Skorradalur

Um þessa helgi var Mosi í Skorradal þar sem hann á ofurlítið sveitasetur ásamt fjölskyldu sinni. Húsið er eitt af þeim minnstu en samt eitt af þeim húsum sem sennilega er oftast notað. Fjölskyldan finnst  oft ástæða að fara þangað frá höfuðborgarsvæðinu enda er þar mjög fagurt og friðsælt ekki síður um vetur en sumar.

Í vetur var mjög kalt og í vetur barði Mosi það lægsta hitastig augum sem hann nokkurn tíma hefur séð á sinni ævi: -29C. Hitamælirinn er í tæplega 2ja metra hæð og er á vegg milli tveggja húsa. Þannig að nokkuð lætur nærri að mæling þessi sé við svonefndar staðalaðstæður.

Þessi helgi var yndisleg: mikil sól en dálítill næðingur af norðri. Veturinn er ekki síðri en sumarið, fegurð og samspil andstæður náttúrunnar er aðdáunarvert. Vatnið er um þessar mundir ísi lagt en víða eru varhugaverðar vakir sem vert er að gefa fyllstu gaum. Meðfram vatninu er skemmtileg gönguleið en víða er torleiði eins og sjá má á einni myndinni. Því veldur starfsemin í Andakílsárvirkjun en vatnsyfirborðið er oft mjög misjafnt. Á þessu þarf að ráða bót enda sitja margir uppi með skemmdir vegna vatnagangs.

Mosi 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband