenni ogeinu sinni lét einn Heimdellingurfrá sér fara að Strætó væri aðeins fyrir „aumingja“ - orð sem er gjörsamlega óskiljanlegt í nútíma samfélagi.

Sem  neytandi Strætisvagnaþjónustu en ekki kjósandi Sjálfstæðisflokksins finnst mér þetta vera fyrir neðan allar hellur. Góðar almenningssamgöngur draga úr þörfinni á einkabílnum, bílastæðum og mjög dýrum sem umfangsmiklum umferðarmannvirkjum. Landnýting er af þessum ástæðum mjög slæm og á þetta gegndarlausa dekur Sjálfstæðisflokksins við einkabílnum stóran þátt í því. Rekstur strætisvagna mætti bæta stórlega t.d. færa gatnagerðar- og viðgerðarkostnað gatna til reksturs Strætó öllum að gagni. Draga mætti verulega úr nagladekkjanotkun sem er eiginlega gjörsamlega óþörf í Reykjavík. Reka mætti strætisvagnana hátt í hálft árið ef draga mætti verulega úr malbikunarþörfinni. Bjóða mætti fleirum en framhaldsskólanemendum vildarkjör en sjálfsagt ekki alveg frítt sem er alltaf umdeilt. Fyrirtæki og stofnanir bera oft töluverðan kostnað af bílastæðum og rekstri bíla sem auðveldlega mætti nýta betur til að byggja upp gott almenningsvagnakerfi.

Sjálfstæðisflokkurinn vinnur að því ljóst og leynt að halda völdum í Reykjavík með öllum þeim tiltæku ráðum sem flokkur þessi telur sig hafa tök á.

Um þessi mál þarf að hefja góða umræðu og hvernig megi stuðla að betri umhverfisvitund meðal höfuðborgarbúa.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband