14.8.2008 | 18:44
Hvar byrjar... hvar endar...?
Einhverju sinni á ofanverðri 19. öld kom bóndi einn ríðandi til Reykjavíkur. Hann reið fram hjá ýmsum bæjum og kotum á leið sinni vestur frá Elliðaánum og áleiðis í bæinn eftir holtinu þar sem nú er Bústaðavegur. Þegar hann mætir manni nokkrum verður honum að orði: Hvar byrjar Reykjavík og hvar endar hún eiginlega? Sá sem var fyrir svörum var Jónas Máni sem einna þekktastur var fyrir að ganga um með heljarmikla trumbu til að auglýsa uppboð á vegum bæjarfógeta. Hann var skáldmæltur, orkti undir dulnefninu Plausor og þótti mjög orðheppinn. Máni svarði um hæl: Reykjavík byrjar í Bráðræði og endar í Ráðaleysu. Varð þetta lengi að orðtaki síðan.
Bráðræði var vestast í bænum þar skammt frá sem voru Selsbæirnir. Er þar nú Framnesvegur og Holtsvegur. Ráðaleysi var hús nokkurt nefnt sem reist var norðanlega í Skólavörðuholti innan um endalaust stórgrýtið og þótti það fremur slæmt val fyrir að byggja sér bæ og fékk hann fljótlega uppnefnið Ráðleysa. Hús það mun enn standa og er við Grettisgötu skammt vestan við Frakkastíg.
Spurning er hvort þessi nýjustu tíðindi um bráðlæti tengdu valdabrölti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík endi ekki í ráðleysu rétt eins og fyrri uppákomur á þeim bæ. Sjálfstæðisflokkurinn á að sýna af sér betri hlið en að standa í aðalhlutverki í þessum stanslausu leiksýningum sem engu skila. Leikendur eru greinilega ekki alltaf með allt á hreinu hvaða hlutverk þeim beri að leika næst. Einn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er í þann mund að bregða sér til útlanda í hraðnám, kannski til að læra að verða borgarstjóri í Reykjavík!
Allar þessar uppákomur eru ekki til að efla traust venjulegs fólks á Sjálfstæðisflokknum. Greinilegt er að valdagleðin er að flokkurinn gengur fram af ætternisstapanum áður en langt um líður. Kannski það væri ekki það versta sem komið gæti fyrir en einhvern tíma verðu komið nóg af því góða. Við þurfum betri borgarstjórn í Reykjavík en þá sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur upp á að bjóða.
Takk fyrir!
Mosi
Fjórir borgarstjórar á launum á árinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.