Champagne - Kampavín - Freyðivín og Sekt

Eftir að Þjóðverjar töpuðu fyrri heimstyrjöldinni var tekið inn í friðarsamningana 1919 að Þjóðverjar mættu ekki markaðsetja freyðivín sitt sem þeir framleiddu undir vöruheitinu Champagne. Freyðivínið sem Þjóðverjar framleiða gefur hinu franska ekkert eftir sem þeir framleiða undir vöruheitinu Champagne eftir þessu þekkta héraði. Í staðinn nefndu Þjóðverjar freyðivínið Sekt. Ekki er svo að skilja að það eigi eitthvað skilt við íslenska orðið en Sekt er virkilega mjög gott freyðivín.

Mæli með Henkell trocken sem framleitt er í Wiesbaden, höfuðborginni í Hessen síðan 1856 og fæst í öllum betri brennivínsbúðum (fatahreinsunum) á Íslandi. Þjóðverjar hafa framleitt góð vín allt frá miðöldum og eru Rínarvínin þekkt meira að segja á Íslandi síðan á miðöldum. Hansakaupmenn fluttu Rínarvín um allt verslunarsvæðið sitt, meira að segja á kuggum sínum allt til Íslands. Má lesa heimildir um það í Fornbréfasafni.

Mosi 

 


mbl.is Champagne í Sviss eða Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband