Villandi fyrirsögn

Fyrirsögn fréttar er ekki í samræmi við efni hennar.

Þar sem Mosi er mjög spenntur fyrir orkumálum og þá sérstaklega fyrir íslensku útrásinni þá vænti eg þess að eitthvað væri bitastætt í fréttinni: „Guðni sannkallaður hvalreki“. Fréttin hins vegar fjallar eingöngu um deilu sem varð vegna ráðningar Össurar á einum umsækjanda um starf forstöðumanns Orkustofnunar. Hvalreikinn er því enn ekki til frásagnar, ekkert reynist vera bitastætt í fréttinni.

Það gildir einu hver sé ráðinn í starf forstöðumanns. Venjulega er sá ráðinn sem hefur reynslu og þekkingu að reka stofnun. Viðkomandi þarf eiginlega ekkiað vera sérfræðingur á einhverju þröngu sviði eins og t.d. vatnamælingum en vita minna um aðra þætti sem mikilvægir eru innan stofnunarinnar.

Mosi varð því fyrir verulegum vonbrigðum með þessa frásögn úr bloggheimum Össurar. Alla vega hefði verið betur farið að segja fréttina eins og hún er en ekki bæta e-u öðru við.

Við verðum því að doka um stund eftir hvalrekanum, hvort sem frétt um hann birtist okkur að nóttu eða degi.

Mosi 


mbl.is Össur: Guðni sannkallaður hvalreki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem réð hér var að Guðni er gamall kratavinur Össurar og það eitt er þykkara en blóð.  Sem sagt, pólitísk ráðning. 

Solla getur því fyrirgefið mági sínum fyrir að hafa ekki ráðið konu í starfið, en það er einstefna Sollu að ráða einungis konur í mikilvæg embætti og háar stöður.

Austuríhaldið (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband