Brugg og bann

Heimilt er að landslögum að brugga til heimabrúks. En um leið og grunur leikur á að brennivínsbúðirnar ÁTVR fái samkeppni þá er fjandinn laus og lögreglunni sigað á þann sem dirfist að keppa um kúnnahópinn.

Einhverju sinni komst lögreglan í feitt fyrir nokkrum áratugum þegar uppgötvaðist stórtæk bruggstarfsemi undir Eyjafjöllum. Öllu var hellt niður sem fannst og fylltust allir nærliggjandi skurðir enda var framleiðslan mjög mikil og þótti mjög vel heppnuð. Ef ökumenn voru eitthvað að drolla framhjá bænum, voru þeir orðnir vel í kippnum þegar þeir voru svo hagsýnir að hafa alla glugga opna og aka lúshægt framhjá! En lögreglan sá við þessu og voru nokkrir ökumenn teknir fullir, jafnvel á skallanum!

Annars er Mosi hættur að brugga enda tekur það því varla. Eins gott að kaupa mjöðinn tilbúinn í brennivínsbúðunum en að taka einhverja áhættu með því að kaupa glundur frá Pétri og Páli.

Mosa þykir hinsvegar undarlegt að fleiri færslur eru vegna þessarar fréttar en þær skelfilegu tíðindi þegar Tyrkir færa sig upp á skaptið og hefja stórtækar loftárásir á Kúrda að bandarískum sið eins og þeir stunduðu í Víetnam á sínum tíma.

Mosi 


mbl.is Heimabruggi verður eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband