Hvar byrjar... hvar endar...?

Einhverju sinni á ofanverðri 19. öld kom bóndi einn ríðandi til Reykjavíkur. Hann reið fram hjá ýmsum bæjum og kotum á leið sinni vestur frá Elliðaánum og áleiðis í bæinn eftir holtinu þar sem nú er Bústaðavegur. Þegar hann mætir manni nokkrum verður honum að orði: „Hvar byrjar Reykjavík og hvar endar hún eiginlega?“ Sá sem var fyrir svörum var Jónas Máni sem einna þekktastur var fyrir að ganga um með heljarmikla trumbu til að auglýsa uppboð á vegum bæjarfógeta. Hann var skáldmæltur, orkti undir dulnefninu Plausor og þótti mjög orðheppinn. Máni svarði um hæl: „Reykjavík byrjar í Bráðræði og endar í Ráðaleysu“. Varð þetta lengi að orðtaki síðan.

Bráðræði var vestast í bænum þar skammt frá sem voru Selsbæirnir. Er þar nú Framnesvegur og Holtsvegur. Ráðaleysi var hús nokkurt nefnt sem reist var norðanlega í Skólavörðuholti innan um endalaust stórgrýtið og þótti það fremur slæmt val fyrir að byggja sér bæ og fékk hann fljótlega  uppnefnið Ráðleysa. Hús það mun enn standa og er við Grettisgötu skammt vestan við Frakkastíg.

Spurning er hvort þessi nýjustu tíðindi um bráðlæti tengdu valdabrölti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík endi ekki í ráðleysu rétt eins og fyrri uppákomur á þeim bæ. Sjálfstæðisflokkurinn á að sýna af sér betri hlið en að standa í aðalhlutverki í þessum stanslausu leiksýningum sem engu skila. Leikendur eru greinilega ekki alltaf með allt á hreinu hvaða hlutverk þeim beri að leika næst. Einn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er í þann mund að bregða sér til útlanda í hraðnám, kannski til að læra að verða borgarstjóri í Reykjavík!

Allar þessar uppákomur eru ekki til að efla traust venjulegs fólks á Sjálfstæðisflokknum. Greinilegt er að valdagleðin er að flokkurinn gengur fram af ætternisstapanum áður en langt um líður. Kannski það væri ekki það versta sem komið gæti fyrir en einhvern tíma verðu komið nóg af því góða. Við þurfum betri borgarstjórn í Reykjavík en þá sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur upp á að bjóða.

Takk fyrir!

Mosi 

 

 


mbl.is Fjórir borgarstjórar á launum á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband