Skelfilegar fréttir

Ljóst er að stöðva verður Bush bandaríkjaforseta við að koma upp kjarnorkuvopnum í Póllandi og Litháen. Norðurlöndin og Þýskaland verða að leggjast á eitt enda er mikið í mun að koma í veg fyrir þá uggvænlegu þróun sem leiðir af kjarnorku og öðrum varhugaverðum vopnum. Eitt lítið slys eins og gerst hefur víða um heim, t.d. við Thule herstöðina á Norður Grænlandi ætti að verða öflug aðvörun.

Ef Rússar hervæðast kann það aftur að vekja ugg meðal Bush og þeirra hernaðarhyggjumanna sem ráða í Bandaríkjunum. 

Um þessi hernaðarmál verður að komast að samkomulagi. Ljóst er að hernaðarmáttur hinna ýmsu ríkja er slíkur að enginn græðir á styrjöld en allir tapa. Rétt er að kanna hvort ekki sé grundvöllur fyrir nýjum SALT samningum milli Rússa og Nató. Rússum er mikið í mun að komast hjá rándýrum hernaðarumsvifum enda á mörkunum að Rússar brauðfæði sjálfa sig.

Mosi 


mbl.is Kjarnorkuvopn við Eystrasalt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála að USA er að neyða Rússa úti vígbúnaðarkapphlaup á nýjan leik. Fáranlegt hjá Bush að setja upp eldflaugakerfi við landamærin Rússlands, hvaða bjáni sem er sér að Rússar eru neyddir til að svara.

Því fyrr sem olíuklikan fer frá völdum, því betra fyrir alla heimsbyggðina. Þessi skríll er búin að eyðileggja alla friðarþróun síðustu ára með græðgi og yfirgang þar sem þetta lið hefur ekkert með það að gera.

Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 12:52

2 identicon

Hvaðan hefurðu það að verið sé að koma upp kjarnorkuvopnum í Póllandi eða Litháen?

Í Póllandi er ætlað að setja upp loftvarnareldflaugar ekki kjarnorkuvopn.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 14:22

3 Smámynd: Nonni

Ég er ekki sammála að allir tapi á stríði, því þeir sem framleiða vopnin græða þó svo að allir aðrir tapa.

Nonni, 18.8.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband