Gjaldskrá fyrir björgunarþjónustu

Af hverju í ósköpum hefur ekki verið sett upp gjaldskrá fyrir björgunarþjónustu?

Meðan ekki kostar þá krónu sem vaða út í vitlaust veður með konur og börn og það alla leið upp á Langjökull sýna ótrúlegt kæruleysi. Og hlusta ekkieinu sinni á aðvaranir um válegt veður. Er fólk ekki með öllum mjalla?

Hvað kostar öll þess þjónusta björgunarsveitanna? Mosa þætti mjög eðlilegt að björgunarsveitir geri grein fyrir því hvað svona leit og björgun kostar hverju sinni.

Björgunarsveitir hafa því miður ekki góðan fjárhagsgrundvöll ef undan er skilin flugeldasala. Því miður eru þessir flugeldar bæði mjög varhugaverðir sökum slysa, eldhættu og eins þeim fylgir gríðarleg mengun sem þarf að taka á. Verulegur hluti af flugeldum er innflutt frá Kína þar sem framleiðslan fer tæplega eftir neinum alþjóðlegum stöðlum um öryggi. Lélegar merkingar eru um innihald og spurning er um skaðleg efni t.d. þungamálma sem ekki eru æskilegir í umhverfi okkar. Fyrir þessi áramót voru flutt inn um 1300 tonn af flugeldum. Það eru rúmlega 4 kg á hvert mannsbarn í landinu! Um 17 og hálft kíló á vísitölufjölskylduna! Er þetta ekki að fara fram úr öllu hófi?

Ef björgunarsveitir settu upp gjaldskrá eins og allir þeir aðilar sem veita einhverja þjónustu þá mættu t.d. tryggingafélögin koma að þessum málum. Fólk kaupir sér tryggingu ef e-ð ber út af og ekki er fyrirséð rétt eins og fólk kaupir þjónustu tryggingafélaga vegna hús sín, bíla og annað, jafnvel slysa- og líftryggingar. 

Spurning hvernig sveitarfélögin gætu einnig komið að þessum málum enda skiptir málið þau verulegu enda eru björgunarsveitir starfandi í flestum sveitarfélögum og hafa mikið hlutverk. Þá verður ríkið að styrkja umtalsvert fjárhagslegan grundvöll björgunarsveitanna þannig að þær þurfi ekki að vera háðar umdeildum tekjustofnum á borð við flugeldasölu eins og verið hefur. Sala flugelda ætti að vera miklu strangari jafnvel rétt eins og um venjuleg skotvopn sé að ræða. Sem stendur hvaða fáráðlingur keypt sér flugelda jafnvel brennuvargar. 

Meðan bjögunarsveitir landsins hafa ekki sett upp gjaldskrá af neinu tagi heldur kæruleysið áfram. Við sitjum uppi með allt of mikla mengun, slysa- og eldhættu meðan ekki er neitt aðhafst í þessum málum. Við megum heldur ekki gleyma því að slys um áramótauka mjög mikið álag á heilbrigðiskerfið og það út af fyrir sig ætti að vera næg ástæða að betur væri hugað að þessum málum.

Með ósk um gleðilegt nýtt og farsælt ár.

Mosi 

 


mbl.is Jeppaferðalangar komnir til byggða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En hvað þá um þá sem ekki væru með tryggingar? Mundu þeim þá ekki vera bjargað. Björgunarsveitirnar leggja áherslu á að það mundi kannski kosta nokkur mannslíf þar sem að fólk mundi þá ekki kalla eftir hjálp ef það væri ótryggt. Svona útkall eins og þarna var á Langjökul kostar einhver hundruð þúsunda. Og með vinnu og kostnað við tæki, viðhald, húsnæði björgunarsveita þá er sjálfsagt hægt að reikna þetta í milljónir. Sem betur fer eigum við fólk sem er tilbúið að vinna fyrir okkur í sjálfboðaliðsstarfi.

Þetta ætti fólk að hugsa um næstu áramót áður en það kaupir flugelda af einkaaðilum.

En ég er sammála þér að ríki og sveitarfélög mættu styrkja þetta mun betur. Bendi á að sveitarfélög eiga held ég enn eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands sem á eignir í hinum ýmsu félögum held ég og hagnaður þess  gæti sem best verið notað í þetta starf m.a..

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.1.2008 kl. 09:35

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þetta mál hefur margar hliðar og erfitt að gera þær upp/en gleðilegt ár Guðjón og haltu á fram að taka á málum á nýju ári/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.1.2008 kl. 16:54

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka ykkur fyrir góðir bloggfélagar með ósk um farsælt nýtt ár.

Að mínu viti þá væri mjög æskilegt að björgunarsveitir settu sér upp gjaldskrá fyrir leit og aðra aðstoð. Jafnvel grunnþjónusta á borð við upplýsingar og að koma á góðu og virku tilkynningakerfi mætti koma í veg fyrir bæði slys, óhöpp og að spara mætti umtalsverðar fjárhæðir í samfélaginu okkar. Ef þessi þjónusta hefði verið virk og lögboðin þá hefði að öllum líkindum verið unnt að koma í veg fyrir t.d. þetta hræðilega slys þegar tveir ungir Þjóðverjar hröpuðu niður í djúpa jökulsprungu síðsumars og björgunarmenn lögðu sig í lífshættu hundruðum saman dögum ef ekki vikum saman að reyna að finna þessa ólánsmenn.

Undirbúningur fjallaferða þarf að vera miklu tryggari en verið hefur. Ekki dugar að fylgjast einungis með veðurhorfum og færð, heldur að hafa uppi allnákvæma ferðaáætlun og að sjálfsögðu að tryggja sig ef e-ð bjátar á. og ekki má gleyma að tilkynna viðkomandi aðila þegar breyting verður eða að ekki sé þörf á aðstoð t.d. vegna tafa í ferð. Engin ástæða er til að auka álag á góðar og velþjálfaðar björgunarsveitir en þörf er.

Ein hliðin á þessu máli að sjálfboðaliðastarf þeirra sem starfa í björgunarsveit er með samþykki atvinnurekanda. Margir atvinnurekendur hafa skuldbundið sig að draga ekkiaf launum þeirra sem leggja sig fram í björgunarstarfi. Fróðlegt væri að vita hversu mikið það fé er sem atvinnurekendur taka á sig vegna þessa. Þetta getur varla verið talið eðlilegt ástand ef t.d. 20% starfsmanna í e-u tilteknu fyrirtæki eru kannski allt að 30 daga á ári frá vegna starfa í björgunarsveitum. Hagur atvinnurekenda er auðvitað að ná sem mestu vinnuframlagi hjá starfsmönnum og öll aukagjöld geta orðið fyrirtækjum erfitt, sérstaklega ef aðhaldsástæður eru í fyrirtækinu.

Af hverju þurfa björgunarsveitir að vera háðar flugeldasölu? Við horfum upp á draslið sem liggur fyrir hunda og manna fótum dögum, vikum já jafnvel mánuðum saman án þess að nokkur safni því saman og fjarlægi. Af hverju eru ekki lagt á umhverfisgjald á flugelda eins og ýmsa aðra hluti?

Um starf björgunarsveita, tekjustofna og flugelda þarf að hefja umræðu í samfélaginu hið allra fyrsta. Á þessum máli eru mjög margar hliðar sem þarf að skoða.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 2.1.2008 kl. 13:39

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér finnst að ferðamenn sem fara í glæfralegar ferðir utan hins almenna vegakerfis og án þess að skoða vel veðurhorfur og slíkt, eigi að borga björgunarlaun, ef þeir þurfa á dýrri aðstoð að halda. Núverandi fyrirkomulag leiðir til þess að mikill kostnaður lendir á björgunarsveitum.

Það er svo mál tryggingafélag hvort þau bjóða til sölu tryggingar til að mæta björgunarkostnaði fólks.  Ég get ekki séð að ´slíkar tryggingar yrðu ódýrar.

Jón Halldór Guðmundsson, 4.1.2008 kl. 10:00

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kannski þarf ákvörðun björgunarsveita með tilkynningu að héðan í frá megi vænta þess að krafist verði þóknunar skv. gjaldskrá, verði til þess að ALLIR gæti að sér í tíma. Af hverju er fólk ekki aðeins að setja sig í mikla hættu með því að ana út í óvissuna, heldur einnig að setja fjölda fólks einnig í hættu?

Varðandi vegakerfið í óbyggðum er margs að gæta. Þar er margt mjög ámælisvert. Nú nýverið rakst á fjörur Mosa landakort yfir allt Ísland í nokkuð stórum mælikvarða eða 1:200.000 þannig að hver centimetri á korti eru 2 km í raunveruleikanum. Þegar betur var að gætt voru jeppaslóðir merktar eins og þeir fjallvegir sem eru færir venjulegum fólksbílum yfir sumarið! Þannig er leiðin norðan við Skjaldbreið sem nefnd hefur verið Línuvegurinn merkt eins og Kaldidalur! Þannig mátti eftir korti þessu halda áfram vestur Uxahryggi og niður í Skorradal sem er aðeins fært mjög góðum jeppum. Þetta nær ekki nokkurri átt! Hver er ábyrgð þeirra sem gefa út svona bersýnilega rangar upplýsingar? Fjallvegur eins og Kaldidalur er mun betri vegur en jeppavegur sem hefur verið ruddur kannski fyrir 30 árum og síðan hefur leiðin ekki verið lagfærð hvorki með ýtu né veghefli!

Aldrei er of varlega farið og betur heima setið en í ógöngur farið!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 4.1.2008 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband