Eðli hlutabréfa

Mikil lækkun hlutabréfa á undanförnum mánuðum er að mörgu leyti eðlilegt ástand. Verðgildi þeirra hefur hækkað mjög mikið á undanförnum árum en nú er þróunin í aðra átt. Að verulegu leyti er þetta ástand vegna lánsfjárskortinn sem hefur verið mjög mikill í Bandaríkjunum og hefur dreifst um Evrópu og Asíu. Hávaxtastefna spilar einnig mjög inn í þessa þróun því með hærri vöxtum telja margir sem ella fjárfesta í hlutabréfum, leysa þau til sín og kappkosta að fá hærri ávöxtun með kaupum á kröfum, t.d. skuldabréfum með afföllum en tryggðum með traustum veðum.

Ef tekin væri ákvörðun um að lækka vexti verulega eins og Jóhannes Björn Lúðvíksson hefur hvatt til, sjá heimasíðu hans: www.vald.org þá má reikna með að hlutabréfamarkaðurinn myndi styrkjast á nýjan leik. Verðgildi hlutabréfa er núna mjög hagstætt og myndi freista marga fjárfesta að festa fé sitt í hlutabréfum en aftur er spurning hversu mikið er af lausu fé í umferð. Nú er einnig þekkt að hlutafélög kaupa gjarnan hlutabréf í sjálfu sér á lágu verði en selji aftur þegar gengið hækkar. Ljóst er að þessi tekjustofn fyrirtækja er sem stendur ekki virkur.

Lægri vextir myndu auk þess hafa þá breytingu  í för með sér að fyrirtæki hefðu aðgang að ódýrara rekstrarfé, lánsfé frá lánastofnunum sem er þeim nauðsynlegt til að jafna út sveiflur á sviði tekna og útgjalda.

Annars eigum við sem höfum stundað hlutabréfaviðskipti að hafa í huga að hagkvæmast er að fjárfesta til lengri tíma. Að elta þessar endalausu sveiflur sem oft standa stutt, kann e.t.v. að færa einhvern hagnað í vasa fjárfestis en tapið kann einnig að vera verulegt ef hlaupið er upp milli handa og fóta í fljótræði að selja á fallandi gengi.

Hlutafé er eins og kýrin eða hesturinn fyrir bóndann. Meðan þau framleiða, selja og kaupa afurðir og hráefni og einhver hagnaður er af, þá er allt eins og það á að vera. Kýrin og annar rekstur bóndans gefur af sér náttúrulegan arð meðan fyrirtækin skila eigendum sínum borgaralegan arð.

Og nú eru fjölmöreg kauptækifæri: Fyrirtækin eru ekki að gufa upp, öðru nær. Þau munu halda áfram rekstri svo lengi sem stjórnendur þeirra fari ekki á límingunum en það bendir fátt til þess.

Varnaðarorð Dana mætti snúa við: Við Íslendingar eigum aðeins eftir að kaupa Den danske Bank, Kastrup, Carlsberg og Tuborg að ógleymdri Amalie borg. Þá höfum við hefnt einokunarinnar alræmdu og danska konungsfjölskyldan orðin leiguliðar íslenskra fjárfesta. - Og hana nú!

Mosi


mbl.is Óttast íslenska kollsteypu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er mjög í anda þess sem mér finnst um ásandið og ótrúlegt hvað hófsöm, rökrétt sjónarmið virðast rata illa í fréttir þessa daganna Úrvalsvísitalan er búin að hækka um 100% síðan í febrúar 2004. 

Guðmundur Jónsson, 12.2.2008 kl. 15:39

2 identicon

ha ha ha... nu forstår jeg hvorfor islændingere siger 'VI' når et islandsk firma eller en islandsk person har købt aktie i danske firmaer :-D

Thor Svensson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband