Ótrúlegt

Þó margt sé ágætt í Biflíunni þá er þar mjög subbuleg lesning að ekki sé dýpra tekið í árina. Biflían er rituð á meira en 1000 ára tímabili og eru því sumir hlutar hennar að mörgu leyti í æpandi mótsögn við annað efni. Sérstaklega fara margar kenningar Krists í bága við lögmál Gyðinga en þeir telja Nýja testamentið ekki hafa neitt gildi fyrir sig. Kristnir menn eiga að taka Gamla testamentinu meðvarúð og einnig margt sem kemur fram í Nýja testamentinu. T.d. eru viðhorf Páls postula til konunnar nokkuð svipuð viðhorfum Múhameðs enda eru sjónarmið Páls væntanlega yfirfærð.

Ekki kemur neitt sérstaklega á óvart að vestur í BNA þar sem sértrúarhópar eiga mikil ítök, að  Biflían sé vinsælust bóka. Því miður er ýmsu áfátt í góðu kristnihaldi þar vestra og þar eru kenningar sem okkar umburðarlynda þjóðkirkja erekki tilbúin að taka undir.

Mosa finnst Íslendingasögurnar og Sturlunga ekki síðri rit en sjálf Biflían. Þar eu frásagnir um menn sem telja sig vera að gera rétt í samræmi við hefðir og venjur þeirra tíma. Þegar kristnin hafði náð að festa sig í sessi vinna einkum munkarnir mikið að því að grafa undan gömlum hefðum t.d. hefndarskyldunni. Sýnt er margsinnis fram á hve hún er lítils virði. Viðhorf kristninnar eru að sýna öðrum miskunn og skilning, jafnvel vera tilbúinn að fyrirgefa, nokkuð sem gengur gjörsamlega þvert á sjónarmið heiðninnar. 

Annars er alltaf gaman að veltu þessum hlutum fyrir sér. Lestur þessara gömlu bóka ætti ekki að skaða neinn nema síður væri. En gömul sjónarmið sem koma fram í Biflíunni eru mörg hver mjög ískyggileg í augum okkar nútímamanna.

Mosi 


mbl.is Biblían vinsælust vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband