27.3.2008 | 21:32
Brot á hegningarlögum?
Spurning hvort athæfi flutningabílsstjóra í dag þegar þeir mótmæltu með því að stöðva stóra flutningabíla í Ártúnsbrekku í dag. Spurning hvort þeir hafa gerst brotlegir gegn eftirtöldum lagaákvæðum almennra hegningarlaga með athæfi sínu:
XVIII. kafli. Brot, sem hafa í för með sér almannahættu.
168. gr. Ef maður raskar öryggi járnbrautarvagna, skipa, loftfara, bifreiða eða annarra slíkra farar- eða flutningatækja, eða umferðaröryggi á alfaraleiðum, án þess að verknaður hans varði við 165. gr.[flugrán], þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum
1) [Sama gildir ef raskað er öryggi botnfastra mannvirkja á landgrunninu.]
Ef brot er framið af gáleysi, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 1 ári].
XIX. kafli. Ýmis brot á hagsmunum almennings.
176. gr. Ef maður veldur með ólögmætum verknaði verulegri truflun á rekstri almennra samgöngutækja, opinberum póst-, síma- eða útvarpsrekstri eða rekstri stöðva eða virkjana, sem almenningur fær frá vatn, gas, rafmagn, hita eða aðrar nauðsynjar, þá varðar það fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
Sé brot framið af gáleysi, þá varðar það sektum eða [fangelsi] allt að 6 mánuðum.
Ljóst er að þetta er grafalvarlegur verknaður sem engar málsbætur eru fyrir þó svo að almennur skilningur sé fyrir hvers vegna flutningabílsstjórar tóku sig saman að mótmæla háu olíuverði. Ekki má undir neinum kringumstæðum hindra og valda slysahættu í Ártúnsbrekku. Þetta er slæmt fordæmi og helstu umferðaræðar höfuðborgarsvæðisins eiga ekki að vera vettvangur mótmæla enda þær stórhættulegur vettvangur.
Hins vegar mættu flutningabílsstjórar alvarlega athuga hvort ekki væri réttara að beita sér fyrir málstað sínum gegn þeim aðilum sem málið varðar og geta haft áhrif á að skattheimtu sé breytt. Hvers vegna ekki að mótmæla fyrir utan Stjórnarráðið, Alþingishúsið eða þar sem ráðamenn eru. Kannski mætti leggja flutningabílum fyrir utan Stjórnarráðið enda yrðu landsfeðurnir fremur varir við lýðræðisleg og friðsamleg mótmæli þar.
Svo er auðvitað söfnun undirskrifta og skrif í blöð og fjölmiðla mjög áhrifarík í samfélaginu.
Sjálfur telur Mosi að ríkisvaldið eigi að gjörbreyta þessari skattheimtu með það í huga að hvetja alla sem mest til aukinnar hagkvæmni. Hvers vegna ekki að taka upp umhverfisgjald á alla mengandi starfsemi og þá væri gott svigrúm að lækka stórlega þessi gömlu gjöld á bensíni og brennsluolíum?
Mosi
Lokun vegarins háalvarlegt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.