Af ávöxtunum skulum við þekkja þá!

Glundroðinn:

Sú var tíðin að Sjálfstæðisflokkurinn skreytti sig með slagorðinu fyrir allar kosningar og voru borðar lagðir milli húsa þvert yfir Bankastrætið í Reykjavík: „Vörn gegn glundroða“. Því áttu Reykvíkingar og allir landsmenn fylkja sér um Sjálfstæðisflokkinn! Nú er eins og þessi gamla glundroðakenning sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun vera höfundur að, hafa snúist upp á þennan sama Sjálfstæðisflokk: Glundroðinn virðist hafa tekið sér búsetu í þessum stjórnmálaflokki landsmanna sem hefur mátt státa sig af að vera lengst af stærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi. Nú eru töluverðar líkur á að Samfylkingin sé nú að verða stærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi og fer vel á því.

Festa í stjórnkerfi Reykjavíkur hefur verið mjög lítil frá síðustu kosningum, hvert reginhneykslið hefur rekið annað og er ekki að sjá fyrir endann á því. Ef Sjálfstæðisflokkurinn vekur samstarf við Framsóknarflokkinn aftur til lífs má reikna með að ekki líði á löngu að ný hneyksli komi upp á yfirborðið enda eru margir fjármálamenn og byggingamenn sem gjarnan vilja taka áhættu. 

Skuldasöfnun Reykjavíkur hefur aldrei verið meiri frá því að R-listinn fór með völd og var þeim oft núið um nasir að skuldsetja borgarbúa meir en góðu hófi gegndi. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með völd allt kjörtímabilið ef undan er skildir um 100 daga stjórn borgarinnar undir forystu Dags læknis. Hlutur Reykvíkinga í Landsvirkjun var seldur á smánarverði og REI klúðrið virðist ekki ætla neinn enda að taka. Er mjög dapurlegt hve Sjálfstæðismenn hafa nánast eyðilagt orkuútrásina enda erum við smám saman að glutra niður forskotinu sem við höfum haft umfram aðrar þjóðir við að hagnýta jarðhitann.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins virðast flestir hverjir vera ýmist reynslulitlir eða verið oft mjög úti á þekju sbr. viðbrögð Vilhjálms Þ. fyrrum borgarstjóri þeirra Sjálfstæðismanna í ýmsum málum. Og nú er eitt helsta útspilið hjá þeim sem einna mest hefur verið í sviðsljósinu, Gísla Marteins að fara til útlanda til að læra að verða borgarstjóraefni þeirra Sjálfstæðismanna! Kannski ekki sem verst en hann hyggst leggja stund á skipulag og arkitektúr sem og að kynna sér í þaula  það sem betur mætti fara með samgöngur og umhverfismál.  Allt eru þetta gott og gilt en áfram hyggst Gísli starfa sem borgarfulltrúi og fljúga á milli landa til að geta sótt fundi!

Starf borgarfulltrúa er orðið mjög umfangsmikið og má teljast vera fullt starf að sinna því. Hefur oft verið erfitt að manna ráð og nefndir borgarinnar sökum þess hve borgarfulltrúar eru fáir. Þeir eru  einungis 15 að tölu og hefur ekki fjölgað í heila öld ef undan er skilið kjörtímabilið 1982-86 þegar Davíð Oddsson fækkaði þeim snarlega aftur enda ekki lag hans að flækja mál of mikið ef hann gat sjálfur ráðið. Er nú svo komið að fjöldi íbúa bak við hvern borgarfulltrúa slagi hátt í alla íbúa Reykjavíkur fyrir 100 árum og eru verkefni og þjónusta borgarinnar margfalt umfangsmeiri en fyrir 100 árum.

Þess ber að geta að fullt framhaldsnám í arkitektúr tekur 6 ár hið minnsta! Landskipulag og landnýting ásamt haldgóðri menntun tengdri samgöngum og umhverfisfræðum er sjálfsagt svipað að umfangi. Allt þetta hyggst Gísli ljúka af með prýði ásamt því að vera áfram borgarfulltrúi. Er óskandi að allt gangi eftir í þessu umfangsmikla hraðnámi og honum gangi allt að óskum.

Einu sinni voru umsvifamiklir kaupmenn starfandi í Reykjavík. Þeir settu sér slagorðið: Af ávöxtunum skulum við þekkja þá! Silli og Valdi! Þeir vissu að aðeins var unnt að pranga skemmdri vöru einu sinni inn á kaupendur og var vöruval þeirra mjög gott. En svo náðu aðrir kaupmenn að gera betur og samkeppnin varð meiri.

Nú má Sjálfstæðisflokkurinn fara að gæta sín því ekki er víst að alltaf sé unnt að koma skemmdu eplunum út nema einu sinni!

Kjósendur eru sem betur fer að átta sig betur á mismuninum á góðu og lélegu eplunum meðal stjórnmálamannanna!

Mosi


mbl.is Samstarfið á „endastað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband