Að búa í jarðskjálftalandi

Við Íslendingar búum í miklu návígi við náttúruna. Í dag minnti hún á innra afl sitt og jarðskorpan fór á hreyfingu. Við megum þakka fyrir að ekkert manntjón varð en áður fyrr fórust fleiri Íslendingar í jarðskjálftum vegna illa byggðra húsa en beinna afleiðinga af eldgosum.

Stundum höfum við tilhneygingu að gleyma þessari staðreynd. Byggð eru hús oft á glannalegan hátt, byggingarefni eru ekki alltaf það sem hentar og stundum eru byggð allt of há hús vegna þess að lóðabrask hefur ýtt undir verð á fasteignunum, þ.e. lóðum eða eins og lögfræðin útlistar það hugtak: tiltekinn hluti af yfirborði jarða. Hús sem kunna að vera byggð á fasteignum er fylgihlutur fasteignar!

Einu sinni sagði einn byggingafulltrúi ágætu eftir að stórviðri hafði geysað um allt land og valdið miklu tjóni: Kannski er ljott að segja það en svona lagað er fyrir okkur byggingafulltrúanna alveg bráðnauðsynlegt. Við erum að benda fólkinu sem er að byggja að það þurfi að gera þetta betur en það hristir hausinn og telur þetta vera óþarfa afskiptasemi. Svo fýkur bara fúskið út í veður og vind! Þá loksins átta skussarnir sig á að þetta var hárrétt sem við erum að reyna aðkoma inn í hausinn á þessu fólki!

Þegar jarðskjálftarnir riðu yfir Suðurland í júní árið 2000 voru það yfirleitt illa byggð hús sem hrundu eða löskuðust illa. Þar var hönnun þeirra verulega áfátt. Burðarþolsútreikningar þurfa að vera réttir og efnisval þarf einnig að vera rétt. Holsteinn og vikursteinn voru vinsælir sem byggingarefni til sveita um og eftir mðja síðustu öld. Þessi hús hrundu eins og spilaborg enda hentar þetta byggingarefni alls ekki þar sem von er á jarðskjálftum. Þetta byggingarefni hentar betur í flestum löndum Evrópu þar sem engra jarðskjálfta er að vænta.

Sennilega fagna byggingaeftirlitsmenn svona uppákomu sem kröftugum jarðskjálfta. Og óskandi er að byggingabraskarar láti af hugmyndum að byggja háhýsi á Suðurlandi.

Mosi 


mbl.is Forgangsmál að tryggja öryggi íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband