Hvað á að gera við svona þokkapilta?

Hvað kemur mönnum til að fremja svona athæfi? Að leggja eld í fagurt skóglendi hlýtur að vera e-r alvarleg sálfræðileg ástæða stundarsturlunar. Einhvern tíma hefðu menn fengið duglega ráðningu fyrir af minna tilefni. Mosa datt í hug járnbúrið sem Kristján Albertsson rithöfundur vildi koma fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík fyrir 60 árum. Í það átti að setja inn þann ruslaralýð sem rithöfundinum þótti sérstök ástæða að sýna almenningi, vondum skálkum og illmönnum til strangrar aðvörunar!

Fegursti skógur Hafnfirðinga við Hvaleyrarvatn er til kominn vegna framsýni forgöngumanna í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri átti sinn þátt í að hvetja Íslendinga að rækta skóg sem ekki aðeins veitti gott skjól fyrir næðingingnum heldur einnig bætti landið og yki ánægju allra landsmanna. Því miður áttuðu sig ekki allir á þessum viðhorfum og tóku tillögum Hákonar með tortryggni. Hann hélt ótrauður áfram og við Hvaleyrarvatn átti hann margar góðar stundir við ræktun. Hann var einn ötualsti bakhjarl skógræktar hvarvetna í landinu, sífellt hvatti hann skógræktarfólk til dáða þrátt fyrir að fjölmargir vildu leggja steina í götuna. Við vestanvert Hvaleyrarvatn byggði Hákon sér fagurt lítið hús og er það nú nær horfið inn í gróskumikinn skóginn.

Oft hefur skóglendið við Hvaleyrarvatn verið vettvangur fólskulegra skemmdarverka. Vorið 1979 lögðu óvitar eld í sinu og lúpínu sem olli miklum bruna í hinum unga vaxandi skógi. Allstórt svæði brann en vegna skjótra viðbragða og góðs starf slökkviliðs Hafnarfjarðar tókst að bjarga merkustu trjáræktarreitunum og þar með Hákonarhúsi. En þar skall hurð nærri hælum og áfram tóku Hafnfirðingar óspart til að rækta meira. Þessi skógur er einn sá fegursti á öllu höfuðborgarsvæðinu og er miður hve hann hefur oft verið vettvangur óprúttinna brennuvarga, sem virðast svífa einskis.

Skógræktarlögin eru meira en hálfrar aldar gömul. Þau eru börn síns tíma og þar eru mörg ákvæði sem eru eins og staðnaðir saltstólpar fortíðarinnar. Oft er þörf en nú er brýn nauðsyn að styrkja og bæta hagsmuni allra þeirra aðila sem vilja leggja hönd á plóginn við að efla skógrækt á Íslandi, rækta skóg ekki aðeins til skjóls heldur einnig til margvíslegra nytja. Spurning er hvort ástæða sé að setja sérstök refsiákvæði í þau þar sem lögð er refsing við að hagsmunum skógareigenda sé ógnað, t.d. með skemmdarverkum. Um þetta fjallar að vísu mjög flöt ákvæði í almennum hegningarlögum þar sem kveðið er á um eignaspjöll almenn. En þar er einnig ákvæði að stofna lífi og limum borgara í hættu en þessar mismunandi verknaðarlýsingar geta fallið saman í hendur. Þegar hegningarlögin voru sett 1940 voru engir skógar á Íslandi svo hávaxnir og víðfeðmir og nú. Í dag eru um 11.000 frístundahús mörg hver í skóglendi. Eignarréttinn þarf að verja betur en fyrir er og það er alveg óþolandi ef einhverjir ruddar vaði yfir þessa hagsmuni, rænandi og brennandi það sem fólki er kært.

Mosi esja@heimsnet.is

 


mbl.is Þrír teknir vegna sinubruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Nafni minn Albertsson var vissulega frjór í hugsun, og væri Kristján Albertsson meðal vor í dag, myndi hann efalaust eitthvað gott til mála um meðferð slíkra ógæfumanna, sem virðast vera sekir þau fólskuverk, sem framin voru í nótt. Það má vera að bruninn á Mýrum hafi verið af slysni ?

Bandaríkin eru í mörgu stór í sniðum og líka í svona gjörningum. Það er ónotalegt til þess að vita, að við. Íslendingar, heimsins gáfaðasta þjóð erum á góðri leið, að slá þá út á þessu sviði, því að einn stór sinubruni hjá okkur svarar til 1000 stórra sinubruna hjá Bandaríkjamönnum.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 29.4.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband