5.6.2008 | 06:13
Hvalaskoðun: er ísbjarnarskoðun raunhæf?
Gleðitíðindi fyrir ferðaþjónustuna
Hvalaskoðun hefur verið ein mikilvægasta atvinnugrein undanfarin ár á Húsavík. Blómatíminn er eðlilega sumarið og er Húsavík sennilega með betri stöðum við Atlantshafið þar sem skilyrði til hvalaskoðunar eru mjög góð. Sjálfbær atvinnustarfsemimjög umhverfisvæn ef undan er skilin brennsla á skipaolíu, nýtur engra opinberra styrkja og gefur miklar tekjur af sér í hendur eigenda, starfsmanna og samfélagsins.
Forvitnilegt hefði verið að vita hvernig Húsvíkingar hefðu tekið ísbirninum sem felldur var í Skagafirði nú á dögunum. Hefðu þeir fellt hann með jafnmikilli skammsýni og þeir í Skagafirðinum? Sá ísbjörn bíður það hlutskipti að verða stoppaður upp og settur þannig steindauður á safn. Á Húsavík í hinu myndarlega Safnahúsi hefur uppstoppaður fullorðinn vígalegur ísbjörn verið til sýnis í nær mannsaldur. Ekki virðast útlendingar sækjast sérstaklega mikið þangað til að bera bangsann stóra augum. Erlendir ferðamenn vilja sjá lifandi dýr en ekki dauð! Þeir eru tilbúnir að greiða stórfé fyrir að upplifa e-ð verulega fágætt og virkilega spennandi. Þeir á Húsavík báru þá gæfu að uppgötva á sínum tíma hugmynd um að gera út skip til að fara með útlendinga á móts við hvali með þessum feyknagóð árangri.
Spurning hefði verið að koma ísbjörninn lifandi fyrir í mannlausum eyðistað eins og Náttfaravík. Þar hefði hann sennilega getað lifað þokkalega með dyggum stuðningi mannsins. E.t.v. eru landeigendur á móti slíkri notkun lands þeirra en er þetta ekki eitt þeirra mikilsverðu atriða sem þarf að undirbúa mjög vel þegar næsta ísbjörn ber að garði? Á móttökunefndin að vera samansafn grimmra oft siðlausra veiðimanna sem bíða með drápstólin bítandi í skjaldarrenddur eins og víkingarnir forðum og vilja allir sem einn fá að skjóta friðað dýrið til að unnt sé að taka af sér frækilega mynd á eftir! Eða eigum við að ráðast í raunverulegar björgunaraðgerðir sem gætu orðið okkur ekki aðeins til sóma á alþjóðlegum vettvangi heldur ekki síður til gagns og framdráttar í leiðinni? Það væri til einhvers að vinna.
Ýmsum finnst eðlilegt að byggja upp einhæft atvinnulíf með stóriðju á Íslandi. Þar er mikill og vandaður undirbúningur sem nauðsynlegt er að búa að baki. En þegar slíkan happafeng sem ísbjörn ber að garði þá er hann umsvifalaust skotinn eins og ótýndur glæpamaður utan dóms og laga rétt eins og í villta vestrinu. Er það sem við viljum og sækjumst eftir?
Það er virkilega miður þegar skammsýnin tekur völdin og árátta veiðimannsins ber skynsemina ofurliði.
Mosi
Steypireyðar á Skjálfanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að tiltölulega stór hluti þjóðarinnar, aðallega karlkyns, sé ávallt viðbúinn að grípa til vopna, aðallega skotvopna, til að bregðast við óvæntum atburðum á borð við ísbjarnarkomu. Ég veit ekki hvar þessi hluti þjóðarinnar heldur sig dags daglega, eða við hvað hann sýslar dags daglega, en alla vega sprettur hann upp í hópum, alvopnaður í dimmskræpóttum fötum, með alvörusvip á brún og blótsyrði á vörum, um leið og fregnir berast af viðfangsefni við hæfi. „ÞAÐ ÞÝÐIR EKKERT ANNAÐ EN SKJÓTA HELVÍTIГ og „ÞAÐ DUGAR ENGINN HELVÍTIS AUMINGJASKAPUR“ eru meðal algengustu setninga sem heyrast við tækifæri sem þessi. Svo veður hópurinn af stað um leið og enginn hefur bannað honum að aðhafast. „Helvítið“ er skotið, helst með 70 skotum, og svo er tekinn mynd af allri hersingunni sigri hrósandi eftir þessa djörfu hetjudáð. Skiptir þá engu máli þótt „Helvítið“ hafi verið óvopnað og ekki í árásarhug.
Stefán Gíslason, 5.6.2008 kl. 08:59
Sæll Stefán
Þakka þér fyrir.
Sennilega gætu hvítabirnir (ísbirnir) átt gott líf víða fyrir ströndum fram á norðanverðu Íslandi. Hjá Hvítserk við Húnaflóa taldi eg einu sinni yfir 500 seli sem hvíldu sig makindalega við ósa Sigríðarstaðavatns. Sjálfsagt þætti landeigendum ágætt að fá náttúrulega óvini selanna í grennd við sig til að grisja aðeins í stofninum. Selir eru nefnilega í mikilli samkeppni við hagsmuni á sviði laxveiði og selir eru í miklu uppáhaldi meðal ísbjarna.
Spurning er hver þróunin hefði orðið ef ísbjörninn hefði tekið land við Húnaflóa þar sem nóg er af sel. Ætli veiðigarpar landsins og skotáhugamenn hefðu verið jafnfljótir á sér og á dögunum? Ísbjarnardrápið mælist almennt illa fyrir ekki aðeins hjá íslenskum konum heldur venjulegu fólki almennt. Það skilur ekki svona uppákomur því enginn var í augljósri hættu staddur. Alla vega hefði verið nóg af bílum til að koma sér í burtu.
Kveðjur í Borgarfjörðinn
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.6.2008 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.