2.12.2007 | 11:34
Svívirðilegur glæpur
Einn svívirðilegasti glæpur sem margir falla í freistni, er að láta sig hverfa eftir að hafa valdið alvarlegu slysi. Í þessu tilfelli er ekið á barn sem liggur illa slasað á sjúkrahúsi. Fátt er vitað annað en um stóran bíl að ræða með stóra skúffu.
Nú hefur lögreglan handtekið grunaðan mann sem talinn er eiga hlut að þessu grafalvarlega máli. Ekki liggur fyrir játning þannig að enn sem komið er verður ekki fullyrt hvort lögreglan hafi náð í þann sem valdið hefur slysinu.
Því miður er vaxandi að margir komi sér upp óþarflega stórum faratækjum. Þetta skúffubílaæði er eitt af þessum óskiljanlegu dellum sem margir freistast að falla fyrir. Fyrir nokkrum áratugum var verulegur hluti bílaflotans á Íslandi tiltölulega litlir bílar með fremur kraftlitlum vélum. Flestir þessara smábíla voru frá austur Evrópu og sjaldan sem þeir lentu í umferðaóhöppum, varð alvarlegt slys af þeirra völdum.
Núna er þvílík bísn orðin af þessum óþarflega stóru bílum. Þeim er ekið eins og eigendur þeirra telji sig vera staddir á amerískum hraðbrautum á amerískum hraða. Og þeir sem aka þessum skúffubílum virðast ekkert vera of vel fjáðir, samanber þegar einn skúffubílaeigandinn ritar hverja greinina á fætur annari í Morgunblaðinu fyrir nokkru vegna gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum. Annað hvort hefur maður efni á að aka svona bílum eður ei og verður þá að sætta sig við það að þessir bílar hljóta að vera dýrari í rekstri en aðrir bílar sem minni eru.
Eitt grátlegasta er þegar þessum bílum er ekið dagsdaglega um götur höfuðborgarsvæðisins með rígnegldum hjólbörðum. Þessir bílar eru sennilega þyngri en 3-4 Trabantar eða Bjöllurnar sem almennt ekki þurfti að setja nagladekk undir. Þungir bílar slíta götunum margfalt meira en þessir smábílar. Að ekki sé minnst á þá gríðarlegu svifryksmengun sem þessir bílar framleiða dagsdaglega, eigendum sínum að því virðist vera til skemmtunar. Oft er aðeins einn maður í þessum bílum og yfirleitt er skúffan ætíð tóm! Mætti benda þessum mönnum á að skúffa gerir nánast sama gagn og kerra sem tengd er aftan í bíla með dráttarkúlu! Ekki dettur skúffubílaeigendum í hug að tengja kerru aftan í skúffubílinn til þess að sýnast jafnvel enn meir karl í þessu sívaxandi samkeppnissamfélagi.
Í nánustu framtíð verður að taka upp nýja skattheimtu í formi umhverfisskatts. Þeir sem menga og spilla umhverfi, þeim ber að greiða fyrir það, samkvæmt sanngjarnri gjaldskrá. Þeir sem aka á nöglum: eruð þið tilbúnir að taka þátt í gríðarlegu viðhaldi á slitfleti akbrautanna? Eruð þið tilbúnir að taka þátt í rekstri heilbrigðiskerfisins vegna rykmengunarinnar sem rekja má til notkunar naglanna? Þannig mætti lenmgi telja.
Óskandi er að lögreglan nái sem fyrst þessum ökufanti sem var valdur að þessu mjög alvarlega umferðarslysi í Keflavík.
Mosi
Yfirheyrslur halda áfram í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mosi leyfir sér að vísa þessu bulli til föðurhúsanna. Lögreglan lýsti eftir pallbíl og er það ekki sama fyrirbæri og skúffubíll? Pallur og skúffa - er það ekki sama fyrirbærið þegar pallinum verður ekki lyft til að tæma eins og á venjulegum malarflutningabílum sem lengi vel voru nefndir vörubílar?
Mosa finnst betur við hæfi að nefna fyrirbærið við skúffu en pall af þessum ástæðum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 2.12.2007 kl. 11:47
það var alltaf lýst eftir bláum skutbíl station, sem á ekkert skylt við pallbíl, vonandi skýrist fljótt hvort hinn handtekni sé sá sem keyrði á barnið því það þjónar engum tilgangi að vera með saklausan mann í haldi og tefur bara fyrir rannsókn.
Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.