Brot á hegningarlögum?

 Spurning hvort athæfi flutningabílsstjóra í dag þegar þeir mótmæltu með því að stöðva stóra flutningabíla í Ártúnsbrekku í dag. Spurning hvort þeir hafa gerst brotlegir gegn eftirtöldum lagaákvæðum almennra hegningarlaga með athæfi sínu:

XVIII. kafli. Brot, sem hafa í för með sér almannahættu.

168. gr. Ef maður raskar öryggi járnbrautarvagna, skipa, loftfara, bifreiða eða annarra slíkra farar- eða flutningatækja, eða umferðaröryggi á alfaraleiðum, án þess að verknaður hans varði við 165. gr.[flugrán], þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum …1) [Sama gildir ef raskað er öryggi botnfastra mannvirkja á landgrunninu.]
Ef brot er framið af gáleysi, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 1 ári].

 

XIX. kafli. Ýmis brot á hagsmunum almennings.

176. gr. Ef maður veldur með ólögmætum verknaði verulegri truflun á rekstri almennra samgöngutækja, opinberum póst-, síma- eða útvarpsrekstri eða rekstri stöðva eða virkjana, sem almenningur fær frá vatn, gas, rafmagn, hita eða aðrar nauðsynjar, þá varðar það fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
Sé brot framið af gáleysi, þá varðar það sektum eða [fangelsi] allt að 6 mánuðum.

Ljóst er að þetta er grafalvarlegur verknaður sem engar málsbætur eru fyrir þó svo að almennur skilningur sé fyrir hvers vegna flutningabílsstjórar tóku sig saman að mótmæla háu olíuverði. Ekki má undir neinum kringumstæðum hindra og valda slysahættu í Ártúnsbrekku. Þetta er slæmt fordæmi og helstu umferðaræðar höfuðborgarsvæðisins eiga ekki að vera vettvangur mótmæla enda þær stórhættulegur vettvangur.

Hins vegar mættu flutningabílsstjórar alvarlega athuga hvort ekki væri réttara að beita sér fyrir málstað sínum gegn þeim aðilum sem málið varðar og geta haft áhrif á að skattheimtu sé breytt. Hvers vegna ekki að mótmæla fyrir utan Stjórnarráðið, Alþingishúsið eða þar sem ráðamenn eru. Kannski mætti leggja flutningabílum fyrir utan Stjórnarráðið enda yrðu landsfeðurnir fremur varir við lýðræðisleg og friðsamleg mótmæli þar.

Svo er auðvitað söfnun undirskrifta og skrif í blöð og fjölmiðla mjög áhrifarík í samfélaginu.

Sjálfur telur Mosi að ríkisvaldið eigi að gjörbreyta þessari skattheimtu með það í huga að hvetja alla sem mest til aukinnar hagkvæmni. Hvers vegna ekki að taka upp umhverfisgjald á alla mengandi starfsemi og þá væri gott svigrúm að lækka stórlega þessi gömlu gjöld á bensíni og brennsluolíum?

Mosi 

 

 


mbl.is Lokun vegarins háalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband