Að leika sér að hættunni

Mikill hraði virðist vera mjög vinsæll hjá allt of mörgum. Skyldu allir gera sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum, kannski örkumlum og jafnvel dauða? Eru allir tilbúnir að taka áhættuna af glæfraakstri?  Heilbrigðiskerfið er undir gríðarlegu álagi að glæfraakstur bætist ekki við. Hvað skyldu margir sjúklingar sem bíða eftir bráðnauðsynlegri bæklunaraðgerð þurfa að líða fyrir kæruleysi annarra borgara samfélagsins? Margir þurfa að bíða árum saman og eru jafnvel dauðir áður en röðin kemur að þeim!  Við þurfum að fækka slysum enn sem um munar og kæruleysi í þessum efnum verður ekki liðið. Hvernig skyldu tryggingafélög taka á þessum málum? Ætli þau reyni ekki að vera stikkfrí eins og alltaf þegar skyldurnar snúa a þeim?

Enginn getur tryggt sig fyrir slysum af völdum kæruleysis og léttúðar.

Mosi 


mbl.is Óhapp á kvartmílubrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var á viðurkenndri þar til gerðri kvartmílubraut, í þar til gerðum kvartmílubíl. Allar aksturs íþróttir eru þá bara heimska of fíflagangur? Eitt er á hreinu, það slasast fleiri á íslandi árlega í bolta íþróttum en akstursíþróttum. Fáviti

Ólafur Ragnar (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Þetta er Kvartmílubraut

Þetta er sérsmíðaður kvartmílubíll

ökumaður er í 5 punkta belti, með hjálm, líklegast í sérstökum eldvarnargalla

þetta er öruggara en það að keyra á götunum í meðal fólksbíl.

Árni Sigurður Pétursson, 26.7.2008 kl. 23:59

3 Smámynd: Kristinn Rúnar Kristinsson

Mikið rosalega ertu þröngsýnn Guðjón, þarna er enginn fíflagangur á ferð og ekkert kæruleysi.. Á þessa braut fer fólk sem hefur áhuga á akstursíþróttum og öðru slíku og þér ber að virða það en ekki að koma með einhvern útúr dúr um einhverja gæja í umferðinni..

Kristinn Rúnar Kristinsson, 27.7.2008 kl. 00:08

4 Smámynd: Þórður Bragason

Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta þegar lesinn maður lætur svona lagað frá sér.  Ég er ekki hissa þó nýgerðir kjarasamningar séu ekki hvetjandi til framhaldsnáms (að sögn lærðra) ef vinnubrögðin skána ekkert við það.  Guðjón, reyndu aftur.

Þórður Bragason, 27.7.2008 kl. 00:30

5 identicon

Að leika sér að hættunni ? nær það líka bolta íþróttir sem hægt er að brotna og örkumlast ? eða að fá golfkúlu í hausinn og drepast á golfvelli... sennilega er best að vestlast upp hægt og rólega undir sæng.

huxinn (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 00:36

6 identicon

Farðu ekki að grenja þarna, þú hefur ekki hundsvit á þessu.

Kristinn (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 00:41

7 identicon

Guðjón þessi virðist nú vera áhugamaður um náttúru og leiðsögn og þá vænanlega einhverjar göngur um hálendið og þess háttar. Eigum við að ræða það hvort kostar ríkið meira fótgangadi ferðamenn um landið eða akstursíþróttamenn? Ég gæti best trúað því að eitt útkall á þyrlu til að ná í fótbrotinn náttúrunörd kosti ríkið meira heldur en akstursíþróttir á heilu ári. Las þessi gæi yfir sig í háskólanum?

Ólafur Ragnar (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 00:43

8 identicon

Hraði er vissulega áhugamál hjá mörgum akstursíþróttamönnum, en þarna er ekki hægt að segja annað en um ábyrgan aðila sé að ræða. Mann sem er ekki að stunda hraðakstur á götum bæjarins, heldur á sérútbúinni kvartmílubraut sem er gerð fyrir hraðakstur og bíllinn útbúinn fyrir það, auk þess sem ökumaðurinn er skyldugur til að keyra með hjálm og vera sérstaklega tryggður fyrir því að keyra brautina.

Slysin gerast alltaf í öllum íþróttum og ég verð að segja það að mér þykir það ansi mikil þröngsýni og ábyrgðarleysi að henda fram slíkum sleggjudómum eins og þú gerir hér á blogginu þinu í garð þessa ökumanns. Ekkert kæruleysi eða léttúð á við í þessu tilviki.

Sigrún Huld Auðunsdóttir (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 03:18

9 Smámynd: Kristján Helgi Benjamínsson

Að þú skulir láta svona lagað frá þér?

 Viltu frekar að þessir menn séu að spyrna á götum úti?

 Ein pæling, maður sem finnst gaman að spyrna á kvartmílubrautinni þar sem eru 4 ár síðan síðasta slys varð,,, 4 ár! 

Kristján Helgi Benjamínsson, 27.7.2008 kl. 05:09

10 identicon

Bönnum allar íþróttir sem fólk getur slasast í, þar á meðal fótbolta, handbolta, körfubolta, box ofl. því það gæti hugsast að einhver lendi á sjúkrahúsi og tekur plássið frá hinum... bönnum líka bíla því það verða mörg slys og þá getur fólk lent á sjúkrahúsi og tekið plássið frá hinum... bönnum líka störf svosem byggingarvinnu og sjómennsku því það er hætta á því að einhver lendi á sjúkrahúsum, þessar ókláruðu byggingar og stórskip á fleygiferð eru slysahættur, og einhver gæti lent á sjúkrahúsi og tekið plássið frá hinum. Passið ykkur að fara ekki út úr húsi, þið gætuð slasast og lent á spítala, og þá eruði að taka plássið frá hinum.

  Fáránleg bloggfærsla hjá þér Ólafur Jensson. Bara bull og vitleysa að mínu mati. Þetta er mjög ábyrgt af þessum ökumanni að vera á sérútbúinni braut að stunda það sem þú kallar "glæfraakstur". Hann tekur þessa áhættu sjálfur, og skapar enga hættu fyrir aðra, fyrir utan þessa fáránlegu "tekur spítalaplássið frá hinum" staðhæfingu.

En einnig finnst mér þetta asnalegt svar hjá Ólafi Ragnari, auðvitað slasast fleiri í "boltaíþróttum" eins og þú kallar það, það sem tugir þúsunda fólks stundar á Ísland, en í akstursíþróttum sem kannski 1 þúsund mann stundar. Ekki það að ég sé að taka upp hanskann fyrir Ólafi, hann er ennþá þröngsýnn bjáni fyrir mér, þangað til hann sér hvað þetta er fáránleg röksemdarfærsla hjá honum og viðurkennir það.

Viktor Jón Helgason (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 05:21

11 Smámynd: Gísli Reynisson

held að það væri bara best að leyfa Guðjóni að taka í einn svona bíl og finna hvernig þetta er. eins og segir hérna að ofan þá ertu öruggari þarna heldur enn í umferðinni í reykjavík.

www.aflafrettir.com

Gísli Reynisson, 27.7.2008 kl. 05:44

12 identicon

Þetta var á kvartmílubraut, ef hún væri ekki til þess að keyra hratt til hvers væri hún þá?
lestu þér nú aðeins til um þetta áður en þú ferð að commenta eitthvað meira svona drasl..

Egill (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 05:53

13 identicon

Guðjón, allst staðar í heiminum, er til dæmis kvartmíla, road race, supermot og allt það, sem er knúið að vélum viðurkennd íþrótt, með litla slysahættu, þó svo að slysin vissulega eigi sér stað. AÍH. aksturs íþrlottarfélasg hafnarfjarðarbæjar, sem er by the way íþróttafélag, alveg eins go FH er að vinna í því að koma upp svæði, til að byggja upp sína íþrótt, þettar er íþrótt alveg eins og fótbolti. það er svona sjálfmenntað fávita pakk eins go þú sem að talið án þess að kynna ykkur staðreyndi málsins, sem að fáið að njóta athygli fjölmiðla. því miður, því feginn yrði ég þvi að jafn mikil hálviti og þú myndir hverfa

 þeta slys, er fyrsta skysið í þesar íþrótt í 4 ár, geri aðrir betur, akstursíþróttir á íslandi er stórlega vanmetnar, á meðan að aðrar þjóðir vinna í því að gera almennilegt ökusvæði og draga þaðan hraðakstur af götum inn á lokasð svæið, þar sem að hann á heima, styðum þessa gerð, færum hraðaksturin inn á loksað svæði

 ég sjálfru er á racer, og er ekki löghlýðnasi maðurinn á íslandi, þegar kemur að hraðakstri, en ég heiti því, að þegar kemur almennilegt svæði, þá fer minn hraðakstur inn á lokað svæði, sem léttir á lagana vörðum, hættu þessu fokking rugli, taktu heilan úr formalínin sem er í krukkunu, hugsaðu þinn gang,  og skrifaðu aðra færslu, þar sem að iðrun, og fyrirgefnin, lætur sjá sig

ef ekki, þá ert þú enn eitt fávita barnið, sem að frænka þín ól þér

Stefán Ruddi (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 06:27

14 identicon

Hahaha................ Gestur (gamli vinnufélagi þinn á Esso) hitti heldur betur á naglann þegar hann skrifaði Næturvaktina og bjó til Georg.......... sem á að vera þín persóna..........

Alltaf sama bullið í þér..................

Ágúst (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 09:58

15 Smámynd: Einar Steinsson

Það er nú alveg óþarfi að vera svona ókurteis við Guðjón, hann hefur rétt til að hafa sínar skoðanir, þið ættuð að lýsa skoðunum ykkar á því sem hann skrifar ekki manninum sjálfum, allt annað gerir skrif ykkar marklaus og einskis virði og lýsir ykkur sjálfum betur en Guðjóni.

Hvað varðar þetta slys og slys í akstursíþróttum þá er þessi braut búin að vera þarna síðan 197ogeitthvað semsagt í 30-40 ár ef ég man rétt og stöðugt í notkun. Þetta er líklega slys númer þrjú sem eitthvað kveður að og þar af var eitt þar sem einhverjir fóru inn á brautina í leyfisleysi og kunnu fótum sínum ekki forráð þannig að slysatíðni á þessari braut er ekki há. Slysatíðni í akstursíþróttum í heiminum er lægri en í knattspyrnu þó að tíðni banaslysa sé líklega hærri (það hefur þó skeð að knattspyrnumenn hafi látið lífið í leik).

Mannkynið hefur keppt í hraða á ÖLLU gegnum aldirnar allt fá tveimur jafnfljótum, skíðum, hestum úlföldum, bátum, skipum, flugvélum og og öllu sem yfirleitt hreyfist og hvers vegna skyldu bílar vera undanskyldir? Keppni er bara hluti af lífinu.

Þessi braut var bylting á sínum tíma í því að færa knappakstur af götum borgarinnar og vonandi verður alvöru kappakstursbraut til á Íslandi innan tíðar, þá verður engin afsökun fyrir því að keyra eins og hálfviti á götunum.

Einar Steinsson, 27.7.2008 kl. 11:25

16 identicon

voðalegur hálfviti ertu.. þetta er viðurkennt starf sem er í gangi þarna, og menn að reyna draga hraðaksturin n af götunum inn á lokaða braut, hraunaður bara yfir menn sem eru að vinna gott starf, hálfviti

íbbi (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 12:00

17 identicon

Hey starfsmaður í verslun !

Ekki veit ég hvers vegna þú tekur og fjallar um svona mál þegar fákunnátta þín á akstursíþróttum er svona greinileg.

Ef við tökum og heimfærum þetta inná þitt svið sem væri þá ferðamennskan þá er nýbúið að vera umfjöllun um aukið streymi ferðamanna á hálendi Íslands sem hefur gert það að verkum að á fjórum vikum hafa komið 150 hjálparbeðnir til björgunasveita, þarf að segja meir?

En þegar þú kemur inná trygginga málin hefur þú eitthvað til þíns máls þar sem tryggingafélögin eru mannsinns versti vinur og eru langt frá því að vera sanngjörn þrátt fyrir gríðarlega há trygginga iðgjöld á motorsport

Gunnar H. (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 15:00

18 identicon

Akstursíþróttir eru skemmtilegar og ef rétt er farið að þá felst meiri áhætta í fótbolta en í akstursíþróttum.

Steini (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 18:11

19 identicon

Það er fáar íþróttir með jafn lítið af meiðslum og kvartmíla. Það líða oft nokkur ár á milli minniháttar óhappa og meiriháttar óhöpp eru nánast ekki til.

Danni (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 19:24

20 identicon

hvernig er hægt að vera með 4 háskólapróf og vera svona heimskur ?

Pétur (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 21:22

21 identicon

georg bjarnfreðarson var með sexHlátur

hj (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 23:32

22 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einkennilegt er hversu þessi færsla hefur hreyft við mörgum. Allir nema einn hefur greinilega ekki kunnað að einhver hafi e-ð við það að athuga að verið sé að leika sér að hættunni.

Kannski að ekki hefði þurft að byggja upp jafnrándýra heilbrigðisþjónustuog við höfum núna ef ekki væru slys vegna glæfraaksturs og annarra áhættu sem fólk er að taka á sig að þarflausu.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.8.2008 kl. 21:01

23 identicon

Hvað ætli fótbrotnir göngugarpar kosti ríkið? Svo ekki sé talað um ef það þarf að sækja þá með þyrlu? Það er alveg á hreinu að það er meira en akstursíþróttamenn kosta ríkið. hættu að tala Georg.

Ólafur Ragnar (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 10:54

24 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi ósmekklega athugasemd um þessa persónu sem Jón Gnarr leikari túlkar er mér með öllu óviðkomandi. Hef þó starfað við bensín og olíusölu þar sem ungur maður starfaði einnig. Hann skrifaði niður ýmsar sögur og verður fyrir því óhappi að nafngreina menn. Síðan virðist eins og hugmynd hans hafi verið tekin af öðrum og nýjar persónur unnar upp úr þessum sögum, bætt við og teknir fram persónulýsingar sem ekki eiga við mig. Þannig mun persóna Georgs þessa sverja sig mjög í ætt við afa þess sem sögurnar ritaði upphaflega og hefur Jón Gnarr sjálfsagt haft þann mann í huga en ekki mig. Svona getur misskilningurinn vaðið uppi.

Því vísar Mosi öllum þessum röngu tengingum til föðurhúsanna.

Þó slasist einn og einn göngugarpur verður það að teljast fremur sjaldgæft  miðað við þann fjölda sem slasast og jafnvel deyr í slysum tengdri umferðinni og ýmsum þessum leiktækjum. Á dögunum var Mosi á leið um Fjallabak frá Skaftafellssýslu og um Landmannalaugar. Þar mátti sjá allstóran hóp þessara léttu vélhjóla og lék sterkur grunur á að þau hafi komið við sögu umhverfisspjalla við utanvegaaksturs. Þessi leiktæki eru stórhættuleg og varhugaverðari en fjallgöngur.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 10.8.2008 kl. 07:32

25 identicon

Vá hættu þessu maður djö finnst mér þú vera e-h klikkaður maður

sullskór (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 13:38

26 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Svona athugasemd er ekki svaraverð. Skítkast er ekki neinum að gagni. Svo skal uppskera sem maðurinn sáir.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 12.8.2008 kl. 18:19

27 identicon

Fréttin var um slys á Kvartmílubrautinni en þau eru mjög sjaldgæf.  Kvartmíla er íþróttagrein sem keppt er í á lokaðri braut og strangar reglur um öryggisbúnað (enda slasaðist bílstjórinn lítið og stóð sjálfur uppúr bílnum).  Því fór það í marga að það væri verið að spyrða saman glæfraakstur og þetta slys.  Öllum okkar athöfnum fylgir ákveðin áhætta á slysum.  Við getum dottið á göngu, hjóli eða hestbaki (mörg hörmuleg slys tengd hestamennsku).

Ég er alveg sammála að glæfraakstur á ekki að líðast (og held að flestir séu á því máli) en held að þessi bloggfærsla hafi orðið til útaf misskilning.

Jón H.

p.s. vann með þér í Kollafirði líklegast 1985 og þú ert enginn Georg :)

Jón H. (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 14:51

28 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað segirðu Jón: við hvað varstu að vinna í Kollafirði árið 1985? Þá starfaði eg hjá Pósti og síma

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 15.8.2008 kl. 17:32

29 identicon

Þegar ég var gutti vann ég smá tíma á Laxeldisstöðinni í Kollafirði (minnir að það hafi verið 1985), er ég að rugla þér saman við einhvern nafna þinn?

Jón H. (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 00:11

30 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jón: Sennilega ruglar þú mér við annan því eg hefi ekki starfað í Kollafirði. Aðeins átt þar leið um í gönguferð á Esju eða í Esjuhlíðar.

Guðjón Sigþór Jensson, 16.8.2008 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband