Eflum almenningssamgöngur

Óvíða er jafnléleg landnýting á byggðu bóli og í Reykjavík. Götur og bílastæði er um helmingur af því landi sem skilgreint er sem þéttbýli. Nú er töluverður kostnaður við bílastæði og gatnagerð sem sjálfsagt mætti leggja að einhverju leyti til reksturs almenningssamgangna.

Stofnkostnaður við gerð bílastæðis nam um 5 milljónum fyrir nokkrum árum. Rekstrarkostnaður er tengt viðhaldi, snjómokstri og fasteignagjöldum. Nú hváir einhver við en bílastæðin eru langt því frá ókeypis. Greiða þarf lóðarleigu miðað við stærð lóðar og nú á dögum mikilla bygginmgaframkvæmda verða auð svæði dýrari og eftirsóttari af byggingameisturum til að byggja á.

Til að efla almenningssamgöngur þarf að sníða þær betur að þeim þörfum sem notendur vilja. Skipta þarf út stjórn Strætó en þar eru upp til hjópa einstaklingar sem aldrei hafa í strætisvagn komið. Þeir eru fyrst og fremst fulltrúar valdsins en ekki fólksins í landinu, neytendanna sem vilja gjarnan velja hagkvæmustu leiðina.

Mosi 


mbl.is Útblástur hefur aukist um 54%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það þarf að gera mjög stórt átak í almenningssamgöngum hér á landi og hugsa þá til næstu 50 ára en ekki næstu 5 ára líkt og gert er nú. Þetta á ekki síst við þegar stór verkefni á borð við léttlestakerfi innan Reykjavíkur og til næstu bæja (Reykjanesbæjar, Selfoss, Akranes) eru skoðaðar.

Það sem okkur Íslendingar skortir í þessum efnum er framsýni. Annað, sem því miður hefur einkennt umræðuna, er að þessi mál hafa verið allt of flokkspólitísk. Nú er ég miðjuhægrimaður og í sjálfu sér hlynntur virkjunum og stóriðju, en um leið vil ég gera stórátak hvað almenningssamgöngur varðar.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.8.2008 kl. 09:31

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

„Að gera átak“: er þetta ekki dálítið skondið og framandi orðalag? Hvorki meistari Þórbergur né Halldór Laxness tóku svo til orða. Er ekki ensk hugsun þarna alráðandi í að gera einhvað: doing something?

Hvet eindregið til að gera e-ð eða hefjast handa við mikilsvert átak í samfélaginu og ljúka því vonadi einhvern tíma fremur en að gera átak. Og gott væri að stjórnvöld sjái hag sínum borgið á ýmsum sviðum með því að efla almenningssamgöngur.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 14.8.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband