Ekki einfalt mál

Skiljanlegt er að bóndanum þyki súrt að fá ekki að flytja áhöfn sína með eins og hverja aðra búslóð. En reglur eru settar til að tryggja hagsmuni heildarinnar og það yrði grafalvarlegt ef sjúkdómar gætu hugsanlega borist með skepnunum milli héraða. Nú á tímum er unnt að tryggja sjúkdómavarnir betur en áður var og öll heilbrigðisþjónusta er öflugri en áður.

Yfirvöld eru sennilega treg að veita undanþágur frá gildandi varúðarreglum. Slíkt gæti dregið þann dilk á eftir sér að fleiri komi á eftir og vilji flytja sínar áhafnir rétt eins og aðrir. Þá gæti komið sú staða að öll varúð og eftirlit yrði nánast ekkert. Sjúkdómarnir geta leynst á ótrúlegustu slóðum og orðið að faraldri ef ekki er brugðist nógu fljótt við. Því eru reglurnar sem eru settar með fyrri reynslu í huga.

Spurning nokkuð áleitiner hvort bóndinn sem hér á hlut að máli hafi kynnt sér þessi mál áður en hann ákvað að selja jörð sína og kaupa aðra. Nú er algengt að jarðir séu seldar með fullri áhöfn og framleiðslukvóta. Slíkar jarðir eru eftirsóknarverðar og eru í háu verði. Að flytja framleiðslukvóta milli héraða hlýtur að orka tvímælis og hefur sennilega töluverðan kostnað í för með sér.

Óskandi er að góð lending finnist í þessu nokkuð snúna máli. 

Mosi


mbl.is Mátti ekki flytja kýrnar með sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband