Eðlileg þróun

Fullyrða má að stjórnmálin á Íslandi hafi gjörbreyst síðustu 2-3 áratugi. Áður fyrr var flokksaginn mikill og yfirleitt tóku allir mjög alvarlega það sem forystan sagði hverju sinni. Ætli svanasöngur þessa fyrirkomulags hafi ekki gengið sér til húðar með Davíð Oddssyni. Fáir reyndu að hafa aðra skoðun en hann, mölduðu fremur í móinn en fylgdu af alkunnri fylgispekt við foringjann rétt eins og tíðkast hafði síðan á dögum 3ja ríkisins.

Segja má að Ólafur F. Magnússon núverandi borgarstjóri hafi brotið blað í sögu Sjálfstæðisflokksins. Á sínum tíma lék hann n.k. einleik á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hérna um árið og bar upp tillögu sem var nánast púuð niður. Þetta varð tilefni að Ólafur F. taldi sig ekki eiga lengur samleið með stjórnmálaflokki sem ekki virti skoðanafrelsið. Hann sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum og átti þátt í að Frjálslyndi flokkurinn varð til. Hann fylgdi með því eigin sannfæringu enda eiga stjórnmálaflokkar að virða frelsi einstaklingsins til að hafa eigin skoðanir.

Flokksræðið er vonandi að heyra sögunni til. Hlutverk stjórnmálaflokka þarf að skilgreina upp á nýtt. Þeir eiga ekki að vera valdastofnanir eins og þeir hafa í reynd verið praktíséraðir á Íslandi. Þeir eiga fremur að vera vettvangur pólitískra skoðanamyndana í samfélaginu sem þarf auðvitað að rúmast innan ákvæða stjórnarskrárinnar. Þannig er starfsemi þýskra stjórnmálaflokka skilgreint og þeir þurfa að halda bókhald og gera fullkomna grein fyrir uppruna og notkun þess fjárs sem þeir fá í hendur og nota. Þetta hefur vafist fyrir vissum stjórnmálamönnum á Íslandi og það er mjög miður.

Stjórnarskráin íslenska er ákaflega forneskjuleg. Þar er ekki gert ráð fyrir starfsemi stjórnmálaflokka enda þeir ekki nendir hvað þá hlutverk þeirra né að stjórnmál séu yfirleitt nokkuð til!

Á þessu þarf að ráða bót og má vísa á þýsku stjórnarskrána sem mjög góða fyrirmynd.

Mosi 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna erum við mikið sammála Mosi!!!!,þetta með flokkvaldið eingöngu er gengið sér til húðar,menn verða að koma til nútímans og virða skoðaannir annarra/Eg berst innan minns flokks i þessu fyrir daufum eyrum!!!Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.5.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband