Umdeild eignaupptaka

Þessi eignaupptaka ríkisvaldsins gagnvart landeigendum er mjög umdeild. Kröfur ríkisvaldsins eru oft byggðar á mjög veikum rökum og úrlausnir þjóðlendunefndar byggðar á vægast sagt vafasömum forsendum. Hvers vegna í ósköpum eru landamerki frá lokum 19.aldar sem hefur verið þinglýst hjá sýslumönnum ekki lengur sá grundvöllur sem eignarréttur byggist á? Þannig hefur ríkisvaldið söðlað undir sig stóran part af öræfunum og má t.d. nefna Lónsöræfi sem allt í einu er ekki lengur í eigu Stafafells í Lóni?

Svona eignaupptökur á engar hliðstæður í frjálsu samfélagi. Það tíðkaðist hins vegar í þeim ríkjum heims þar sem kommúnisminn og einveldið óð uppi. Kannski við Íslendingar sitjum uppi með geðþóttaákvarðanir einhvers ónefnds einvalds sem komist hefur upp með ótrúlega hluti með heilmikið klapplið að baki.

Mosi 


mbl.is Fundað um þjóðlendumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir þessi skrif, Guðjón. Réttlætið tekur á sig ýmsar myndir. Fyrst ekki var gerð allsherjar bylting með afnámi eignarréttar, þá er undarlegt að far gegn einu formi eignarréttar eins og gert hefur verið í þjóðlendumálinu. Ríkið meira að segja að sölsa undir sig land sem það seldi 1913.

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.2.2008 kl. 21:28

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Meginmálið er það að þjóðlendumálið snýst um að skýra eignarrétt á landi á Íslandi.  Vera kann að kröfur ríkissins séu fullgrófar í einhverjum efnum, en það er beinlínis skylda þeirra sem standa vörð um hagsmuni ríkisins að tryggja hag þess.

Til dæmis hafa ýmsir jarðeigendur sem eiga óumdeildan beitarrétt á heiðum talið að heiðin og fjallendið tilheyrði jörðinni.  Það er ekki endilega svo.  Um þetta snýst þjóðlendumálið og það sem gerir málareksturinn erfiðan er að ekki er unnt að ganga að öllum gögnum um eignarheimildir á einum stað.   

Jón Halldór Guðmundsson, 10.2.2008 kl. 21:56

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er eitt og sér að sortera mál um beitarrétt, nytjar, afrétti og almenninga, en annað er að klípa hátt í helming af jörðum með mörg hundruð ára eignarsögu, sem voru þar að auki seldar af ríkinu. Allt byggt á frásögnum í Landnámu. Þar mun Mannréttindadómstóllinn koma Hæstarétti upp úr hjólförunum og inn á veg lágmarks skynsemi.

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.2.2008 kl. 22:14

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gunnlaugur: þú ritaðir afburða góða grein í Morgunblaðið fyrir nokkrum misserum um stöðu mála varðandi eignaupptöku ríkisvaldsins á Lónsöræfum. Þessi grein ætti að vera alvarleg athugasemd um að ekki má ríkisvaldið ganga á rétt einstaklinga og krefjast þess að réttur til lands sé viðurkenndur. Það er allt að því hlægilegt að þetta sama ríkisvald hafa selt fyrir nær öld þetta sama land sem það gerir aftur upptækt án nokkurs tilefnis ef allt er í samræmi við þær heimildir og staðreyndir sem þú víkur að. Mæli eindregið með að þú haldir þeirri deilu áfram þar sem unnt er að ná árangri. 

Þessi fremur ómerkilegi vegspotti í Mosfellsbæ hins vegar sem þú hefur eytt allt of mikilli orku þinni í, er hins vegar söguleg staðreynd enda er ekkert sem stoppar tímans þunga nið í þeim efnum.

Bestu kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.2.2008 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband