Varúð varúð!

Að ræða um ríkisstuðning fyrir enn eitt ævintýrið er alltaf mjög varhugavert vegna fordæmanna.

Nú hefur sauðfjárbúskapur og reyndar mjólkurframleiðsla verið ríkisstuddur mjög mikið undanfarna áratugi. Það var Ingólfur á Hellu sem innleiddi þessa tegund stuðnings ríkisins þegar hann gegndi störfum landbúnaðarráðherra í Viðreisnarstjórninni.

Uppi eru raddir í Sjálfstæðisflokknum að þetta hafi verið ein alvarlegustu mistökin sem sú stjórn gerði og má vissulega með góðum rökum taka undir það. 

Sauðfé hefur farið mjög illa með jarðargróða víða í íslenskri náttúru þar sem það fær að rása um holt og hæðir, fjöll og firnindi. Þegar trjákenndur gróður ásamt beitilyngi hverfur í íslensku gróðursamfélagi vegna sauðfjárbeitar er hætta á ferðum!

Geitfé gengur jafnvel enn ver um landið. Það á til að naga allt niður í rót rétt eins og hross í sveltihólfum!

Að taka upp ríkisstyrki til að styðja slíkan búskap er vægast sagt eitt það umdeildasta sem unnt er að hugsa sér.

Þó væri unnt að binda slíkan stuðning afar ströngum skilyrðum sem EKKI ætti að vera hvatning til fjölgunar geitfé en að vissu marki og það verður að halda alfarið í heimahögum. Ella er von á að þetta fari úr böndum og verði til vandræða er fram líða stundir.

Mosi 


mbl.is Vilja að ríkið aðstoði geitabændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Mannfólkið nagar meira landið en nokkrar geitaskjátur :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.12.2007 kl. 13:44

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hvaðan hefur þú þá kenningu að sauðfjárbeit fari illa með gróið land. Ég veit ekki betur en að þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum beitar á landgæði nú seinni ár bendi til þess að beit auki á gróður flóru og gróður massa. Ofbeit er hinsvegar allt annar handleggur og kemur beit og landnýtingu lítið við. Ofbeit og beit eru tveir ólíkir hlutir ekki ósvipað og rigning og flóð eða gola og fellibylur.

Guðmundur Jónsson, 9.12.2007 kl. 13:49

3 identicon

Smá spurning,hvar hefur þú kynnst geit sem rótnagar gróður? Þær eru þekktar fyrir að skemma trjágróður og príla eftir laufum og gera ýmsan skandal en þær rótnaga ekki landið,eru ekki randbeitardýr eins og kindur og kýr heldur naslarar sem eru á eilífu rápi til að leita að fjölbreyttum gróðri

Jóhanna B Þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 14:03

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Til þess að svara þessu þá má geta þess að fyrir um 25-30 árum var á aðventunni auglýst mikið hangiket sem kennt var við Hólsfjöll: Hólsfjallahangikjöt!

Nú eru allir bæir á þessum slóðum löngu komnir í eyði. Hvers vegna? Sumir nefna að það sé af náttúrulegum ástæðum. Aðrir kenna sauðkindinni um sem var þarna að naga síðustu grösin niður í rót og þá varð engin nýliðun og öll gróðurþekja fauk burt.

Margar skýrslur og ritgerðir hafa verið skrifaðar um þessi dapurlegu mál en sennilega er langbesta ritið sem Ólafur Arnalds prófessor á Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri tók saman og birtist fyrir um 10 árum síðan. Þar var dreginn saman gríðarlegur fróðleikur um stöðu gróðurmála, jarðvegsrof í öllu landinu. Einstakir landshlutar voru metnir með tilliti til ástandsins og var áberandi hve móbergssvæðin voru illa farin um miðbik landsins sem og í Þingeyjarsýslum austanverðum.

Mosi hvetur alla þá sem málið varðar að skoða og kynna sér efni þessar skýrslu en hana er að finna á öllum betri bókasöfnum landsins.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 9.12.2007 kl. 14:09

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Algjörlega sammála Mosa þarna,þetta á ekki að vera Rikisstyrkt alls ekki,ef fólk vill þetta á það að gerast á styrkja/Burt með þessa ríkistyrki búfénaðs/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.12.2007 kl. 14:14

6 identicon

Ísland undirritaði alþjóðlegan samning um líffræðilega fjölbreytni í Rio de Janeiro árið 1992 og var hann staðfestur af Alþingi árið 1994. Nánast öll ríki veraldar eru nú aðilar að samningnum. Líffræðileg fjölbreytni spannar lifandi náttúru á öllum skipulagsstigum, allt frá erfðaefni, stofnum og tegundum til vistkerfa. Samningnum hefur það þríþætta markmið að vernda líffræðilega fjölbreytni, að tryggja að nýting lífrænna auðlinda sé sjálfbær og að arðinum af nýtingu þeirra sé skipt með réttlátum hætti( Heimild: http://www.ni.is/stofnunin/erlent-samstarf/samningur_um_liffraedilega_fjolbreytni/

Rétt að minna á stefnumörkun Íslendinga í að varðveita líffræðilega fjölbreytni svo og að varðveita menningararf okkar Íslendinga.  Viðkomandi geitastofn er einn af okkar íslensku húsdýrum, stofn sem er einstakur hvað varðar erfðamengi. Ég hef verið svo heppin að fá að koma við geitabúskap á Íslandi. Var við mjaltir í nokkra daga og kynnti mér þá afurð. Komið hefur í ljós að geitamjólkin hefur bjargað fársjúkum ungabörnum og einnig gert mörgum fullorðnum gott, sérstaklega krabbameinssjúklingum. Íslenska geitin á ekkert í eyðingu gróðurs á Íslandi. Menn lítið ykkur nær.

Bryndís Ósk Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 14:27

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ef á að styrkja svona starfsemi þá mætti athuga að það væri gert gegnum t.d. Þjóðminjasafnið. Þar er prýðisgóð Þjóðháttadeild sem hefur ekkert of mikið af peningum því hún hefur nánast verið í fjársvelti um alllanga hríð. Fyrir mína parta er starf á borð við að viðhalda gömlum dýrategundum í útrýmingarhættu e-ð sem þarf að skoða án þess að atvinnusjónarmið séu höfð til megin hliðsjónar. Geitaafurðir eru óverulegar og skipta okkur nánast engu máli líkt og hvalafurðir.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 9.12.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband