15.4.2008 | 10:52
Ábyrgð fylgir áhættu
Of mörg alvarleg umferðarslys er vegna þess að ökumenn taka oft óþarflega mikla áhættu. Stundumn hefur komið í ljós við rannsókn lögreglu að í blóði þeirra finnst leyfar af áfengi og jafnvel fíkniefnum. Ljóst er að þegar um það er að ræða slævist dómgreind ökumanna og þeir missa vald auðveldlega á ökutækjunum eins og fjölmiðlar komast gjarnan að máli. Í stað þess mættu þeir einfaldlega að segja sannleikann, að viðkomandi hafi ekið of hratt miðaða við aðstæður og hafi vanmetið þá hættu sem stafaði af of hröðum akstri og jafnvel neyslu áfengis eða fíkniefna, hafi verið um það að ræða.
Allir ökumenn verða að vera meðvitaðir um þá augljósu hættu sem þeir ekki aðeins setja sjálfa sig í heldur alla aðra vegfarendur og jafnvel þá sem eru nálægt vegi. Oft hefur ökumaður sem ekið hefur of hratt, ekið t.d. á hross, kindur og hreindýr sem eru á akvegi, getað afstýrt slíku slysi ef hraða hefði verið stillt í hóf.
Sennilega eru dómarnir mjög eðlilegir miðað við eðli brota. Að skilorðsbinda þá er mjög skynsamlegt enda er tilgangnum náð að dómur hafi áhrif bæði á viðkomandi sem og aðra í samfélaginu.
Allir verða að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem felst í að aka og stýra vélknúnu ökutæki.
Mosi
Refsað fyrir að valda slysum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Iss.. þetta kalla ég að sleppa vel.
Það ætti að dæma svona fólk fyrir tilraun til manndráps.
M (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 11:43
Það gæti orðið virkt tæki til að fækka slysum ef sérhvert alvarlegt umferðaslys yrði rannsakað betur en nú er gert. Skráð yrði ferlið hjá ökumönnum rétt fyrir slysið td með því að hafa ökurita í öllum bílum. Málið sé svo lagt fyrir sérstakan umferðardómstól þar sem menn bera ábyrgð á atvikum - og eru dæmdir mtt þess. Auðvitað sérstaklega með fjárútlátum en stöku sinnum með öðru eftir alvarleika brotsins. Ég tek það fram að þessi hugmynd er ekki runnin undan ryfjum einhverjar refsigleði heldur er hér um réttlætismál að ræða og stjórntæki sem gæti orðið til að fækka umferðarslysum.
Guðmundur Pálsson, 15.4.2008 kl. 11:55
Ég er svo sammála. Maður er hættur að þora að stoppa til að hleypa gangandi vegfarendum yfir götu á gangbraut, vegna þess að fólk tekur orðið framúr á gangbraut!!!
Það er svo sannarlega tími til komin að gera eitthvað, þessu líkt, til að bæta umferðarmenningu og vekja fólk til umhugsunar í umferðinni...
Kv Fjóla
Letilufsa, 15.4.2008 kl. 13:34
Það er hið allra besta mál að sekta kærulausa ökunýðinga, gallinn er bara sá að sektirnar eru allt of léttvægar. Þetta fólk má þakka fyrir að hafa ekki mannslíf á samviskunni.
Stefán (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 15:09
Er ekki betra að hafa refsingu hógværar, sektir lágar og jafnvel binda skilyrði. Ef aftur er brotið, þá hefur það aftur ítrekunarverkun sem bætist við ákvörðun seinni refsidóms.
Aðalatriðið er að fækka slysum og draga úr lögbrotum. Það á aldrei að vera tilgangurinn að refsa fólki. Refsing er gamalt úrræði og á að beita með mikilli varúð.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 15.4.2008 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.