28.4.2008 | 08:28
Eðlileg þróun
Lengi vel voru 3 flugvellir við Berlín. Með kröfum um betri landnýtingu og betri tækni tengdu flugi og auknum kröfum um öryggi er eðlilegt að flytja þessa starfsemi á einn stað. Tempelhof flugstöðin var barn síns tíma og var hönnuð og byggð til að sýna ákveðna veraldarhyggju.
Kannski að við getum einnig litið í eiginn barm varðandi Reykjavíkurflugvöll. Á að leggja meiri áherslu á hægindi og þægindi nokkurs hluta þjóðarinnar að hafa flugvöll á einu verðmætasta byggingarsvæði borgarinnar eða koma þessari flugstarfsemi eitthvert annað?
Endurgerð flugvallarins var umdeild á sínum tíma. Hún fór fram án þess að Reykvíkingar voru spurðir. Þáverandi formaður Samgöngunefndar Alþingis, Árni Johnsen átti sinn þátt í að verktakafyrirtæki fengi þetta verkefni án sérstaks útboðs. Þeim þætti var ekki sérlega haldið á lofti þegar eitt þekktasta sakamál landsins var til meðferðar og ekki ákært vegna ýmissa umdeildra ákvarðana.
Það eru ekki nein ný tíðindi að vilja að koma starfsemi flugvallarins eitthvert annað. Árið 1957 eða fyrir réttri hálfri öld var Reykjavíkurflugvöllur mjög mikið deilumál bæði í fjölmiðlum sem og í borgarstjórn Reykjavíkur og lesa má um í heimildum frá þessum tíma.
Berlínarbúar líta fegins hendi að þessi háværa starfsemi verði á einum stað. Reykvíkingar vilja margir hverjir fara með flugstarfsemina eitthvert annað. En það þykir kannski ekki í samræmi við þá stefnu hvernig lýðræðið er praktísérað á Íslandi að spyrja fólk. Það er bara ákveðið af stjórnmálamönnum, forræðishyggjan í allri sinni dýrð eins og skoðanir og viðhorf fólksins skipti engu máli.
Mosi
Tempelhofflugvöllur verður lagður af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spáðu í þessu aðeins betur, 3 vellir í berlín.
EINN á höfuðborgsvæðinu á stað þar sem flugvöllurinn sæmir sér vel.
Þessi völlur var ekki í notkun, eins og við færum að tala um loka patterson.
skiptir engu, ég vill að við byggjum upp Reykjavíkurflugvöll.
STAÐANN !!!
Albert (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:35
Ég lít á það sem hreinasta örvitahátt að vilja flugvöll inni í miðri borg. Það virkar kannski að hafa einhverja malarflugbraut inn á milli tveggja bóndabæja úti í sveit, en við erum að tala hér um alvöru byggð. Keflavíkurflugvöllur er nær okkur en alþjóðaflugvellirnir umhverfis Lundúni eru nálægt miðborgina.
Flugvöllurinn er meinsemd í borginni sem klýfur hana í tvennt og hindrar allar eðlilegar samgöngur. Honum er haldið uppi af fámennum hóp hobbýista og sveitalubba sem telja það einhver sjálfsögð réttindi að geta flogið í Kringluna eða stundað flugnám rétt yfir húsþökum miðbæjarins, með aðflugslínu beint yfir skrifstofum Alþingis og á mjórri línu milli Ráðhússins og Alþingis.
Ég hef sjálfur orðið vitni að því er flugvél í aðflugi hrapaði og sprakk með miklu báli einmitt nákvæmlega á þeim stað þar sem núna er ein helsta samgönguæð landsins, eða þar sem Nýja Hringbrautin sker Njarðargötuna. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær það gerist næst.
Elías Halldór Ágústsson, 28.4.2008 kl. 10:33
Þarna var ég aðeins og fljótur á mér, þarna hefði átt að standa við fyrstu greinaskil "[...] en alþjóðaflugvellirnir umhverfis Lundúni eru nálægt miðborg Lundúna."
Elías Halldór Ágústsson, 28.4.2008 kl. 10:37
Slysið sem þú Elías vísar til var hræðilegt. Flugvél var að koma venjulega leið yfir miðbæinn og Tjörnina til lendingar á norður-suður flugbrautinni. Allt í einu rétt áður en hún snerti brautarendann þraut hana afl og brotlenti í mýrinni vestan við Umferðamiðstöðina. Þeir sem í flugvélinni voru, allt útlendingar létust. Um viku tíma eftir þetta slys sem varð fyrir um 20 árum, mátti sjá flakið blasa við öllum vegfarendum um Hringbrautina en flugeftirlitið lagði eðlilega mikla áherslu að komast að niðurstöðu um eðlilegar skýringar hvers vegna flugvélin brotlenti. Veður var ekki slæmt þegar þetta gerðist og aðstæður voru taldar góðar. Kannski það hefði verið lán í óláni að flugvélin brotlenti ekki í miðbænum í aðfluginu, það hefði orðið mun mannfrekara og skelfilegt ef hundruð manna hefði látið lífið.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 28.4.2008 kl. 11:16
Þetta er rangt hjá þér Elías. Heathrow í um 23 km fjarlægð, Gatwick er í um 38 km en Stansted er í um 48 km fjarlægð eða svipað og Keflavík. Heathrow er um 25 km nær miðborginni en Keflavík og Stansted er lágjaldaflugvöllur. Lundúnabúar eru auk þess með London City sem er í um 11 km frá Big Ben og tæpa 3 km frá viðskiptahverfinu.
Það er engin höfuðborg í Evrópu með sinn aðal flugvöll jafn langt frá sinni miðborg í okkar dæmi. Þar sem þessir vellir eru meira en 20 km frá miðborgunum eru aðrir flugvellir nær sem sinna því flugi sem þrífst ekki svona langt í burtu. Þar á ég við innanland-, viðskipta-, sjúkra- og almannaflug.
Eina undantekningin er Osló með Gardermoen en því miður stendur Osló höllum fæti þegar samkeppnishæfni borga í Evrópu er skoðuð - er í næst neðsta sæti á sk. European Cities Monitor. Skoðaðu það hér: http://www.cushmanwakefield.com/cwglobal/jsp/newsDetail.jsp?Language=EN&repId=c12300059p&Country=GLOBAL Þar er þó Gardermoen nær miðborg Osló en Keflavíkurflugvöllur.
Varðandi Tempelhof þá hefur staðið lengi til að loka honum. Þessi mótmæli og kosning er bara að koma á lokasprettinum. Í Berlín er verið að byggja upp Schönefeld sem er eingöngu í 16 km fjarlægð frá miðborg Berlínar. Gert ráð fyrir lestarsamgöngum sem koma fólki inní borgina á 10-15 mínútum. Þetta er einfaldlega ekki hægt frá Keflavík. Ef það væri raunhæfur kostur í stöðunni fyrir flugsamgöngur nær borginni en Keflavík býður uppá væri enginn að mótmæla lokun á Reykjavíkurflugvelli. Þessi kostur hefur ekki verið dreginn fram í dagsljósið og þær lausnir sem menn hafa bent á virðast eingöngu vera í orði en ekki á borði.
Þangað til er rétt að nota Reykjavíkurflugvöll og efla hann.
Matthías (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 11:30
Mosi flugvöllurinn fer ekkert næstu 8-16 ár og hver getur sagt hvernig umhorfs veður i flugi þá,það verða miklar breitingar á þeim tíma sem við sjáum ekki fyrir/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 28.4.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.