27.12.2007 | 21:01
Samsæriskenningar
Eftir svona skelfilega atburði þá er gerðust í dag er eðlilegt að fram komi ýmsar tilgátur um samsæri. Að hvað miklu leyti erlendir hagsmunir kunna að eiga hlut að máli er ekki gott að segja en sjálfsagt er það ekki útilokað. Nú er staðreynd að í Pakistan er gríðarlega öflugur her, n.k. monther núverandi valdhafa ef marka má ýmsar uppákomur og skrautsýningar undanfarna mánuði. Einkennilegt er að þessi monther virðist ekki hafa betri tök á samfélaginu í Pakistan en reyndin er. Helst er að til hans sjáist þegar hersýningar og annað mont er í gangi. Ýmsar fréttir benda til að ólgan sé mjög mikil í landinu og ekki ljóst að hve miklu leyti hún stafar af, t.d. n.k. múgsefjun gagnvart valdhöfunum. Þar virðist herinn ekki hafa nein tök á og skríllinn brennir strætisvagna, lögreglubíla og allt hvað sem þeir virðast geta vaðið uppi með. Og í fréttaskotum er þessi sami skríll vopnaður prikum sem montherinn virðist ekkert ráða við!
Hlutverk valdhafans
Markmið valdhafans á auðvitað að tryggja borgarlegt öryggi allra og þá sérstaklega stjórnmálamanna. Ábyrgð stjórnmálamanna er mjög mikil sérstaklega þar sem sáralítið þarf til að kynda undir ófriðinn og ólguna sem hvarvetna er fyrir hendi. Eldsmaturinn er gríðarlegur. Að þetta grundvallarmarkmið hafi mistekist, að tryggja öryggi Búttós sem og aðra stjórnmálaleiðtoga jafnt ríkisstjórnar sem stjórnarandstæðu verður að telja eina þá verstu handvömm sem herinn og forseti Pakistans situr núna uppi með. Var e.t.v. ásetningur valdhafa að reyna ekki að koma í veg fyrir fleiri tilraunir að ráða Búttó af dögum sem nú tókst? Fram að þessu hefur Búttó sloppið naumlega en tugir ef ekki hundruðir hafa látið lífið í mannskæðum sprengjuárásum. Sérstök ástæða var að óttast að um líf hennar væri sótt. Eru það krókódílatár sem nú hrjóta af hvörmum valdamanna þar eystra?
Óánægjan mun eðlilega beinast gegn þessum aðilum sem bregðast sjálfsagðri skyldu sinni og það er ekki góðs viti. Upplausnaröflin munu færast í aukana og ekki verður auðvelt að bera klæði á vopnin úr þessu. Ljóst er að nú mun renna upp gósentíð fyrir vopnasala í Pakistan. Búast má með auknu smygli á vopnum til landsins, mútur, spilling og undirferli verði meiri en nokkru sinni fyrr. Ástandið verður sennilega eins og oft hefur brunnið við í Texas heimafylki Bush, sem og fleirum fylkjum BNA á tímum stjórnleysis þegar glæpagengi óðu uppi í Westrinu og buðu guði sem öllu góðu fólki byrginn.
Mosi
Brestir í öryggisgæslu Bhutto | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.