Að berjast með grjóti og prikum

Allt ofbeldi er fyrirlitlegt í hvaða mynd sem er.

Af hverju hefur Kína lagt undir sig þetta fátæka land í háfjöllum Asíu? Er þetta ekki arfur frá nýlendutímanum: að ráða yfir sem mestu landi og kúga aðrar þjóðir? Svo þegar fólki finnst nóg af því góða, grípur það til ýmissa ógæfuverka, fremur skemmdarverk, tekur grjót sér í hönd til að kasta í glerrúður eða jafnvel lögregluna. Sumir hafa prik til að berjast með gegn vopnuðu setuliði. Það er ójafn leikur og þessi sýndarleikur er fyrir fram tapaður. Sá sem ræður yfir nægu liði og vel búnu nær alltaf yfirhöndinni.

En hvers vegna grípur fólkið í Tíbet ekki til sama ráðs og þegar Gandhi sigraði Breta? Þeir settust einfaldlega niður á götuna og hófu allsherjarverkfall. Það var áhrifaríkt, sennilega beittara vopn en grjótið og prikið. 

Það á að vera takmark hverrar kúgaðrar þjóðar að ná árangri í baráttu sinni gegn kúguninni. Því verður best náð með friðsamlegri baráttu og góðri fjölmiðlun.

Mosi 

 


mbl.is Myndband ferðamanns í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þakka þér góða umfjöllun um málefni Tíbet.  Þetta snertir mannréttindi. Mannréttindi eru okkar allra mál.

Ég er að vona að Kína fari að komast á það stig að stjórnvöld þar verði viðkvæmari fyrir pólítískum þrýstingi.

Því miður hefur virðing fyrir mannslífum verið mun minni en virðingin fyrir að valdhafarnir geti farið fram með hvaða leiðum sem er til að kúga andstæðinga sína.

Vonandi breytist þetta smám saman með bættum lífskjörum og opnara upplýsingaflæði td via internet. 

Jón Halldór Guðmundsson, 21.3.2008 kl. 01:48

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Tíbetar hafa barist gegn kúgun og markvissu þjóðarmorði kínverskra yfirvalda síðan 1949 Ghandi style, en á því herrans ári hernumu kínversk yfirvöld Tíbet. En það hefur aðeins leitt til þess að þau eru orðin minnihluti í sínu eigin landi og bara það að eiga mynd af sínum trúarleiðtoga heima hjá sér getur þýtt margra ára fangelsi. Mótmælin hófust reyndar á Indlandi þann 12. mars. Þar voru 100 munkar á göngu til Tíbet, þeir voru handteknir fyrir það eitt að vera á leið þar og hnepptir í 14 daga fangelsi.

Hvað eiga þau að gera? Heimurinn hefur horft fram hjá Tíbet svo lengi og unga fólkið þarna á allt ættingja sem hafa verið myrtir eða hnepptir í fangelsi af yfirvöldum. Þó ég sé sammála því að best sé að leysa allt á friðsamlegan máta, þá skil ég þá ólgu sem er í gangi meðal ungra Tíbeta. Þeir upplifa þessa stund sem síðasta tækifærið til að gera eitthvað og eru tilbúnir að sitja í 15 ár í fangelsi til að sýna heiminum að þeir eru búnir að fá nóg af harðstjórninni.

Birgitta Jónsdóttir, 21.3.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband