Er ekkert heilagt í BNA?

Þessi draugur úr fortíðinni nota andstæðingar til að koma höggi á Hillary Clinton. Þetta kostulega Lewinsky mál á nú að ganga aftur til að koma í veg fyrir að þessari einu konu í forsetakosningunum í BNA að verða valinn forseti.

Andstæðingar hennar hafa ekkert merkilegra að bjóða kjósendum í undirbúningi þessarar kosningu en að klína á hana fremur ómerkilegu máli sem kostaði bandaríska skattborgara umtalsverðar fjárhæðir. Meira fé var eytt í að rannsaka það hneyksli en þessi gríðarlegu hermdarverk sem framin voru 11.sept. 2001.

Hún sýndi marga sína bestu mannkosti þegar orrahríðin stóð sem hæst gegn eiginmanni hennar. Hún valdi að standa að baki honum, þó svo að hann hefði orðið fyrir þessum mannlega breiskleika og hrösun í lífinu. Fyrirgefningin og samúðin var henni e.t.v. mikilvægari en að ganga í lið með þeim sem vildu ganga í skrokk á eiginmanni hennar. Var kannski peðinu Moniku Lewinsky att út í þennan varhugaverða leik, skipulögðum af hernaðaröflunum í BNA til að koma Clinton í koll og þar með frá valdastól forseta?

Nægur auður var til að eyða í þessa rannsókn, en peningar voru af skornum skammti til að rannsaka hermdarverkin. Kannski vissu yfirvöldin meira um þessi hermdarverk sem fyrirhugðuð voru og það kæmi stríðsforsetanum Bush að meira gagni að aðhafast ekkert til að fá honum betra tækifæri upp í hendurnar að fara sínu fram?

Einkennilegt er að í BNA virðist ekki gilda neinn lagabókstafur þegar um persónuvernd einstaklingsins um birtingu gagna. Í fréttinni kemur fram að nú hafi ný skjöl verið lögð fram sem varðveitt hafa verið í Þjóðskjalasafni BNA. Þegar um skjöl sem varða þjóðaröryggi er þeim haldið lokuðum í áratugi.

Svona léttúð sem beint er gegn forsetaframbjóðanda er Mosa gjörsamlega sem lokuð bók.

Mosi

 


mbl.is Lewinskymálið skýtur á ný upp kollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 243410

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband