Hlé í bloggi Mosa

Þar eð Mosi er að fara í fyrramálið í hringferð um landið með þýskumælandi ferðamenn biður hann alla aðra góða bloggara að sýna þolinmæði næstu tvær vikurnar.

Góðar stundir

Mosi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Góða ferð!  Ég bíð þolinmóð... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.7.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

  • Góða ferð og hafðpu það gott æfilnlega/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.7.2008 kl. 01:21

3 identicon

Ég myndi alveg hætta að blogga ef þá hægt er að kalla þetta þrugl blogg !

Traviz (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 03:51

4 identicon

Vonandi slasast enginn í ferðinni þinni svo hann taki ekki spítalapláss frá öðrum

Ólafur Ragnar (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 15:42

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bestu þakkir til ykkar sem óska mér góðrar ferðar.

Hinum er vart unnt að svara nema með álíka skætingi. Þeir munu uppskera sem þeir sá!

Bestu kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.8.2008 kl. 23:26

6 Smámynd: Karl Tómasson

Eigðu gott frí ásamt þínum kæri vinur. Sjáumst hressir í baráttunni að því loknu.

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 3.8.2008 kl. 23:38

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bestu þakkir Kalli og allt gott fólk.

Þegar eg var á Gistihúsinu Egilsstöðum þá sagði eg í grófum dráttum frá ferðum mínum, sjá: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/606317/

Í gær fórum við í Hallormsstaðaskóg, gekk um Trjásafnið og alltaf er jafngaman að fara með útlendinga um ísenskan alvöru skóg þó svo að þeir hafi nóg af slíku heima hjá sér. Svo undarlegt sem það kann að hljóma. En upplýsingarnar sem þarna má finna eru þeim dýrmætar og alltaf skemmtilegt að fræða þá meira einstakar trjátegundir og heyra auðvitað gagnkvæmt frá þeim. Þá ókum við að uppgöngunni að Hengifossi, gengum upp fyrir Litlaneffoss sem alltaf vekur mikla lukku. Þá fórum við í Skriðuklaustur og fengum okkur hádegishressingu þar. Húsið sem Gunnar Gunnarsson lét reisa á sinn kostnað og gaf síðan íslenska ríkinuvekur mikla athygli sem og fornleifauppgröfturinn. Síðan var farið í Upplýsingamiðstöð Landsvirkjunar í Végarði og þaðan ekið upp að Kárahnjúkum, ekið lúshægt yfir stífluna og aftur til baka. Því miður sáust engin hreindýr á þeirri leið.

Í dag fórum við suður Fagradal. Eftir að hafa ekið gegenum gönin ókum við lúshægt um Fáskrúðsfjörð og til baka aðra leið um þetta skemmtilega þorp þar sem allar götur bera tvenn nöfn, annað á íslensku en hitt á frönsku. Að segja frá frönsku skútuútgerðinni og samskiptum franskra sjómanna á Íslandsmiðum við Íslendinga eru mjög merkileg frá mörgum sjónarhornum. Þá var komið við hjá Petru en steinasafn hennar er orðið heimsfrægt. Áðum við Fossá í Berufirði og síðan tókum við langt hádegishlé í Löngubúð á Djúpavogi. Tímajöfnun við Hvalsnesvitann og austast í Lóninu og sömuleiðis á Höfn þar sem við gengum hefðbundinn hring sunnan við höfnina. Sáum m.a. nokkra óðinshana og skúminn sem verður aðalfuglinn okkar á morgun. Þá er Jökulsárlón, Kvíárjökull og Svínafellsjökull á dagskrá auk þess ætla eg að leyfa hópnum að líta inn í gömlu kirkjuna á Hofi. Þá er Skaftafell þar sem áætlað er að taka hádegishlé áður en við skundum upp að Svartafossi. Þá er hyggjum við koma við á Núpsstað og skoða gamla bænhúsið þar´sem talið er að hafi verið smíðað úr strandgóssi, kannski úr flakinu af Het Wapen van Amsterdam? Við munum gista á spánnýju hóteli í hrauninu þar vestan við, Islandia minnir mig það heitir en mun einnig heita Hótel Núpar.

Staddur á ferðaþjónustubænum Brunnhól á Mýrum skammt vestan við Hornafjörð, þar sem kirkjan með örlitla turninum er.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.8.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband