20.5.2008 | 08:47
Ástæða til varúðar
Á aðalfundi Landverndar fyrir nokkrum vikum vakti Stefán Arnórsson jarðfræðingur og prófessor athygli á að með því að fara of geyst í virkjun jarðhita gæti það haft afdrifaríkar afleiðingar. Ekki má ganga of nærri auðlindinni en svo að góðu hófu gegndi.
Við megum minnast þess, að áður en Nesjavallavirkjun var tekin í notkun, var gengið ansi nærri jarðhitakerfinu í Mosfellssveit. Dæla þurfti heita vatninu af meira dýpi en nokkru sinni áður og var það ekki aðeins mikill kostnaðarauki heldur var deginum ljóst að meira var tekið en náttúran gaf.
Eins er með jarðhitann á Reykjanesskaganum og Hellisheiði. Ef of nærri er gengið að nýta jarðhitann, gæti það haft skelfilegar afleiðingar í för með sér. Afkastageta náttúrunnar er takmörkuð og það er hlutverk vísindamannsins að rannsaka og ráðleggja. Stefán taldi að e.t.v. væri unnt að ná hámarksafköstum jarðhitavinnslu e.t.v. í 25-30 ár en eftir það mætti jafnvel reikna með tiltölulega hraðri kólnun sem leiddi til að hætta þyrfti a.m.k. tímabundið jarðhitavinnslu svæðanna.
Kannski er þá búið að afskrifa mannvirki en þau eru hönnuð til að geta skilað jafnvel fullum afköstum í a.m.k. einn mannsaldur. Sérstök ástæða er því til fyllstu varkárni því jarðhitinn er ekki endalaus uppspretta.
Þegar haft er í huga að Bitruvirkun hefði ýms íþyngjandi áhrif á íbúa Hveragerðis, græfi undan möguleikum ferðaþjónustu og útivistar í Reykjadal, Grænadal og fleiri dölum norður af Hveragerði, þá er ljóst að betra er að hætta við núna en halda áfram að virkja viðkvæm svæði. Óhófsemi í jarðhitanýtingu kemur óorði á þessa annars mjög mikilvægu starfsemi. Við skulum minnast reynslunnar af Kárahnjúkaumræðunni, deilunum og öllu því sem langt er frá að öll kurl séu komin til grafar. Þar er enn fjölmörgum spurningum ósvarað.
Mosi
Bygging Bitruvirkjunar óviðunandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.