Yfirgengilegt kæruleysi

Á svona málum þarf að taka ákveðnum, mjög föstum tökum: Þegar þungaflutningabílsstjóri sýnir af sér afglöp í starfi sem þessu, þá á lögreglan skilyrðislaust að svipta hann ökuleyfi til bráðabrigða, sekta og láta hann jafnvel sæta því að fara aftur í ökupróf til að fá endurnýjun ökuleyfis.

Þetta þykir kannski nokkuð harkaleg aðferð, en: Ef þungaflutningabílsstjórar sýna aftur og aftur slíkt kæruleysi, þá er lögreglan búin að tapa. Lög og réttur er einskis metinn og þá er stutt í stjórnleysið. Það væri ekki hagur neins nema þeirra sem vilja upplausn og óreiðu í samfélaginu.

Við því þarf að sporna!

Hins vegar eiga þungaflutningabílsstjórar að vera öðrum góð fyrirmynd í umferðinni. Þeir eiga að sýna aðgæslu og tillitsemi í umferðinni. Ekkert er betur til þess betur fallið en að á sjónarmið þeirra sé hlustað.

Mosi

 

 


mbl.is Flutningabifreið föst undir Stekkjabakkabrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar þá er félaginn fastur í frárein í brekku maður yrði ekki hissa ef að hæðin upp undir brúnna þar væri í tæpari kantinum! Ef maður tekur nú mið af kæruleysi í íslenskum iðnaði og gatnagerð.

Haffeh (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 16:53

2 identicon

Hafðu þig nú hægan í smá stund  Ég vil benda þér á að fyrir nokkrum vikum var frétt þess efnis að nýlegar götur og göngubrýr í borginni væru ekki í réttum málum og yllu m.a gámaflutningabílum vandræðum. Þeir þurfa að fara aðrar leiðir m.a um skóla- og íbúðarhverfi einungis til þess að sleppa við t.d brýr sem að eru of lágar. Þannig að það má vel vera að þessi ágæti bílstjóri hafi ekki vitað af þessu og talið sig vera í fínum gír.

Davíð (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 17:22

3 identicon

Hér að ofan átti göngubrýr ekkert endilega að vera, þetta á einnig við um brýr almennt.

Davíð (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 17:33

4 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

En hver ætti þá refsingin að vera þegar fólksbil svinar á flutningabil eingöngu til þess að komast fyrir framan stóra bilin . Hef ítrekar lent í því að þurfa að snarbremsa . gerir fólk sér ekki grein fyrir því að Rétt lestarðu bifreið getur verið um 49 tonn maður þarf lengri vegaleind til að stoppa en Ysris

Jón Rúnar Ipsen, 15.4.2008 kl. 22:13

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar brýr og vegir eru hannaðir þá fer allflókið ferli í gang. Verkfræðingar hafa til viðmiðunar staðla þar sem fram kemur m.a. hver lágmarkshæð göngubrúar skal vera yfir akvegi. Þessir staðlar eru alþjóðlegir og oft er hæð göngubrúa höfð jafnvel hærri en staðlarnir gera ráð fyrir. Því er mjög glannalegt að gagnrýna að ekki sé farið eftir góðum og gildum reglum um þessi efni.

Þungaflutningabílsstjóri er yfirleitt alltaf ábyrgur fyrir bíl og farmi. Hann á að ganga úr skugga um að hæsti hluti farmsins sé ekki hærri en þessi lágmarkshæð segir til um. Ef hann hefur ekki gert það hefur hann sýnt af sér vítavert kæruleysi. Stórir kranar og þungaflutningabílar sem flytja hús verða eðlilega að fara ýmsa króka fram hjá hindrununum ef ljóst er að þeir komist ekki greiðlega undir brýr með háan farm á pallinum. Hefur jafnvel þurft að taka niður ljósastaura og háspennulínur undir slíkum kringumstæðum.

Fyrir nokkrum árum hugðist þungaflutningabílsstjóri nokkur fara gegnum Hvalfjarðargöngin með sumarhús á pallinum! Eðlilega stórskemmdi hann húsið við mynni gangnanna enda þak hússins langt yfir lágmarkshæð gangnanna. Sagan segir að aftur hafi hann viljað fara sömu leið með sama hús eftir að búið var að gera við það með miklum kostnaði! Ef þessi saga er rétt, þá er eins og sumir virðast vera fæddir klaufar, - því miður. Kannski þeir ættu að taka sér e-ð annað þarflegra fyrir stafni sem ekki skaðar aðra. Hlutverk lögreglunnar er m.a. að tína út svona skussa og láta þá standa reikningsskil gerða sinna, hvort sem það eru ökumenn stórra eða smárra bifreiða sem eiga hlut að máli.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.4.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband