Erfiðleikar að koma á virku lýðræði

Eðlilegt er að við sem búum á Vesturlöndum séum undrandi yfir þessari ákvörðun fulltrúa Kínverja og Rússa í Öryggisráðinu. Ástand mála í Simbabve er vægast sagt mjög eldfimt þar sem mannréttindi eru ekki hátt metin af stjórnvöldum. Svo er einnig í Kína og Rússlandi enda hafa áhrif kommúnismans á liðinni öld verið mjög landlæg. Í þessum löndum hafa almenn mannréttindi ekki verið talin til margra fiska metin og er það miður. Því má telja fullvíst að stjórnvöld þessara fjölmennu landa hafi tekið þessari tillögu illa þó svo okkur Vesturlandabúum finnst hún vera bæði réttmæt og tímabær til að veita virku lýðræði lið í Simbabve.

Spurning er hvernig unnt sé að koma frá völdum þessum vandræðamanni í Simbabve sem hefur komist upp með siðlausar og aðrar ótrúlegar aðferðir að grafa undan pólitískum andstæðingum sínum. Þegar Kínverjar og Rússar ganga úr skaftinu á alþjóðlegum vettvangi þá þarf auðvitað að grípa til annara aðferða. Hvernig endurvekja megi virkt lýðræði í Simbabve verður að vera forgangsverkefni en hætta er á að þeir sem ekki eru okkur Vesturlandabúum sammála, kappkosti að vígbúa þennan skúrk sem best svo hann geti haldið sínu ranglæti fram.

Mosi 

 


mbl.is Reiði vegna neitunarvalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband