Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Til umhugsunar:

Á undanförnum árum hefur því miður dregið töluvert úr trausti á stjórnmálamönnum. Skýringar eru sjálfsagt margar en segja má að heimur stjórnmálanna á Íslandi hefur fjarlægst mikið hinn almenna borgara.

Okkur þessum óbreyttu, þykir ríkisstjórnin taka oft á tíðum einkennilegar ákvarðanir sem ekki eru nægjanlega ígrundaðar og rökstuddar. Má þar til taka umdeilda ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun, stuðningsyfirlýsingu við stríð þeirra vopnabræðra Bush og Blair í Írak og nú síðast að hefja hvalveiðar, þvert á almenningsálitið í heiminum. Hvalveiðarnar hafa nú þegar valdið miklum vandræðum og setur hagsmuni ferðaþjónustu í mjög erfiða stöðu.

Hvernig má bæta úr?

Lykilatriðið að mínu viti er að brýna nauðsyn beri til að hraða sem mest endurskoðun stjórnarskrárinnar. Kannski að kalla saman þjóðfund þar sem sæti eiga fulltrúar mismunandi starfsstétta. Einnig þarf að tryggja hagsmuni barna, unglinga, sjúkra, öryrkja og alraðra, félagasamtaka, sveitastjórna, stofnana og fleiri aðila sem starfa í þágu þjóðarinnar.

Hugmynd að þjóðfundi má t.d. lesa í tímaritinu Helgafelli lýðveldisárið 1944. Mjög vel rituð grein eftir Þorvald Þórarinsson hæstaréttarlögmann þar sem hann kemur víða við og miðlar af þekkingu sem hann hafði sótt til eins besta háskóla í Bandaríkjunum í framhaldsnámi sínu þar.

Leggja þarf til grundvallar þá reynslu sem t.d. Þjóðverjar hafa fengið af sinni stjórnarskrá og sömuleiðis Suður-Afríkumenn, þeirri stjórnarskrá sem Nelson Mandela er aðalhöfundur að.

Í þessum báðum stjórnarskrám er upphafspunktur mannréttindi og síðan er lýðræðið skilgreint til þess að unnt sé að skapa sem besta og traustasta lagaumhverfi til að tryggja mannréttindin. Íslenska stjórnarskráin byggir á valdinu, meðferð þess og er gamall arfur frá einvöldum konungi.

Þá eru ákvæði um stjórnmálaflokka mjög nauðsynleg þar sem þeim eru lagðar lífsreglurnar. Hlutverk þeirra skilgreint, en það er m.a að móta skoðanir og viðhorf í samfélaginu. Flokkanir þurfa að gera grein fyrir fjármálum sínum, greina frá uppruna og notkun þess fjár sem þeir hafa undir höndum.

Allt pukur í samfélaginu er til þess fallið að draga enn úr trausti borgaranna á stjórnmálamönnum sínum. Við þurfum að leggja aukna áherslu á að velja heiðarlega, velmáli farna einstaklinga en um fram allt víðsýna til þessara starfa.

- - -

Þar sem hér er um tilraunastarfsemi undirritaðs í bloggi að ræða, læt eg hér staðar numið - að sinni. Fróðlegt væri að fá e-r viðbrögð lesenda við því sem hér hefur verið ritað og koma á framfæri við undirritaðan.

Guðjón Jensson

Mosfellsbæ

esja@heimsnet.is

Guðjón Sigþór Jensson, 25.10.2006 kl. 10:58

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já það er nú fínt að þetta sé tilraunastarfsemi, en færslan er öll í Athugasemdum kappi.

Sigfús Sigurþórsson., 23.3.2007 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fjórum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband