Of djúpt í árina tekið

Össur er ásamt þeim Árna Bergmann og Þráni Bertelssyni síðasti ritstjóri Þjóðviljans. Það blað þótti nokkuð róttækt og var þekkt að taka djúpt í árina. Stundum stóðu þeir Þjóðviljamenn í nánast endalausu stríði við Morgunblaðsmenn enda kalda stríðið tekið mjög alvarlega á þeim tíma á báðum bæjunum.

Þessar snuprur Össurar á Gísla Martein borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins eru þess eðlis að þær ætti Gísli ekki að taka sérstaklega alvarlega. Hann hefur staðið sig nokkuð vel strákurinn t.d. í málefnum Strætó og má búast við mörgu prýðilegu að frumkvæði hans ef hann heldur áfram á þeirri braut að greiða sem best götu þeirra sem ferðast með almenningsfarartækjum á höfuðborgarsvæðinu.

Össur tekur allt of djúpt í árina. Greinilegt er að hann er reiður og argur út í Sjálfstæðisflokkinn og er það að mörgu leyti skiljanlegt. Össur er ýmist með eða á móti mikilvægum málum og er Framsóknarflokkurinn búinn að fá veglega samkeppni þar sem næturhrafninn Össur er. Nú má ætla að hann haldi áfram sínu striki og jafnvel næstu nótt setjist hann við tölvu sína og skrifi einhverjar glósur um samferðamenn sína.

Nú má benda þessum ágæta skríbent á ævisögu sr. Árna Þórarinssonar prófasts sem ritaði: Fagurt mannlíf, Hjá vondu fólki, Í sálarháska, Á Snæfellsnesi (lesendur eru vinsamlegast beðnir að lesa titla fyrstu fjögurra binda ævisögunnar ekki í samhengi sökum hugsanlegra brota á ærumeiðingarlöggjöfinni, 25. kafli hegningarlaganna). Í ævisögu sinni ber sr. Árni Snæfellingum fremur illa söguna og segir hann frá tilefni þess og hafði góðar og gildar ástæður til, þó ekki er góð alhæfingin sem þar kemur fram. Á einum stað er talað um rógburðinn og gengur samtal tveggja manna út á það hvernig best sé að standa að rógburði. Og ráðið var að ýja e-u góða saman við illmælgina. T.a.m. væri mjög árangursríkt að bæta við að presturinn væri mjög barngóður þegar átti að hafa æruna af honum. „Það gengur vel í Snæfellinga!“ Annars er ekki gott að fullyrða um ævisögu þessa hvað sé upprunalegt frá sr. Árna og hverju Þórbergur hefur bætt við. Sr. Árni var háaldraður þegar þeir Þórbergur unnu saman að þessari ævisögu og sjálfsagt hefur Þórbergur fært töluvert í stílinn og gert sitt hvað bragðmeira en e.t.v. tilefni var. Niðjar sr. Árna eru sómafólk upp til hópa og ekki kæmi Mosa spánskt fyrir sjónir að einhverjum þætti fullyrt of mikið sums staðar.

Kannski að Össur ætti að lesa ævisögu sr. Árna og þá sérstaklega þennan kafla og auðvitað um Þórðargleðina áður en hann fer að reyna að rita e-ð sem á fara á öldur ljósvakans.

En það er um blessaða pólitíkina. Þeir sem sogast inn í hana mega alltaf eiga von á að lenda skyndilega í steypiregni, éljum og hríðarbyl. Þá er gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og kunna að klæða sig eftir aðstæðum.

Össur er og verður alltaf beittur og áhrifaríkur penni. Óskandi er að hann beiti honum á þann hátt að honum sé sómi að skrifunum en gott er að hafa betri tilgang með þeim en að níða skóinn niður af öðrum samferðamönnum. Lögfræðingar segja ætíð í ávarpsformi: „Háttvirtur andstæðingur“. Það mættu þeir sem sinna pólitískri köllun sinni einnig hafa hugfast.

Vinsamlegast

Mosi

 


mbl.is Pistill Össurar ræddur á þingflokksfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Jæja, félagi og vin, mér er ofboðið hvað þeir fara stórkarlalega í stígagerð meðfram Varmá. Þar sem ég trúi nú varla að þú sérst hlynntur þessu, þá skora ég á þig að svara persónuleikaprófi á síðu minni. Það er ekki hugsað til að koma höggi á neinn flokk, heldur er þetta ekki nógu gott mál og hversu víðtækt frelsi þessir stórvirku vinnuvélamenn fá á útivistar- og verndarsvæði okkar upp með Varmá.

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.2.2008 kl. 02:38

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Gunnlaugur

Skil umhyggju þína fyrir nánasta umhverfi Álafoss mjög vel. Þó lagðir þú til á sínum tíma tillögu um miklu meiri umhverfisspjöll en þessa stígagerð. Þar vildir þú gerð brúar fyrir ofan Álafoss og gerð tengibrautar í Helgafellshverfið.

Annars átta eg mig ekki á því hvað þessi ábending þín kemur gagnrýni á samflokksmann þinn Össur efnislega við. Það er oft algeng aðferð þeirra sem eiga í vörn að blanda óskildum málum saman í þeim tilgangi að draga athyglina að öðru en því sem þykir óþægilegt að ræða um.

Allir eru sammála um að Össur hafi hlaupið mjög illa á sig og hafi veist mjög ómálefnalega að Gísla Marteini í strákslegum skrifum sínum. Þegar hann vill ekki draga í land er hann að gefa pólitískum andstæðingum sínum gott tilefni að hefja árásir á æru hans sem ekki er heldur til eftirbreytni.

Annars er óskandi að félagi Össur sjái að sér og eg treysti einnig bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ að nánasta umhverfi Álafoss verði eins vel varðveitt og tök eru á.

Bestu kveðjur í Álafosskvosina

Mosi - alias

Guðjón Sigþór Jensson, 22.2.2008 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband