Á fullri ferð í ferðaþjónustunni

Nú er Mosi staddur á Egilsstöðum í gamla góða gistiheimilinu. Þessi gististaður er einn af þeim allra bestu á landinu af öllum öðrum frábærum gstistöðum ólöstuðum. Minnir gamli bærinn á Egilsstöðum stöðugt meir á það sem gerist hvað best í ferðaþjónustunni í Evrópu. Aðbúnaður allur og veitingar til fyrirmyndar sem er ákaflega hófsamlega til orða tekið.

Á ferð eru 20 Svissarar á vegum Ferðaþjónustu bænda. Flestir eru komnir yfir miðjan aldur og hafa verið mjög heppnir með veður fram að þessu. Leið okkar hefur legið um Þingvöll, Kaldadal og Borgarfjörð, vestur á Snæfellsnes, þvert yfir Breiðafjörðinn, um Rauðasand og Látrabjarg. Þaðan austur alla Barðaströnd yfir Þorskafjarðarheiði og í Bjarnarfjörð á Ströndum. Þaðan fórum við í Drangsnes og út í Grímsey, mikla náttúruperlu með óvenjulega sögu. Þá suður um Hrútafjörð og austur með Norðurlandi, Mývatn, Tjörnes, Ásbyrgi, Dettifoss og nú erum við með 8 daga að baki. Veður hefur verið mjög gott og aðeins rignt dagspart og eina nótt. Gróður er því miður farinn að láta víða á sjá og vonandi kemur góð skúr til að hressa upp á.

Á morgun er ætlunin að fara um Lagarfljót og upp í Kárahnjúka. Kannski við rekumst á hreindýr en dýralífið held eg veki meiri athygli meðal erlendra ferðamanna en allt bramboltið sem við mannfólkið eigum þátt í og gæti verið gott og blessað ef betur hefði það verið ígrundað. Það verður væntanlega ekið yfir stífluna miklu og til baka aftur enda lítið unnt að sjá annað markvert á þessari leið. Gróðurfarið er merkilegt fyrirbærimá Íslandi enda er ekkert land í Evrópu eins hræðilega útleikið og landið okkar vegna rofs af völdum vatns og vinda. Það er því tilhlökkunarefni að tengja þá fræðslu við það merka starf sem unnið hefur verið í meira en öld á Hallormsstað. Þó útlendingar hafa almennt nóg af skógi í sínu heimalandi þá er það mín reynsla að þeir hafi jafnvel meiri áhuga fyrir Trjásafninu og sögunni þar en flestir Íslendingar sem margir hverjir eru allt of uppteknir af að úthúða skógrækt, rétt eins og þeir vilji kæra sig kollótta um skjólið og gagnið sem hafa má af skógrækt. Einkennilegt er að mörgum löndum okkar finnst jafnvel skógrækt eyðileggja útsýnið en láta sér fátt um finnast um allar háspennulínurnar sem allt of víða má berja augum á hálendinu.

Það er alltaf gaman að vera þátttakandi í ferðaþjónustunni og greiða sem best götu þeirra ferðamanna sem vilja eyða peningunum sínum og komahingað og virða fyrir sér þetta sérkennilega land og kannski dálítið brot af þjóðinni í leiðinni.

Það er grunur minn að þeir ferðamenn sem eru ánægðir með dvöl sína hér séu ein besta og ódýrasta auglýsing sem við getum hugsað okkur. Sjálfur hefi eg oft orðið var við að það er forvitið, spyr margs og vill fræðast um ýmsa praktíska hluti sem það getur einnig miðlað kunningum og ættingjum sínum sem aftur kunna að leggja leið sína hingað fyrir forvitni sakir.

Meira seinna

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband