Ábyrgð fylgir áhættu

Of mörg alvarleg umferðarslys er vegna þess að ökumenn taka oft óþarflega mikla áhættu. Stundumn hefur komið í ljós við rannsókn lögreglu að í blóði þeirra finnst leyfar af áfengi og jafnvel fíkniefnum.  Ljóst er að þegar um það er að ræða slævist dómgreind ökumanna og þeir „missa vald“ auðveldlega á ökutækjunum eins og fjölmiðlar komast gjarnan að máli. Í stað þess mættu þeir einfaldlega að segja sannleikann, að viðkomandi hafi ekið of hratt miðaða við aðstæður og hafi vanmetið þá hættu sem stafaði af of hröðum akstri og jafnvel neyslu áfengis eða fíkniefna, hafi verið um það að ræða.

Allir ökumenn verða að vera meðvitaðir um þá augljósu hættu sem þeir ekki aðeins setja sjálfa sig í heldur alla aðra vegfarendur og jafnvel þá sem eru nálægt vegi. Oft hefur ökumaður sem ekið hefur of hratt, ekið t.d. á hross, kindur og hreindýr sem eru á akvegi, getað afstýrt slíku slysi ef hraða hefði verið stillt í hóf.

Sennilega eru dómarnir mjög eðlilegir miðað við eðli brota. Að skilorðsbinda þá er mjög skynsamlegt enda er tilgangnum náð að dómur hafi áhrif bæði á viðkomandi sem og aðra í samfélaginu.

Allir verða að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem felst í að aka og stýra vélknúnu ökutæki.

Mosi


mbl.is Refsað fyrir að valda slysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Iss..  þetta kalla ég að sleppa vel.

Það ætti að dæma svona fólk fyrir tilraun til manndráps.

M (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 11:43

2 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Það gæti orðið virkt tæki til að fækka slysum ef sérhvert alvarlegt umferðaslys yrði rannsakað betur en nú er gert. Skráð yrði ferlið hjá ökumönnum rétt fyrir slysið td með því að hafa ökurita í öllum bílum. Málið sé svo lagt fyrir sérstakan umferðardómstól þar sem menn bera ábyrgð á atvikum - og eru dæmdir mtt þess. Auðvitað sérstaklega með fjárútlátum en stöku sinnum með öðru eftir alvarleika brotsins. Ég tek það fram að þessi hugmynd er ekki runnin undan ryfjum einhverjar refsigleði heldur er hér um réttlætismál að ræða og stjórntæki sem gæti orðið til að fækka umferðarslysum.

Guðmundur Pálsson, 15.4.2008 kl. 11:55

3 Smámynd: Letilufsa

Ég er svo sammála. Maður er hættur að þora að stoppa til að hleypa gangandi vegfarendum yfir götu á gangbraut, vegna þess að fólk tekur orðið framúr á gangbraut!!!

Það er svo sannarlega tími til komin að gera eitthvað, þessu líkt, til að bæta umferðarmenningu og vekja fólk til umhugsunar í umferðinni...

Kv Fjóla

Letilufsa, 15.4.2008 kl. 13:34

4 identicon

Það er hið allra besta mál að sekta kærulausa ökunýðinga, gallinn er bara sá að sektirnar eru allt of léttvægar. Þetta fólk má þakka fyrir að hafa ekki mannslíf á samviskunni.   

Stefán (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 15:09

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er ekki betra að hafa refsingu hógværar, sektir lágar og jafnvel binda skilyrði. Ef aftur er brotið, þá hefur það aftur ítrekunarverkun sem bætist við ákvörðun seinni refsidóms.

Aðalatriðið er að fækka slysum og draga úr lögbrotum. Það á aldrei að vera tilgangurinn að refsa fólki. Refsing er gamalt úrræði og á að beita með mikilli varúð.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 15.4.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband