20.3.2008 | 18:33
Tilviljun eða tilbúningur?
Þegar kringumstæður virðast vera heppilegar fyrir stríðsforsetann George Bush, skríður þessi furðufugl Osama bin Laden út úr skúmaskoti sínu. Með fullkomnasta njósnabúnaði getur CIA eða KGB og nánast hvert einasta njósnahreiður í heiminum fylgst gjörla með öllu sem lífsanda dregur. Árum saman hefur mesta herveldi heims verið á höttunum eftir þessum manni sem á að vera fullur hatri og fyrirlitningu á öllu því sem vestrænt er.
Í byrjun september 2001 þegar þessi ósköp dundu yfir þar vestra var fjölskylda þessa voðalega manns flutt með leynd út úr Bandaríkjunum. Hvers vegna í ósköpunum var sú ákvörðun tekin þegar gefið var í skyn að þessi Osama hafi staðið þar að verki? Nú mætti ætla að nánustu fjölskyldumeðlimir væru lykilvitni í þessu máli ef svo hefði verið. En þessi rannsókn var að sögn kunnugra á þessu sviði æríð flaustursleg og ekki allt það rannsakað sem þó væri ástæða til.
Nú var fjöldi manns handtekinn um heim allan þegar ekki gekk nógu vel að hafa í hári þeirra sem grunaðir voru um illdæðin og í veðri látið vaka að þeir væru stórhættulegir. Flogið var með þá vítt og breytt um heiminn ýmist til eða frá Guentanamó fangelsinu illræmda sem bandaríkjastjórn kom á fót utan við lög og rétt. Vitað er að fangarnir voru fluttir til landa sem Bushstjórnin hefur samið við þar sem pyntingar voru ýmist heimilaðar eða að þau voru ekki aðilar að mannréttindasáttmálum. Amnesty international hefur unnið mjög mikilsvert starf að fylgjast með þessu mesta feimnismáli nútímasögu ríkis sem þó telur sig vera í fararbroddi lýðræðis og mannréttinda!
Þessi umdeildi Osama bin Laden er e.t.v. einhver fígúra sem stjórn Bush hefur búið til að unnt sé að réttlæta umdeilt stríð í Írak og ófyrirgefanleg margvísleg mannréttindabrot víða um heim á vegum bandarískra yfirvalda og þau væntanlega bera ábyrgð á. Á dögum Kalda stríðsins voru það illmennin kommúnistarnir í Kreml sem var sú áþreyfanlega Grýla sem alltaf var unnt að vísa á. Svo kom Gorbasjov sem sýndi af sér ótrúlega framgöngu manns sem tók á þessum málum á ákaflega skynsaman og eðlilegan hátt. Ekkert ríki heims hafði efni á að halda þessu m vitleysisgangi með tilheyrandi ógnarjafnvægi undir skugga kjarnorkusprengjunnar. Skyldur samfélagsins væru aðrar, að þjóna fólki en ekki hernaðarhyggjunni sem hefur því miður oft á sínum snærum furðulega bíræfna sölumenn dauðans.
Mosi vill vera varkár gagnvart svona hræðsluáróðri jafnvel allt að því tortrygginn enda ástæða til. Lögleysan veður því miður hvarvetna uppi og ekki er unnt að koma lögum yfir þá sem hafa fólk að fíflum. Einu sinni las Mosi ýkjusögurnar af Munchhausen barón sér til gamans og skemmtunar. Þessi fígúra, Osama bin Laden virðist vera af sama toga sprottin en hann virðist vera ærið herskár að því er virðist vera. Hann virðist færa sig í aukana þegar Bush rekur í vörðurnar og e-ð er að fara úrskeiðis hjá þeim í Pentagón. Áhrif Osama bin Ladens beinast fyrst og fremst að hvetja áhrifagjarnar einfaldar sálir til óskynsamlegra athafna sem beinast fyrst og fremst að valda óbreyttum borgurum dauða og örkumlan. Þessi hermdarverk eru engum guði til dýrðar, hvorki Allah, Jehóve, Sjiva, Brahma, Búddha, Óðni, Frey og Þór, né neinum öðrum guðum sem maðurinn hefur með frjou hugmyndaauðgi sinni gegnum tíðina búið sér til.
Ætli þessir gömlu karlar hafi ekki þótt meira til friðarins komið en að allt væri á tjá og tundri í kringum þá engum til gagns, nema auðvitað þeim sem gátu grætt á heimskunni.
Með bestu páska- og friðarkveðjum úr Mosfellsbæ
Mosi
Bin Laden hótar Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eg las þetta með mikilli ánægju og vil bara taka undir þetta!!!!!,Gleðilega Páska og kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 20.3.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.