13.3.2008 | 14:20
Jarðhitinn og ferðamenn
Fyrir allmörgum árum var Mosi á tindi Pico de Teide, hæsta fjalli Spánar og er fjall þetta hluti fornar öskju á Teneriffe (Tenerife á ensku). Þarna var mjög kalt og hafði Mosi allan þann skjólgóða fatnað frá Íslandi meðferðis til að varast kuldann, lopapeysunni ógleymdri, nokkrum þýskum ferðamönnum til mikillrar undrunar meðan beðið var að komast með svifkláfnum upp í efri stöðina. Þeir voru hins vegar flestir léttklæddir og á stuttbuxum. Þegar út úr kláfnum kom, þá var um 10-12 stiga frost og vildu þeir komast sem fyrst niður aftur. En Mosi steðjaði af stað ásamt fjölskyldu sinni og þræddum við göngustíg upp fjallið gegnum hrauntröð sem minnti einna helst á Búrfellsgjá sunnan Hafnarfjarðar. Þarna eru víða glufur og var unnt að stinga köldum fingrum til að orna sér. Brennisteinsfnykurinn lét ekki á sér standa og satt best að segja hefur Mosi sjaldan fundið sig jafn mikið og hann væri heima hjá sér á Íslandi.
Nú er ekki lengur heimilt að ganga á Pico de Teide nema með afar ströngum skilyrðum. Ferðamenn hafa orðið þarna úti vegna vosbúðar og farið með léttúð um þetta varhugaverða fjall. Kláfferjan mun nú einungis vera notuð í þágu vísindanna enda þótti hún fremur afkastalítil og mikill kostnaður við rekstur hennar.
Á Lanzarote er eldfjallagarður og að jafnaði langar biðraðir ferðafólks að komast að. Undarlegt er að Suðurnesjamenn leggi ekki meiri áherslu á svona þjónustu en að vilja byggja enn eitt álverið. Svo er fyrir löngu orðinn grundvöllur fyrir öðru Bláu eða grænu lóni, unnt væri að útbúa eftirsótta baðströnd í Stóru Sandvík og efla ferðaþjónustu jafnvel allt árið. Jafnvel í kolbrjáluðu vetrarveðri heillar brimið úti við Reykjanesvita alla ferðamenn sem kynnast vilja náttúrunni.
Já, það er sitthvað sem við getum lært af öðrum þjóðum sem og að miðla af okkar miklu reynslu og þekkingu á sviði jarðhitanýtingar.
Mosi
Íslendingar rannsaka jarðhita á Kanaríeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.