5.3.2008 | 20:54
Góðir tímar fyrir evrópska ferðamenn
Óhætt má segja að þetta séu góðar fréttir fyrir ferðaþjónustu á Íslandi.
Nú er evran á bullandi ferð upp á við gagnvart bandaríska dalnum og íslensku krónugarminum sem enginn vill helst vita af nema hrokkinhærði seðlabankastjórinn sem vill veg hennar sem mestan. Nú er gengi krónunnar fallandi og vonandi Sjálfstæðisflokksins líka því núna er hann með allan Hæstarétt í vasanum, Landsvirkjun, sveitarfélögin, meginpartinn af stjórnkerfinu og jafnvel Alþingi líka.
En einhvern tíma breytist allt og þá kemur að því aðÍslendingar geti sótt um aðild að Evrópusambandinu og notið þess sem neytendur í öllum löndum Evrópu að undanskildum Noregi og Íslandi að geta fært sér í nyt það hagræði að vera fullkomnir Evrópubúar.
Mosi
![]() |
Evran aldrei dýrari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 243775
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður hefði haldið að svona tal væri ekki sæmandi manni sem vill halda sjálfstæði okkar í sem flestum sviðum/það væri mikið betra að taka upp Svissneskan Franka og ver laus við EBE er ekki nog að vera með þessa aukaaðild/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 5.3.2008 kl. 21:40
Ef orð Guðjóns eru skoðuð þá má sjá hinn kaldranalega sannleika Haraldur. Sjálfstæði okkar er löngu horfið....stórfyrirtæki vaða uppi sem aldrei fyrr og pólitískt umhverfi borgar og lands er í molum, fáum við eitthvað um það sagt? Onei. Hér ríkir einvörðungu það "lýðræði" sem einvalalið fólks leyfir og gefur eftir.
Stærsta og hroðalegast afhroð sem þessir aðilar gætu lent í væri að missa spón úr aski sínum, ss hluta af stjórnvaldi til Brussel....uss hvernig á þá að klappa og múta, tala nú ekki um ef evran kæmi og allt svæðið yrði ein heild....mögulega gæti þá verðlagningin og sjúkleg álagning farið að líta ver út á verðmiðanum þegar hægt væri að gera raunsannar verðkannanir gagnvart öðrum löndum sem ekki væru litaðar af gengi hins auma gjaldmiðils sem krónan er.
Ellert (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 01:08
Þó íslenskir stjórnmálamenn hafi fram að þessu talið ókostina við aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu vera fleiri og meiri en ókostirnir, þá er nú svo margt að breytast í þessu sem er væntanlega okkur í hag. EFTA aðildin var okkur mjög hagstæð og sömuleiðis samningurinn um efnahagssamstarfið sem nú er nær 2ja áratuga gamalt og Jón Baldvin beitti sér fyrir. Þá var samið um takmarkaða aðild okkar að EBE en síðan hefur allt setið við það sama.
Sem neytandi á Íslandi myndi eg fagna aðildarumsókn. Við mættum þá vænta margra réttarbóta, t.d. svonefndur félagslegi pakki sem kveður á um aukin borgaraleg réttindi og takmörk á hvað stjórnmálamenn hafa heimild til að taka ákvörðun um. „Við tökum ekki frá skipunum frá Brussel“ sagði einn ráðherra Framsóknarflokksins hérna um árið. Því miður féll það flestum vel í eyrum en það voru sem betur fer margir sem áttuðu sig á því að ekki er allt sem sýnist. Auðvelt er að auðvelda flókin mál og svo var einnig að þessu sinni.
Eftir því sem árin líða verður aðild að EBE raunhæfara.
Varðandi sjálfstæði þjóðarinnar þá eru einnig ýms önnur teikn á lofti að okkur sé misboðið á annan hátt. Síðan 1949 hafa Íslendingar verið aðilar að Nató sem stofnað var upphaflega sem varnarbandalag lýðræðisríkja við norðanvert Atlantshafið. Nú er það orðið að hverju öðru hernaðarbandalagi og erum við flæktir í óskiljanlegt og að því virðist óendanlegt árásarstríð í fjarlægum löndum gegn sannfæringu okkar. Sjálfur hefi eg meiri áhyggjur af þeirri þróun en aðild að EBE.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 6.3.2008 kl. 10:29
Þó íslenskir stjórnmálamenn hafi fram að þessu talið ókostina við aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu vera fleiri og meiri en kostirnir, þá er nú svo margt að breytast í þessu sem er væntanlega okkur í hag. EFTA aðildin var okkur mjög hagstæð og sömuleiðis samningurinn um efnahagssamstarfið EES sem nú er nær 2ja áratuga gamalt og Jón Baldvin beitti sér fyrir á sínum tíma. Þá var samið um takmarkaða aðild okkar að EBE en síðan hefur allt setið við það sama.
Sem neytandi á Íslandi myndi eg fagna aðildarumsókn. Við mættum þá vænta margra réttarbóta, t.d. höfum við farið á mis við svonefndan félagslega pakka sem kveður á um aukin borgaraleg réttindi og takmörk á hvað stjórnmálamenn hafa heimild til að taka ákvörðun um. „Við tökum ekki frá skipunum frá Brussel“ sagði einn ráðherra Framsóknarflokksins hérna um árið og brýndi brúnirnar. Því miður féll sú yfirlýsing mörgum vel í eyrum en það voru sem betur fer einnig margir sem áttuðu sig á því að ekki er allt sem sýnist. Auðvelt er að afgreiða flókin mál með umdeildri yfirlýsingu sem ekki getur staðist og svo var einnig að þessu sinni.
Eftir því sem árin líða verður aðild að EBE raunhæfara. Efta og EES hefur reynst okkur mjög vel og nú er spurning að ganga alla leið.
Varðandi sjálfstæði þjóðarinnar þá eru einnig ýms önnur teikn á lofti að okkur sé misboðið þó á annan hátt sé. Síðan 1949 hafa Íslendingar verið aðilar að Nató sem stofnað var upphaflega sem varnarbandalag lýðræðisríkja við norðanvert Atlantshafið. Nú er það orðið að hverju öðru hernaðarbandalagi og í dag erum við Íslendingar enn flæktir í óskiljanlegt og að því virðist óendanlegt árásarstríð í fjarlægum löndum gegn sannfæringu okkar. Sjálfur hefi eg meiri áhyggjur af þessari þróun Nató en væntanlegri aðild að EBE.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 6.3.2008 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.