Lögbrot?

Hvað kemur venjulegu fólki til að vera með líkamsleifar í fórum sínum? Hvernig hauskúpan hefur komist í vörslur viðkomandi verður væntanlega viðfangsefni lögreglunnar.

Nú eru það ævaforn lög að líkamsleifar skuli færa til grafar og þau jarðsett með tilhlýðilegri virðingu. Þessar reglur eru hvarvetna í mennigarríkjum virtar og þykir sjálfsagt að minning þess látna sé ekki misboðið.

Í íslenskum rétti er með öllu óheimilt að vera með líkamsleifar undir höndum. Tafarlaust ber að tilkynna lögreglu um beinafund eða líkamsleifar. Gömul bein hafa t.d. komið í ljós við vegagerð og aðra mannvirkjagerð og hafa t.d. vegagerðarmenn verið einna fundvísastir Íslendinga á kuml sem eru grafir úr heiðni. Bein hafa komið fram við uppblástur og landeyðingu t.d. í fjörunum neðan við Saurbæ á Kjalarnesi og Melum í Melasveit, hvoru tveggja gömlum kirkjujörðum og hafa þessir kirkjugarðar smám saman verið að eyðast vegna sjávargangs. Þegar bein hafa fundist, hefur þeim verið komið fyrir í kistum þeirra látnu sem jarðsettar hafa verið í næstu kirkjugörðum.

Fyrir langt löngu fundust bein í gömlum kirkjugarði við Straumfjörð vestur á Mýrum. Flest þeirra voru flutt úr landi til ítarlegrar rannsóknar og var ekki sátt um það enda var tilgangurinn nokkuð óljós. Af þessum beinum fréttist ekkert meir enda talið að þau hafi týnst í húsi sem varð fyrir loftárás í síðari heimsstyrjöldinni. Þó er talið að nokkur bein hafi komið í ljós fyrir nokkrum árum sem fundust í þaki húss við Vitastíg í Reykjavík en þá var verið að undirbúa viðgerð og endurgerð þess. Í ljós kom að læknastúdent mun hafa átt heima í húsinu og hafi sennilega lætt beinunum undir rjáfrið áður en hann yfirgaf vistarveru sína.

Frægt er beinamálið fyrir rúmum 60 árum þegar rómantíkin greip fram fyrir skynsemi manna og nokkrir þjóðþekktir Íslendingar létu hafa sig að fíflum vegna meintra beina úr þjóðskáldinu Jónasi. Nóbelsskáldið okkar lét það mál til sín taka á eftirminnilegan hátt og varð flutningur þessara beina eitt það furðulegasta uppátæki í sögunni og er líst allvel í Atómstöðinni sem kunnugt er.

Ljóst er að sumar starfsstéttir hafa hauskúpur undir höndum, t.d. læknar. Þar er um að ræða vörslu hauskúpu t.d. í vísindaskyni þó svo að það kunni að vera mjög umdeilanlegt. Í þeim tilvikum er um innflutning hauskúpa frá þriðja heiminum þar sem landslög kunna að vera götótt og sömuleiðis má segja um innflutning en hann er væntanlega háður mjög ströngum skilyrðum.

En vonandi fæst einhver niðurstaða í þessu einkennilega máli. Á meðan er unnt að geta sér til um allt mögulegt og meðan engum haldbærum vísbendingum er fyrir að fara eru allir möguleikar opnir.

Mosi 


mbl.is Hauskúpan var meðal húsmuna í hjólhýsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband