Frábær fyrirmynd

Í dag hófst merk ráðstefna um Þórberg Þórðarson rithöfund í Háskóla Íslands í tilefni 120 ára afmælis hans (eða 119 ára).

Þegar Mosi sest niður við tölvu sína rekst hann á þessa frétt um væntanlega bók um einn þann eftirminnilegasta Íslending sem nú er uppi: Vigdísi forseta.

Margt er minnisstætt við Vigdísi. Hún kenndi Mosa frönsku veturinn 1971-72 og var einn minnisstæðasti kennarinn okkar í MH. Alltaf er mér minnisstætt þá hún kom fyrst um haustið í bekkinn, sagði til nafns síns og kvaðst eiga að kenna þessum bekk frönsku sem henni skildist að væri ekkert sældarbrauð. Veturinn áður var frönskukennslan sannkölluð katastrófa og átti enginn góða minningu um kennara sem einfaldlega var ekki nógu góður. Vigdís brosti dálítið til okkar en þó með alvöru svip, ekki gætum við útskrifast aðvori sem stúdentar öðru vísi en að tæma þennan beiska bikar í botn sem franskan væri en hún vareðlilega ekki vinsælasta námsgreinin í þeim bekk.

Mosa er það minnisstætt að hún myndi hyggðist reyna það samt þó svo franskan væri ekki upp á marga fiska nema síður væri. Vigdís valdi skemmtilega og tiltölulega aðgengilega kennslubók: Avec plasier - Með ánægju sem lýsir vel henni innra manni. Þá hafði hún sína sérstöku aðferð við kennsluna sem rekja má langt aftur í aldir.  Á sínum tíma beitti Jón Sveinsson, Nonni henni gjarnan á óstýriláta nemendur sína með því að tengja kennsluna við eigin frásagnir úr lífi og starfi. Vigdís gerði við okkur munnlegan samning: Ef við sýndum lit á þann hátt að undirbúa okkur sem best undir tímana skyldi hún koma á móts við okkur í staðinn! Ekki liðu margar vikur að franskan varð eitt af uppáhaldsfögunum. Við kappkostuðum að gera okkar besta og Vigdís stóð við heit sín. Þegar leið á veturinn vorum við orðin vel að okkur um ótrúlegustu hluti tengdum Frakklandi og franskri menningu: Við  kynntumst fjölbreyttu menningarlífi í Frakklandi, hún sagði okkur frá stjórnarbyltingunni og á korti í kennslubókinni gátum við sett okkur inn í atburðarásina, þrætt um þröngar götur Parísar og lærðum að syngja saman nokkrar vísur á frönsku: Sur la pont og meistara Jakob, auðvitað á frönsku! Þá fengum nýjustu fréttir frá París en þá á dögum mátti víða í Latínuhverfinu sjá óeirðalögregluna tilbúna með bíla og tól en þá voru enn einhverjar væringar eftir óeriðirnar 1968. Það fannst Vigdísi fremur óviðkunnanlegt enda hefur hún alltaf verið friðsemdarkona hin mesta. Hvernig þessi íslenska heimskona frá Reykjavík fetaði sig um göturnar í París, við fengum beint í æð söguna og frásagnir af löngu liðnum rithöfundum og skáldum. Þetta var einn sá eftirminnilegasti vetur skólaára minna.

Svo var Vigdís valinn forseti. Það voru 3 karlar sem buðu sig á móti henni! Og Vigdís vann frækilegan sigur. Á þeim árum ók Mosi leigubíl til að afla tekna fyrir saltinu í grautinn og námi sínu. Um kosninganóttina var gríðarleg stemning. Mosi ók leigubifreiðinni alla nóttina og langt fram undir hádegi. Alltaf mátti hitta fólk sem var yfir sig ánægt með úrslitin að loksins hafði konu tekist það sem í gjörvöllum heiminum þótti vera svo ótrúlegt: að kona skyldi vera valin í æðsta embætti þjóðar sinnar. Hvílík stemning!

Þegar Vigdís hóf sinn feril sem forseti átti hún gríðarmikinn þátt í að breyta viðhorfum landsmanna til ýmissa mikilvægra mála. Eitt af þeim málum var efling skógræktar með þjóðinni. Það er að mati Mosa einn merkasti þátturinn sem Vigdís markaði í starfi sínu á forsetastóli. Að breyta viðhorfum heillar þjóðar sem hefur oft sýnt af sér ótrúlega skammsýni í mörgum málum, virtist Vigdísi létt og auðvelt verk. Með innilegu brosi sínu og hógværð hefur hún bókstaflega brætt hvert íshjartað af fætur öðru og skilið eftir sig djúp spor á leið þjóðarinnar til farsældar framtíðar. Hún hefur í starfi sínu ætíð verið frábær fyrirmynd!

Mosi hlakkar til að lesa ævisögu Vigdísar!

Mosi (esja@heimsnet.is) - alias

 

 


mbl.is Ævisaga Vigdísar haustið 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband