Ástæða til varúðar

Á aðalfundi Landverndar fyrir nokkrum vikum vakti Stefán Arnórsson jarðfræðingur og prófessor athygli á að með því að fara of geyst í virkjun jarðhita gæti það haft afdrifaríkar afleiðingar. Ekki má ganga of nærri auðlindinni en svo að góðu hófu gegndi.

Við megum minnast þess, að áður en Nesjavallavirkjun var tekin í notkun, var gengið ansi nærri jarðhitakerfinu í Mosfellssveit. Dæla þurfti heita vatninu af meira dýpi en nokkru sinni áður og var það ekki aðeins mikill kostnaðarauki heldur var deginum ljóst að meira var tekið en náttúran gaf.

Eins er með jarðhitann á Reykjanesskaganum og Hellisheiði. Ef of nærri er gengið að nýta jarðhitann, gæti það haft skelfilegar afleiðingar í för með sér. Afkastageta náttúrunnar er takmörkuð og það er hlutverk vísindamannsins að rannsaka og ráðleggja. Stefán taldi að e.t.v. væri unnt að ná hámarksafköstum jarðhitavinnslu e.t.v. í 25-30 ár en eftir það mætti jafnvel reikna með tiltölulega hraðri kólnun sem leiddi til að hætta þyrfti a.m.k. tímabundið jarðhitavinnslu svæðanna.

Kannski er þá búið að afskrifa mannvirki en þau eru hönnuð til að geta skilað jafnvel fullum afköstum í a.m.k. einn mannsaldur. Sérstök ástæða er því til fyllstu varkárni því jarðhitinn er ekki endalaus uppspretta.

Þegar haft er í huga að Bitruvirkun hefði ýms íþyngjandi áhrif á íbúa Hveragerðis, græfi undan möguleikum ferðaþjónustu og útivistar í Reykjadal, Grænadal og fleiri dölum norður af Hveragerði, þá er ljóst að betra er að hætta við núna en halda áfram að virkja viðkvæm svæði. Óhófsemi í jarðhitanýtingu kemur óorði á þessa annars mjög mikilvægu starfsemi. Við skulum minnast reynslunnar af Kárahnjúkaumræðunni, deilunum og öllu því sem langt er frá að öll kurl séu komin til grafar. Þar er enn fjölmörgum spurningum ósvarað.

Mosi


mbl.is Bygging Bitruvirkjunar óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband