Er skynsemin loksins að vinna á?

Fyrir um tveim öldum síðan beitti Magnús Stephensen yfirdómari í Landsyfirréttinum sér fyrir því að útskúfun og helvíti yrði sungið í bann. Rökin voru einfaldlega þau að þessi hræðsluáróður kirkjunnar ætti ekki við nein skynsamlega rök að styðjast, hvergi væri unnt að sýna fram á hvar þetta helvíti væri né sanna tilvist þess. Ljóst er að á miðöldum útnotaði kaþólska kirkjan sér ótæpilega ofurvald sitt yfir fávísu og einföldu alþýðufólki. Þegar fréttist um stórgos í Heklu 1104 með tilheyrandi skelfilegum viðburðum var því tekið fegins hendi af kirkjunnar mönnum. Ekkert meðal var betra og áhrifaríkara en hræðslan við það ókunnuga. Og auðvitað var Hekla inngangurinn í þetta skelfilega helvíti þangað sem kolsvartir hrafnar með járnklóm færðu sálir hinna fordæmdu og ókristilegu manna sem voru ekki þess virði að geta talist til guðs barna. Áttu einkum Cisterciensmunkarmeginþátt í að útbreiða þennan nýja „sannleik“ í klaustrinu Clairvaux í Norður Frakklandi. Kapéláninn Herbert skráði frægt rit „Bók undranna“ um 1180 í klaustirunu og varð mjög útbreytt.

Svo virðist að þrátt fyrir viðleitni Magnúsar Stephensen og fleiri góða talsmenn skynsemistefnunnar séu ýmsir nútímamenn enn að burðast með þessar gömlu blekkingar. En óskandi ná Danir að útrýma helvíti sem aðrir hafa reynt fram að þessu.

Mosi 


mbl.is Helvíti andlegt frekar en líkamlegt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég les hér ekkert nema nöldur

jæja (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 13:50

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Það þarf ekki endilega að hugsa sér Helvíti sem stað, Guðjón. Ekki stað þar sem hægt er að berja að dyrum eða hafa annan áþreifanlegan kontakt við. Helvíti getur verið innra með manninum sjálfum og því sem hann þarf að standa sjálfum sér reikningsskap á. Heldurðu tam. að allir þeir sem frömdu ódæði í nafni nasismans á sínum tíma hafi haft eintómt himnaríki innra með sér síðar meir, þegar af þeim rann dáleiðsla nasismans (hitlerismans)? Bara svo eitt dæmi sé tekið.

Þar fyrir utan: einhvern tíma heyrði ég heimspeking færa rök að því að ef ekkert ætti algjöra andstæðu sína væri það ekki neitt. Ljúft væri ekki ljúft nema af því eitthvað annað væri óljúft. Sætt ekki sætt nema e-ð a-ð væri ósætt. Og svo framvegi. Það er kannski ekki auðvelt að hrekja þetta.

Þar fyrir utan þykir mér alltaf dálítið barnalegar upprifjanir um misgerðir „kirkjunnar“ („kristninnar“) á óupplýstum tímum. Sterkir karakterar hafa alltaf misnotað jafnvel bestu hluti ýmist í krafti yfirburða sinna í valdi eða í krafti fáfræðinnar.

Sigurður Hreiðar, 25.3.2008 kl. 21:12

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér Sigurður. 

Kannski að þessi hugmyndafræði um tilvist helvítis sé fyrst og fremst sálfræðileg og sjálfsagt einnig heimspekileg. Alla vega voru kirkjunnar menn miðalda á villugötum að binda tilvist helvítis við efnisheiminn og að finna honum stað á Íslandi  þar sem Hekla er, vísar fyrst og fremst að þetta fjarlæga land hentaði þessum hræðsluáróðri sem kemur snemma til sögunnar. Pólitíkin hefur útnýtt sér þetta einnig en hlutverk landsstjórnandans á öllum tímum hefur verið skilgreint að tryggja velferð og öryggi borgaranna. Hræðslan og öryggisleysið er e-ð sem öllum er meinilla við, rétt eins og vera í lausu lofti og vita ekkert hvað bíður. Erum við annars ekki að ræða um hvað við hugsum og hvernig við skynjum nánasta umhverfi okkar og jafnvel það sem er fjær í rúmi þegar helvíti ber á góma?

Við skynjum ýmist að okkur líði vel eða illa eftir atvikum, okkur líður illa þegar við veikjumst og einnig sem okkur standa næst, velferð ættingja, nágranna og vina. Þegar þeim líður vel og allt gengur þeim í haginn veitir okkur einnig góða tilfinningu að allt sé í góðu lagi og ekki þarf að hafa neinar áhyggjur. Þá eru þessar ytri síbreytilegu aðstæður á hverjum tíma: efnahagsástæður, umhverfið, já jafnvel veðrið. Þar geta verið ýmis konar áreiti sem veldur því að okkur líður misvel. Kunnugt er hvernig við getum gjörbreytt huga okkar og umhverfi á margvíslegan máta. Augljósast er þegar einstaklingar ánetjast eiturlyfjum og verða fíkninni að bráð. Ekkert er nær bundið hug þeirra en þessi mikla vansæla sem verður nánast að „helvíti“. Ætli við séum þá ekki komin nálægt kjarna málsins?

Annars eru þetta skemmtilegar pælingar og gaman væri að heyra fleiri viðhorf og skoðanir um þetta viðfangsefni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.3.2008 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband